Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1959, Blaðsíða 9
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
177
Jótlandi, voru lagðir hyrningar-
steinar að nýum skóla nálægt
landamærunum, og þar stendur nú
Askov Höjskole, sem síðan hefur
verið merkasti lýðskóli Norður-
landa.
Frá lýðskólanum í Askov eru
komnir allir mætustu menn hinnar
grundtvigsku fræðistefnu, en ekki
skal ég þreyta lesendur mína á því
að rekja nöfn þeirra og allra lýð-
skólanna í Danmörku. Eg skal að-
eins nefna, að lýðskólarnir eru nú
um 50 að tölu og auk þeirra nokkru
fleiri unglingaskólar og um 20 land-
búnaðarskólar, sem allir eru
sprottnir upp úr hinni þjóðlegu
vakningu, sem brautryðjendur lýð-
skólahreyfingarinnar stóðu fyrir.
Þó kennslunni sé ekki hagað eins
á öllum þessum skólum, og ólíkar
kröfur á verklega sviðinu útheimti
fjarskyldar námsgreinar, er grund-
völlur uppeldis og fræðslu hinn
sami hjá þeim öllum og beint af-
kvæmi lýðskólahreyfingarinnar.
Lýðskólarnir eru að því leyti
frábrugðnir öðrum skólum, að eng-
in áherzla er lögð á próf, telja þeir
jafnvel próflestur og prófskyldu til
hindrunar andlegum þroska nem-
endanna. Andlegt gildi þessara
skóla er fólgið í persónuleikanum,
andlegri reynslu og víðsýni kenn-
arans, fremur en bókstafsbundn-
um lærdómi hans. Kennarinn verð-
ur að gerast förunautur nemand-
ans og sálufélagi til að finna vor-
leysinguna og vaxtarskilyrðin í
brjósti hans, og geta hagað orðum
sínum sem bezt eftir viðkvæmu og
auðugu tilfinningalífi æskunnar.
Auðvitað geta kennararnir verið
misjafnir, en yfirleitt hefur danski
lýðskólinn átt því láni að fagna að
eignast marga hæfileikamenn, sem
með frábærri mælsku vöktu áhuga
nemendanna fyrir sögu þjóðar
sinnar og ást þeirra á tungunni. En
þó fyrirlestarnir séu aðalatriðið í
kennslunni, nokkurs konar safngler
Grundtvig
orðsins, sem á að vekja andlegan
áhuga nemandans, eru margvísleg
hagnýt fræði einnig á dagskránni 1
samræmi við breyttar kröfur tím-
ans. En það er bara ekki krafizt
neins prófskírteinis af nemendun-
um. —
Auðvitað hefur lýðskólakennslan
á öllum tímum orðið fyrir mikilli
og margvíslegri gagnrýni. Um skól-
ana hefur verið ritað bæði af óvild
og velvilja, og er enn. En þó illa
aldar eða ofaldar árásarkýr gagn-
rýninnar gleypi stundum hver
aðra, þá er þó hið sívaxandi auga
umvöndunarinnar á sína vísu dóm-
ur þjóðarinnar um hæfileika kenn-
aranna. Eins og fyr er sagt stendur
og fellur lýðskólastefnan með per-
sónulegu atgerfi þeirra. Og koml
það fyrir að einhver reyni að reka
lýðskóla með gagnlausu rabbi og
skemmtunum einum, þá leiðir það
af sér, að þangað sækja engir nem-
endur. Þegar þroskaðir unglingar
leita sér menntunar af frjálsum
vilja og hafa kannski safnað aur-
um til þess í mörg ár, óska þeir
ekki eftir að eyða tímanum í hé-
góma.
Starf lýðskólanna er almennt
viðurkennt í Danmörku og víða um
Norðurlönd og nýtur það svo mik-
illar virðingar, að á seinni árum
eru haldin námskeið á þessum
skólum fyrir háskólastúdenta, bein-
línis með það fyrir augum að
frjóvga og örva hugsun þeirra og
koma þeim í lifandi snertingu við
þá menningarstrauma sem bærast
með þjóðinni utan háskólamúr-
anna. Hið sérkennilega við nám-
skeið þessi er kannske það, að það
eru prófessorarnir sjálfir sem leita
þangað með nemendahópa sína, og
hafa samvinnu við lýðskólamenn-
ina um fræðsluna sem þar fer
fram, en ekki svo að skilja, að lýð-
skólarnir hafi sérstaklega borið sig
eftir þessari samvinnu. Hitt er aug-
Ijóst, að í þessu liggur stórkostleg
viðurkenning á starfsháttum lýð-
skólanna.
Stjórnendur lýðskólanna og