Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1958, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1958, Síða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 401 \ Forseta- hjónin hjá torf- kirkjunni að Hofi í Öræfum. BANASLYS urðu óvenjulega mörg í þessum mán- uði: Drengur frá Siglufirði drukknaði í Gönguskarðsá (2.) Anton Friðriksson verkstjóri hjá Steypistöð hf. í Reykjavík fórst af slysi við vinnu sína (9.) Bíll ók fram af hafnarbryggju á Ak- ureyri. Drukknuðu þar 3 börn, en einu barni og tveimur konum varð bjargað (15.) Bíll valt á Hafnarfjarðarvegi og beið stúlka bana, Líney Sigurbjörnsdóttir, hjúkrunarkona (17.) Brotnaði veggur í síldarþró á Norð- firði og varð maður undir, Þorsteinn Jónsson vélstjóri, og beið bana (18.) Bíl hvolfdi á Jökuldal og beið mað- ur við það bana, Helgi Jónsson bóndi á Stuðlafossi (22.) Tveggja ára drengur drukknaði í ósi hjá Tungu í Fróðárhreppi (24.) Bjarni Oddsson vélskóflustjóri á Akranesi fell úr stiga og beið bana (29.) BÍLSLYS Bíll ók á hest í Víðidal, braut báða afturfætur hans og skildi svo við hann (6.) r" “■’ttot' Guðmundsson 23 ára gamall, varð bráðkvaddur í bíl sínum á akstri í Reykjavík. Var einn í bílnum. Síðan rann bíllinn áfram stjórnlaust, en staðnæmdist við steina- röð á götunni (10.) Fólksbíll sementsverksmiðjunnar valt út af vegi, fór tvær veltur, ónýtt- íst, en bílstjórinn slapp (11.) Drengur á reiðhjóli varð fyrir bíl í Reykjavik, en meiddist furðu lítið (12.) Annar drengur varð fyrir bíl í Reykjavík, en meiddist ekki mikið (26.) Bíll fór út af veginum í Kjós. Var bílstjórinn einn í honum og meiddist talsvert (29.) Maður á hjóli varð fyrir bíl í Reykja -vík og meiddist nokkuð á höfði (31.) AÐRAR SLYSFARIR Tveir litlir drengir á Grund í Eya- firði slösuðust á dráttarvír í hlöðu. Missti annar 8 fingur en hinn 7 (12.) Hallgrímur Pétursson vélgæzlumað- ur í Vestmanneyum brenndist háska- samlega við það að þrýstivél sprakk (16.) Sprenging varð í vélarrúmi vb. Morgunstjarnan í ísafirði og skað- brenndust tveir menn (17.) Ellefu ára telpa í Melasveit hand- leggsbrotnaði er hún var með öðrum börnum að leika sér í rakstarvél (19.) ■»m Fulltrúar á þingi S. 1. B. S. að Reykja- lundi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.