Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1959, Blaðsíða 6
174
LESBÓK MORGUJN BLAÐSINS
Smásagan:
Fólkið á tunglinu
Frásögn, sem vakti fádæma athygli
Þessi mynd fylgdi
greininni upphaf-
lega í „Sun“.
ÞAÐ var einhvern dag í september árið
1835, að í blaðinu „Sun“ í New York
hófst greinaflokkur sem nefndist: „Sir
John Herschel gerir stórkostlegar
stjörnufræðilegar uppgötvanir hjá Góðr
arvonarhöfða“. Greinar þessar komu i
blaðinu í heila viku.
„Sun“ var þá nýlega stofnað og átti
erfitt uppdráttar. En nú brá svo við
þegar er fyrsta greinin kom, að blaðið
rann út. Fólk var sem æðisgengið að
ná í það. Prentað var helmingi meira
af blaðinu heldur en venjulegt var, en
þó hafði hvert einasta eintak verið rif-
ið út áður en kvöld kom. Og næstu
daga þyrptist fólk þúsundum saman að
afgreiðslu blaðsins eldsnemma á
morgnana, til þess að vera öruggt um
að ná í framhald greinarinnar. Og um
það greininni lauk, hafði upplag blaðs-
ins margfaldazt. En það var ekki nóg.
Blaðið varð að sérprenta greinarnar,
og seldi þegar í stað 20.000 eintök af
bæklingnum.
Það var sagt, að greinarnar væri rit-
aðar eftir skýrslu, er birzt hefði i vís-
indatímaritinu „Edinburgh Journal of
Science". Almenningur hafði einhverja
hugmynd um að til væri borg, sem hét
Edinborg. Og Herschel var líklega
eini stjörnufræðingurinn, sem almenn-
ingur hafði heyrt getið, því að blöð-
in höfðu þá um sumarið sagt frá því,
að hann hefði farið með voldugan
stjörnukíki til Suður-Afríku, til þess
að rannsaka himingeiminn. Sagan hlaut
því að vera sönn. Hitt vissi auðvitað
enginn, að tímaritið „Edinburgh
Journal of Science" hafði hætt að koma
út nokkrum árum áður.
----o------
En hvernig var þá sagan?
Hún byrjaði að segja frá því að
Herschel hefði farið til Suður-Afríku
með þá voldugustu stjörnusjá, sem til
væn í heiminum. Frá Höfðaborg hefði
hann svo með aðstoð margra Búa flutt
stjörnusjána á uxavögnum langt norð-
ur í land, komið henni þar fyrir og
síðan tekið að rannsaka himinhvelið.
Þennan stað valdi hann vegna þess, að
hvergi er jafn stjörnubert og þar.
Aðstoðarmaður hans var kallaður dr.
Andrew Grant, og hann hefði skýrt svo
frá, að uppgötvanir þeirra væri hinar
allra stórkostlegustu. Meðal annars
hefði stjömusjáin reynzt svo vel, að
tunglið sýndist ekki nema í svo sem
50 faðma fjarlægð. Þar sæist því allt
glögglega og þeir hefðu séð að tunglið
er byggt lifandi verum.
Það var aðfaranótt 10. janúar 1835
að þeir beindu stjörnusjánni fyrst að
tunglinu. Þá var heiðskírt loft og feg-
ursta veður. Og þeir urðu þegar undr-
andi út af því sem þeir sáu.
Það var nú síður en svo að tunglið
væri ein eyðimörk. Þar var allt um-
vafið fegursta gróðri og skrautblóm-
um. Svo sáu þeir beinar raðir af trjám,
en að baki risu há fjöll og spegluðust
í því fegursta vatni, sem þeir höfðu
nokkru sinni litið. Við bakkana var
hvítur sandur, ea háir klettar úr græn-
um marmara luktu um vatnið og fram
af þeim fellu skínandi fossar. Vatnið
var fagurblátt eins og útsær.
Nú beindu þeir sjónaukanum í aðra
átt og sáu þá grænar sléttur og mesta
fjölda ferfættra dýra þar á beit. Þessi
dýr voru einna líkust villinautum, en
þó talsvert minni, og það var einkenni-
legt að þau voru með leðurskýlu niður
fyrir augun, og gátu lyft henni með
því að hreyfa eyrun. Og svo reyndist
síðar, að flest dýr þar höfðu slíka skýlu.
Næst sáu þeir geithafur mikinn.
Hann var með skegg og eitt horn upp
úr hausnum. Geitumar voru aftur á
móti kollóttar og skegglausar, en með
miklu lengri rófu.
Svo komust þeir í kynni við fleiri
dýr. Þar voru lítil sebradýr, hreindýr,
elgir og svo glæsilegar sauðkindur, að
fjárbændurnir í Leicestershire mundu
hafa orðið grænir af ágirnd, ef þeir
hefði séð þær. Þá sáu þeir undarlega
skepnu, sem mest líktist ameríska
bjórnum, nema hvað hann var hala-
laus, gekk uppréttur á tveimur fótum
og bar börn sín í fanginu. Þessar skepn-
ur gerðu sér kofa, sem voru miklu