Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1959, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1959, Síða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 459 Eftir nokkurra klukkustunda basl varð eg því að gefast upp. En þá kom mér til hugar að vera mætti að unnt væri að ná skófun- um af steininum á auðveldari hátt, og án þess að skemma letrið. Mundi ekki vera hægt að drepa skófirnar svo að þær flögnuðu sjálfar af steininum? Eg fór því til heima- fólks og bað það að gera mér þann greiða að bera steinolíu á leturflöt- inn nokkrum sinnum. Og að fengnu loforði um það, hvarf eg svo frá að sinni. o----O----o Þegar heim kom fór eg að Kugsa um hvort ekki mundi hægt að hafa upp á þeim Bjarna Eyólfssyni, sem átti heima í Knarrarnesi um 1700. Eg fór í manntalið 1703 og þar stóð um heimilisfólk í Stóra Knarrar- nesi: Bjarni Eyólfsson ábúandi, 57 ára. Védís Eyólfsdóttir, kona hans, 57 ára, Eyólfur Bjarnason, sonur þeirra, 26 ára, Ingiríður Bjarna- dóttir, dóttii þeirra, 23 ára, Þórdís Bjarnadóttir, dóttir þeirra, 20 ára. Þarna var þá fundinn þessi Bjarni Eyólfsson, sem steinninn nefndi. Á manntalinu mátti og sjá, að Bjarni hafði verið einn af fimm mönnum, sem manntalið tóku. Hin- ir voru Gísli Ólafsson í Ytri Njarð- vík, 47 ára, Eyólfur Árnason á Brunnastöðum, 55 ára, Rafn Gríms- son á Auðnum, 37 ára, og Jón Árnason í Flekkuvík, 37 ára. Rit- uðu þeir allir undir „með eigin hendi“. Á Jarðabókinni sést að þá hefir verið einbýli á Stóra Knarrarnesi og hefir Bjarni haft alla jörðina undir. Um búskap hans segir þar svo: .... Voru húsin öldungis niður- nídd þá ábúandinn til jarðarinnar kom, og eru enn nokkur þar af hrörleg, sem ábúandi til nálægrar stundar ei hefir kunnað upp að byggja sökum viðaleysis, þar um- boðsmaCurinn Páll Beyer hjá sér vikið hefir frekari viðu þar til að leggja. Leigukúgildi eru þrjú og upp- yngir þau ábúandinn. Kvaðir: mannslán á vertíð; hefir sami mannlánsmaður til þess í fyrra ró- ið á helmingaskipi þar heima, en næst liðna vertíð var manninum skipað niður á Húsatóttum á kóngs- skip í Grindavík. — Tveir hríshest- ar, sem greiðast með 2 fjórðungum fiska í kaupstað. Tveir dagslættir heim til Bessastaða heimtir árlega, en stundum hefir ábúandinn ekki goldið nema einn dagslátt af gagn- legum manni, þeim er um daginn upp vann fimm alna tún, og hefir ábúandinn ekki fyrir það tiltali mætt. Kvikfénaður 4 kýr, 1 kvíga tvæ- vetur, 1 kálfur, 2 ær, 1 gimbur vet- urgömul, 6 lömb, 1 hestur, 1 hross. Fóðrast kann 3 kýr og bjarga hesti sínum. * Tún fordjarfast árlega af sjávar- gangi og stöðutjörnum þeim, sem innan garðs liggja og það svo frekt, að gamlir menn minnast til þar hafi fóðrast 10 kýr og 1 griðungur, og nú eru þau svo spillt, að ekki fóðrast meira en áður er sagt. Þar með blæs upp árlega stórgrýti í túninu. Engjar eru engar. Úthagar nær engir sumar og vetur utan fjaran. Vatnsból er 1 lakasta máta og þrýtur bæði sumar og vetur til stórmeina, neyðast menn þá til að bræða snjó, eða sækja vatn til ann- arra jarða. — Landskuld er 1 hndr. og 5 al., betalast með 6 vættum og 2 fjórðungum fiska í kaupstað. Heimræði ánð um kring og lending sæmileg. o------O---o Þannig hefir þá búskapur Bjarna þessa verið, og ef miðað er við kvikfjáreign, þá hefir hann ekki verið beisinn. En þess verður að gæta að bændur þarna treystu lí+.t á landbúskap á þeim árum. Þeir höfðu ekki fleira sauðfé en svo, að þeir fengi ull til nauðsynlegasta tóskapar. Hér var eingöngu treyst á sjóinn. En það sem segir um mannslán á vertíð, þarfnast frek- ari skýringar. Um þessar mundir voru konungsbátar svo úr sér gengnir, að þeim var ekki fleyt- andi. Þá fundu Bessastaðamenn upp á því, að neyða bændur til þess að leigja sér hálfan bát í orði kveðnu. Leigur guldust illa eða ekki, en Bessastaðamenn heimtuðu helming þess afla er báturinn fekk. Þetta þótti bændum hart aðgöngu og tóku að kurra, en Bjarni mun fyrstur hafa tekið þvert fyrir að Ijá Bessastaðamönnum bát, er hann hafði fengið nokkra reynslu af þeim viðskiftum. En þá svöruðu Bessastaðamenn með því, að senda til Grindavíkur mann þann, er hann var skyldugur að ljá þeim á vertíð. Með þessu tfar Bjarna gert óhagræði mikið, fyrst með því að þurfa að gera út manninn í aðra sveit, og síðan að sækja hlut hans langar leiðir. Mun þetta bragð Bessastaðamanna hafa orðið til þess, að hinir bændurnir þorðu ekki að kurra, og höfðu svo Bessa- staðamenn báta þeirra að hálfu eftir vild. o----O----o Nú skal hverfa að steininum aftur. Langur tími leið þar til eg kom aftur að Knarrarnesi, en þá hafði fólkið þar gert eins og eg bað, að bera steinolíu á steininn nokkrum sinnum. Eg vætti hann nú enn rækilega úr st^inolíu, og nú fann eg að breyting var orðin á skófunum. Þær voru ekki jafn harðar og áður og flögnuðu nú jafnvel af. En niðri í stöfunum voru þær líkt og moldarkenndar og á meðan steinninn var blautur mÁtiíl jaínvel greina stafina af því

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.