Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1958, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1958, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 407 Heilbrigðistíðindi fleytt fram á útigöngu. Og kaldsamt starf að halda fé til beitar, hvernig sem viðrar. Sennilega hefir pilturinn átt það í vændum að verða vanhald- inn hvað fæði snerti þennan vetur. Og nú freistuðu hans þessi matvæli, er þarna voru í skemmunni. Hann brá því til þess ráðs, þegar fólk var gengið til náða, að fara í skemmuna, og hafði á brott eina verskrínuna. Þennan feng sinn bar hann svo út í hraun, og kom þar fyrir í fylgsni. Þarna fekk hann sér svo aukabita um veturinn, þegar hentugleikar gáfust. Og ber nú lengi vel ekkert til tíðinda, og varð Meðallendingurinn að hafa sinn skaða svo búinn. Það er af skrínuþjófnum að segja, að hann náði góðum þroska, og vegn- aði vel, hafði verið vel verki farinn. Einhverju sinni var hann staddur úti á Selatöngum — hinni fornu verstöð — ekki var þar fleira manna. Hann var við smíðar inni í sjóbúð með öxi í höndum, var að tegla ár eða annað tilheyrandi farviði skipa. Þá verður hann þess var, að kona aldurhnigin, kemur inn um dyrnar. Hún virtist vera í æstu skapi, og gerði sig líklega til að ráðast á hann. En hann hörfaði undan, með reidda öxina, komst hann svo út úr búðinni, og tók til fótanna og hraðaði för sinni heim til bæar. Langt var þess að bíða, að sannað- ist, hver valdur var að skrínuhvarf- inu. Það var ekki fyr en sá er verkn- aðinn framdi, létti á samvizku sinni, og sagði frá því á gamals aldri. En því hefir verið lýst hér að framan. Þá upplýstist einnig, að það bar upp á sömu stundina fyrirbærið í sjóbúð- inni og móðir piltsins á Efri-Steins- mýri lézt. Skiljanlegt er, að konan hafi borið þungan hug til þess manns, er lék son hennar svona grátt. En svo virðist sem hún hafi á dauðastund- inni orðið þess vör, hver verknaðinn framdi, og jafnframt verið þess um- komin, að láta hann verða varan við sig. Ekki er hægt að greina frá, hvenær þeir atburðir hafa gerzt, sem hér hefir verið sagt frá. En sá er fært hefir þetta í letur, heyrði frá þessu sagt fyr- ir fullum sextíu árum. Sögumaðurinn var kona, er fædd var 1844. En henni var sagt frá þessu, þegar hún var ung að árum. 23. nóvember 1957. E. R. Hávaði og heyrnarleysi. Talið hefir verið að menn töpuðu heyrn, ef þeir störfuðu lengi þai sem mikill hávaði er. Nú hefir komið í ljós, að menn geta misst heyrn á skömmum tíma, ef sí- felldur hávaði er í kringum þá. En það hlífir heyrninni nokkuð, ef eitthvert lát verður á hávaðanum með stuttu millibili. En allur há- vaði er slæmur fyrir heyrnina. Og nú er hávaðinn í stórborgunum orðinn svo mikill, að hann hlýtur að valda því, að menn sem þar eiga heima, tapi heyrn. Ekki er hlaupið að því að ráða bætur á þessu, en í Bandaríkjunum er nú farið að athuga með hverjum ráð- um sé unnt að draga úr hávaða í verksmiðjum. Þvag til lækninga. I þvagi heilbrigra manna hefir fundizt efni, sem eykur mjög blóð- rás krónæðanna, líkt og „nitro- glycerin" gerir. Þetta hefir verið reynt á dýrum og gefizt þannig, að 10 teningssentimetrar af þvagi hafa reynzt þrisvar sinnum öflugri til þess að auka blóðrásina, heldur en 6/10. milligram af „nitroglycer- in“, en það er hinn venjulegi skammtur sem mönnum er gefinn við krónæðastíflu. Það þykir at- hyglisvert, að efni þetta finnst ekki í þvagi þeirra manna, sem hafa óvenjulega lágan blóðþrýst- ing, svo að allar líkur benda til að það hafi mikil áhrif á blóðrás- ina, og skortur á því muni jafnvel geta valdið hjartakvilla. Tvennskonar sykursýki. Alveg nýlega hafa menn komizt að því, að sykursýki er tvennskon- ar. Áður heldu menn að allt væri sama veikin og ekkert dygði gegn henni annað en insulin. En nú hefir komið fram nýtt meðal, sem nefnt er „orinase" og það hefii hjálpað öðrum hvorum sjúklingi, sem það hefir verið reynt á. Hefir sykursýkislæknirinn dr. Henry Dolger í Mt. Sinai spítalanum í New York, látið svo um mælt, að þeir sjúklingar, sem verður gott af „orinase“, þjáist ekki af algjör- um skorti á insulin, heldur sé einhver truflun því valdandi, að insulin það er líkaminn framleið- ir, Romi ekki að notum. Hér sé um eina tegund sykursýki að ræða, en hin tegundin sé sú, þegar ekk- ert framleiðist í líkamanum af insulin. „Orinase" er tekið inn, og sjúklingar, sem ekki þola innspýt- ingar insulins ,hafa þess full not, og það kemur í veg fyrir að sykur- magnið í blóðinu minki skyndilega, en pað leiðir til yfirliðs. Með „orinase" er hægt að koma lagi á þá kirtla ,sem framleiða insulin í manninum. í Bandaríkjunum er talið að sé um ein milljón sykur- sjúkra manna, en 300.000 þeirra nota nú „orinase“ með góðum árangri. Varnir gegn mænuveiki. Það eru nú þrjú ár síðan byrjað var að nota Salk-bóluefni til varn- ai gegn mænuveiki. Fylgzt hefir verið með þeim börnum í Banda- ríkmnum sem fyrst voru bólusett, og eru þau enn ónæm fyrir veik- inni. Börn, sem ekki fengu fullan bóluefnisskammt, eru einnig ónæm fyrir veikinni eftir þrjú ár. Þetta sýnir hve ágætt meðal þe'tta hólu- efni er.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.