Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1959, Blaðsíða 8
17$
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Bjarni M. Gislason:
Lýðskólarnir dönsku
og íslenzku handritin
1 ,J10JSKOLEBLADET“ í Danmörku 13. marz sl. er þess getiö
í smágrem, aö hljótt hafi veriö um íslenzku handritin aö undan-
förnu. En blaöiö lætur á sér skilja, aö þögnin búi yfir vaxandi
áhrifum þeirra manna, sem berjast fyrir aö Islandi veröi skilaö
handritunum. Nefnir blaöiö l því sambandi sérstáklega Bent A.
Krch ritstjóra og Bjarna M. Gíslason rithöfund. 1 þvi sambandi
er vert aö minnast þess, sem Bjarni skrifaöi í Morgunblaöiö 14-
október 1954: „lslenzka þjóöin getur fagnaö því, aö hugsjóna-
menn lýöskóláhreyfingarinnar dönsku hafa tekiö handritamáliö
aö sér. Þótt mest hafi borið á afturhaldssömum háskólaprófessor-
um hingaö til, er ég ekki eitt augnáblik í vafa um þaö, aö lýö-
skólamennirnir aö síöustu ráöa úrslitunum, því hugsjónir þeirra
eru í nánustu tengslum viö hjartalag dönsku þjóöarinnar." Meö
þetta fyrir augum höfum vér beöiö Bjarna um, aö skýra dálítiö
frá lýöskólunum dönsku í sambandi viö handritin, og fer grein
hans hér á eftir.
LÝÐSKÓLAHUGMYNDIN er
komin frá hinu andlega stórmenni
Nikulai Grundtvig, oftast nær
aSeins kallaður síðara nafn-
inu. Hann er fæddur 8. september
1783, lifði undir stjórn fimm kon-
unga og dó með pennann í hendi
sér 2. september 1872. Hann hafði
sterkari áhrif á danskt þjóðlíf en
nokkur annar Dani fyr eða síðar,
eða eins og Matthías kemst að orði:
Enginn dró á danskri tungu
dýpri tón úr hreinni sál;
í hans hjarta hörpur sungu
heilla þjóða Dvalins mál."
Það væri hægt að tilfæra marga
•tburði, ljóð og sögur frá seinni
hluta 19. aldarinnar og allt fram á
vora daga, sem sýna áhrif Grundt-
vigs á þjóðlíf Dana. Vitandi eða
6sjálfrátt komu fram erindrekar
lífsskoðana hans, en merkasta
vtkningin birtist í starfsemi lýð-
skólahreyfingarinnar. Fyrsti lýð-
skólinn var settur á stofn 1844 í
Rödding í Suður-Jótlandi, og stofn-
un hans var bein afleiðing hinnar
sterku þjóðernisvakningar, sem í
þessum landshluta andæfði gegn
þýzkum áhrifum, en þau færðust
mjög í vöxt eftir 1830, enda lögðu
þeir seinna Suður-Jótland undir
sig með sverði, og stýrðu því síðan
með fullu tillitsleysi til danskrar
tungu og menningar til 1920.
Stofnun lýðskólans í Rödding
eiga Danir að þakka Christian Flor,
manni af norskum ættum, sem var
prófessor við háskólann í Kiel. Flor
var ekki einungis ákaflega hrifinn
af lífsstefnu Grandtvigs, hann var
einnig undir sterkum áhrifum af
skáldinu Adam Oehlenschláger,
sem vakti skilning Flors á skáld-
listinni í þágu frjálsrar upplýsingar
og lærdóms. Lýðskólinn er þannig
í og með barn rómantísku stefn-
Bjarni M. Gíslason
unnar, og ber kennsluaðferðin því
vitni, þar sem áherzla er lögð á að
vekja ást á tungunni og treysta
böndin við ættjörðina með rækt við
fornar sagnir um ættarkjarna kyn-
stofnsins.
Lýðskólinn í Rödding náði þó
ekki fullum vexti á þessu tímabili.
Eftir 1864, þegar Suður-Jótland
komst undir Þýzkaland, létu Þjóð-
verjar loka skólanum. Hann varð
því úr sögunni um hríð, en lýð-
skólahreyfingin danska var ekki til
loka leidd þótt Þjóðverjar fengi
vald yfir Suður-Jótlandi. Lands-
missirinn blés bara að glæðunum,
svo að af þeim varð mikið bál.
Lýðskólahreyfingin fékk á næstu
árum eftirtektarverða fulltrúa, sem
börðust fyrir þjóðlegri vakningu,
og lýðskólar spruttu upp í öllum
sveitum Danmerkur. í fararbroddi
var merkilegur fjónskur skólamað-
ur, Christen Kold, sem fremur
öðrum sannaði með kennsluaðferð
sinni, að frjáls, munnleg fræðsla,
sem veitir þekkingu á sögunni og
þjóðfélaginu, er betra meðal til að
skapa þegnskap og félagslund en
dauður skyldulærdómur. Hann
hafði sinn skóla í Ryslinge á Fjóni,
en í stað lýðskólans í Rödding, sem
Þjóðverjar hertóku með Suður-