Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1959, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1959, Page 1
XXXIV. árg. 31. tbl. Sunnudagur 18. október 1959 Sá hét Bjarni Eyólfsson Letursteinn hjá Stóra Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd Stóra Knarrarnes, vestra íbúðarhúsið og heimreiðin. í kverkinni þar sem grjót- garðarnir mætast, er letursteinninn. Lengst til hægri á miðri myndinni sér á leifar gömlu torfbæanna. Þ A Ð var í vor sem leið, að eg þurfti á ýmsum upplýsingum að/ halda viðvíkjandi Vatnsleysuströnd og Vogum. Var mér þá vísað á Benjamín Halldórsson sem hinn fjölfróðasta mann í þeim efnum. Mér var sagt að hann hefði átt heima á þessum slóðum um fjölda ára, en er aldur færðist yfir hann, hefði hann tíðum setið í Þjóð- skjalasafni til þess að grafa upp ýmiskonar fróðleik um byggðirnar þarna suður með sjó. Nú var svo komið, að Benjamín var mjög þrotinn að heilsu og kröftum og gat því ekki gengið lengur að fræðistörfum sínum. Hann var „seztur í helgan stein“ eða með öðrum orðum orðinn vist- maður á Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra sjómanna. Og þar hitti eg hann á herbergi 402. Hann er þar einn, en oft er gestkvæmt hjá hon- um, því að mörgum vistmanni þykir gaman að spjalla við hann, enda er hann glaður og hress í við- móti og heldur óskertu minni, þrátt fyrir háan aldur. Hann er maður fjölfróður og segir vel frá og sJdl- merkilega. Er slíkt höfuðkostur allra sögumanna. Þetta var sunnudag í júní. Úti var suddarigning og engin hress- ing í því að fara út úr bænum. En þarna naut eg sólskinsstundar á herbergi 402, við að hlusta á frá- sagnir Benjamíns af mönnum og málefnum, staðháttum og atvinnu- háttuxo, «tburðum og fyrirbæruœ; því að yfir öllu hvíldi heiðríkja minninganna. Og það er á við gott ferðalag að skreppa með góðum sögumönnum dálítið aftur í tím- ann. Margt bar á góma og margs þurfti eg að spyrja. En svarið við einni spurningunni hefir orðið mér talsverð tímatöf í sumar. Eg spurði hvort nokkrar forn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.