Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1959, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
171
og sjórinn eins og heiðartjörn.
Róðrarbátarnir eyru að leggja á
stað“.
„Minnumst ekki á þá menn, þeir
hlaupa þegar aðrir góla“, segi eg.
„En hverjir ætla að fara á sjóinn
með þér?“
„Þeir ætla að fara með mér há-
setar þínir, Jón og Magnús. Gunn-
laugur hefir falið sig — vill ekki
fara — og verður ekki auðfundinn
í myrkrinu“, svaraði hann.
„Jæja, þú ert þá á förum, og við
erum öll á sömu leið, sumir fyr og
sumir síðar“, segi eg. „En Sigvaldi
minn, eg ætla að biðja þig einnar
bónar, ef þú ert alráðinn í því að
fara á sjóinn, en hún er sú að þú
takir mikið af grjóti í kjalfestu á
bátinn“.
Sigvaldi þagði um hríð, en svar-
aði svo:
„Ekki nenni eg að fást víð það,
aðeins fyrir einn róður. Guðmund-
ur Magnússon ætlar að fara frá
mér á morgun, og þetta verður
sennilega seinasti róðurinn á
„Óðni“.“
Svo kvaddi hann mig og helt með
mönnum sínum niður í Borgarfjör-
una. Þegar hann var farinn, leit
eg á loftvogina. Hún hafði hrapað
stórum seinustu klukkustundirnar
og var enn fallandi. Þó helzt hæg-
viðri fram til kl. 9 að morgni. En
þá rauk hann upp á sunnan og
þeytti af sér þokunni. Róðrarbátarn
ir komust í hann krappan, og marg-
fyllti hjá tveimur, en slörkuðu þó
að landi. Voru formenn heldur
hljóðir um sjóferð þá, því að þeir
höfðu misst eitthvað af línum sín-
um.
„Óðinn“ kom ekki að landi, og
ekkert var vitað um hann annað
en það, að hann hafði enn legið við
festar á höfninni kl. 5 um morgun-
inn. Hefir Sigvaldi því haldið kyrru
fyrir í bátnum í fullar fjórar
klukkustundir og verið að bræða
það með sér hvort hann ætti að
fara á sjóinn. En svo hefir hann
ekki þolað það er róðrarbátarnir
lögðu á stað. Þeim hefir þá þótt
hneisa að því að fara ekki líka og
koma línu „Óðins“ í sjó.
Ýmsar getgátur voru um það
hvernig „Óðinn“ hefði farizt, og
varð ekkert um það sagt hver get-
gátan mundi réttust. Með honum
fóru þessir fjórir menn: Sigvaldi
Guðmundsson formaður, (hann var
Vestfirðingur að ætt), Guðmundur
Magnússon háseti og hásetar mjnir
Jón Bergsteinsson og Magnús Ás-
grímsson, báðir til heimilis í
Reykjavík.
Draumur.
Snemma hausts 1911 fluttum við
Jónína að Bjargi í Borgarfirði og
leigðum þar um veturinn hjá hin-
um ágætu hjónum Hannesi Sig-
urðssyni hreppstjóra og Sigríði Ey-
ólfsdóttur . Við höfðum þar gott
herbergi upp á húsloftinu.
Nú var það aðfaranótt 16. febrú-
ar 1912, að mig dreymir að einhver
maður sé að kalla á mig og sé hann
utan húss. Eg þóttist þá hlaupa nið-
ur stigann og opna útidyrahurð.
Verður mér þá litið niður á fjöru-
kambinn og sé að einhver maður
er að reyna að skreiðast þar upp
á kambinn, en gengur það mjög
treglega. En þegar hann er kominn
vel hálfur upp fyrir fjörukambinn,
þá þekki eg að þetta er hann Sig-
valdi sálugi formaður á „Óðni“, og
er alþakinn línuflækju; þess vegna
gekk honum svo erfiðlega að kom-
ast svo hátt að eg sæi hann.
Hann leit til mín mikið hlýlega
og sagði: „Betur hefði farið ef eg
hefði farið að ráðum þínum í tíma.
Mig vantaði grjótið, kjalfestuna,
þess vegna hvolfdi „Óðni“. En
þakka þér fyrir heilræðin. Eg bið
að heilsa gestinum, sem kemur til
ykkar í dag. Vertu svo tíðum heill
og guði falinn“.
Að svo mæltu hvarf Sigvaldi nið-
ur í fjörusandinn.
Þenna sama dag kom til okkar
Anna Sveinsdóttir, kærasta Sig-
valda heitins. Síðan hefi eg aldrei
séð hana, en hún varð mesta mæðu-
manneskja.
>
^4 uoÁomudt
aymn
Enda þótt mig ellin beygi
enn um vorið kveða skal,
þar með fagna þessum degi,
það er heilsar strönd og dal.
Nóttin dimma fór á flótta,
fékk nú dagur yfirhönd,
lýsir skáldsins „ljósa ótta“
losnuð vetrarkuldans bönd.
Sólin heim úr suðri snúin
sigurgöngu um norðrið fer,
gróðurskikkju grænni búin
grundin kalda bráðum er.
Það er eins og endurvakni
æska í brjósti gamals manns;
þó hann fjörsins þrotna saknl
þá er bjart í minning hans.
Ennþá meðal ungra bræðra
æskuvor hans fyrir ber;
veit hann og um vorið æðra,
í vændum nú sem bráðum er.
Kom þú blessað vorið væna,
vetrar leystu jökulbönd;
kom með skrúðaskikkju græna,
skreyttu okkar hrjósturlönd.
Kom með yl í hvers manns hjarta,
hlýleik allan lífið þarf;
láttu gleðiljósið bjarta
lýsa þjóðar sál og starf.
-♦-
Fæddur ég á frostavori
frosin löngum sá min spor;
en ef klökugt er í spori,
er min hugsjón blómríkt vor.
Þökk mín fagnar þessum degi,
því hann bræðir vetrar hjarn;
ég er raunar ennþá eigi
annað neitt en vorsins barn.
BJÖRN GAMLI