Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1958, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1958, Blaðsíða 14
406 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS tilefni af 150 ára afmæli Jónasar Hall- grímssonar skálds (22.) Jón Pálmason á Akri átti 2 ra þingmennskuafmæli (22.) Séra Helgi Konráðsson á Sauðár- króki var kjörinn umdæmisstjóri Rotary-klúbbanna (23.) Fimm flugmenn hjá Flugfélagi ís- lands öðluðust flugstjóraréttindi (25.) Páll Gíslason sjúkrahúslæknir á Akranesi hefir hlotið styrk frá British Counsil til framhaldsnáms í handlækn- ingum í Lundúnum (26.) Percival Alfred Siebold útbreiðslu- stjóri alþjóðaskrifstofu skáta, kom í heimsókn hingað (26.) Magnús Óskarsson lögfræðingur fer á þing Alþjóðasambands æskumanna 1 Indlandi, sem fulltrúi Æskulýðsráðs Islands (26.) ítalskt beitiskip kom hingað í kurteisisheimsókn (27., 28.) Bandarískur fuglafræðingur, dr. Olin Sewall Pettingill og kona hans, hafa verið langdvölum hér á landi í sumar við að kvikmynda fuglalíf (29.) Franski vísindamaðurinn Paul Emil Victor kom hingað frá Grænlandi, þar sem hann hefir verið við jöklamæling- ar, og hafði tal af íslenzkum náttúru- íræðingum (30.) Minningarsjóður hefir verið stofnað- ur um séra Sigurð Stefánsson í Vigur og konu hans (30.) Frú Jóhanna Guðrún Skaftason í Winnipeg, hálfsystir dr. Valtýs Guð- mundssonar, kom hingað í kynnisferð (31.) AFMÆLI Eiðaskóli átti 75 ára afmæli (16.) Brautarholtskirkja á Kjalarnesi varð 100 ára (17.) STÓRGJÖF Vestur-íslendingurinn Soffonias Þor- kelsson og kona hans, gáfu 100.000 krónur til skógræktar í Dalvíkur- hreppi (23.) ÝMISLEGT Hreppsnefndarkosningar fóru fram um land allt, voru víðast ópólitískar (1.) 70 minkar vorU drepnir í Skógar- strandarhreppi í vor (1.) Lauk 9. starfsári Þjóðleikhússins. Rúmlega 86.000 sýningargestir, sýning- ar 179 í Reykjavík, 23 úti á landi (4.) Drykkjuskapur jókst sl. ár; varð áfengisneyzlan á mann 1,69 litrar, en var 1,28 litrar 1956 (6.) Ellefu ára drengur varð mink að bana með steinkasti (16.) Kvendys frá heiðni fannst hjá Sel- fossi (17.) Tveir bátar frá Vestmanneyum voru teknir að ólöglegum veiðum með drag nætur og sektaðir (23.) Tveir Finnar struku af Skipi i Seyð- isfirði; náðust uppi á Héraði (24.) Norskt skip var sektað fyrir ólögleg- an umbúnað veiðarfæra í landhelgi (25.) fi Verskrínuhvarfið SJÓR hefir lengi verið sóttur á Suður- nesjum, eða _í verstöðvum við gúnnan- verðan Faxaflóa. Og þangað fóru menn víða að til sjóróðra. Ýmist réð- ust menn þangað frá haustnóttum, og til vetrarvertíðarloka, það er að segja, bæði haust- og vetrarvertíð, eða ,að- eins vetrarvertíðina. En hvort sem heldur var, þá þurftu menn að koma færum sínum í verstöðina að hausti. Færur var einu nafni nefnt það er menn þurftu að sér að hafa yfir ver tíðina, og að heiman var flutt. Aðal- flutningurinn var verskrínan, en í henni áttu að vera: tveir fjórðungar (10 kg) af smjöri, og smálki, er gerð- ur var úr heilum sauðarkropp (sauður að öllum ketum). Svo þurfti útróðr- armaður skinnklæði (sjóklæði) og eitthvað af rúmfötum. Tilgangurinn með línum þessum er að geta um eina haustferð, er farin var með færur útróðrarmanna, austan úr Meðallandi til Suðurnesja. Ekki er nú kunnugt hve margir fóru þar sam- an. En eins náttstaðar er getið, en það var í Krýsivíkurhverfi. Farangri sín- um komu þeir þar fyrir í skemmu einni um nóttina. Ekki segir meira um gistingu þar. En er ferðamenn búast til ferðar að morgni þá var horfin úr farangri þeirra verskrína ein. Henni hafði veriö stolið úr skemmunni um nóttina. Eigandi skrinunnar var ung- ur maður, fyrirvinna móður sinnar, er bjó að Efri-Steinsmýri í Meðallandi. En hvað varð af skrínunni? Það upp- lýstist allmörgum áratugum síðar, og segir nú frá því: Um þessar mundir var unglingspilt- ur einn að alast upp í Krýsivíkur- hverfi; hann var í vist hjá einhverj- um bóndanum þar í hverfinu. Og vet- ur þann er nú fór í hönd, var honum ætluð fjárgæzla hjá húsbónda sinum. Þarna hefir löngum sauðfé verið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.