Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1959, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1959, Side 6
462 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þorsteinn Jónsson, Úlfsstöðum: Draumaskýring Freuds og önnur Seinni legsteinninn (og ef til vill báðir) mun líklega höggv- inn á þeim árum sem Bjarni bjó í Krýsuvík. Haii hann höggvið steinana, þá eru all- ar líkur til þess að hann hafi gert það heima og tekið steinana úr Krýsivíkurlandi. Jarðfræðingar gæti ef til vill skorið úr því hvar efnið í legsteinana hefir verið tek- ið, og þar með leyzt þá gátu, hvort þeir muni vera úr Krýsivíkurlandi. o---------------O-----o Þegar fengist er við forna menn, þá er óhjákvæmilegt að koma ineð ýmsar getgátur, er styðjast við meiri og minni líkur. Og hér hefir verið komið með nokkrar getgát- ur. En einni verður þó að bæta við enn. Um ætt Bjarna er ekkert vitað, og hinn ættfróði maður Hannes Þorsteinsson leiðir hann alveg hjá sér. En mundi Bjarni ekki hafa verið sonur Eyólfs lögréttumanns Jónssonar á Brunnastöðum? Að vísu erum við þó litlu nær, því að ætt Eyólfs er óþekkt segir Einar Bjarnason í Lögréttumannatali. En hafi Bjarni verið sonur hans, hefir hann verið bróðir séra Sigurðar, sem var á Kálfatjörn 1670—1689, en hafði þá brauðaskifti við séra Odd Árnason í Arnarbæli. Þetta gæti staðizt tímans vegna. Séra Sigurður er talinn fæddur 1643, en Bjarni var fæddur 1646. (Sigurður J. Árness ættfræðing- ur telur að Eyólfur lögréttumaður á Brunnastöðum hafi verið sonur Jóns á Stafnesi, Gíslasonar prests á Stað í Grindavík — d. í ágúst 1656, þá um áttrætt — Bjarnason- ar prests á Ásum í Skaftártungu, Gíslasonar. — Þess má og geta, að árið 1681 bjuggu á Brunnastöðum bræður tveir, Björn og Jón Eyólfs- synir og mættu þeir vera synir Eyólfs lögréttumanns Jónssonar. Sonur Eyólfs er og talinn Egiil, faðir Eyólfs, föður Sæmundar á I. í SKÍRNI frá 1955 las ég nýlega alllanga ritgerð um hinn kunna sálfræðing, Sigmund Freud, og er han/i þar sem vísindamaður talinn koma næst á eftir þeim Kopernik- usi og Darwin. Nú fer því að vísu fjarri, að ég hafi nokkra löngun til að gera minna úr þessum fræga manni en efni standa til. En um hitt er ég þó ekki í neinum efa, að mikið hafi hann skort á við þá vísindasnillinga, sem greinar- höfundur líkti honum við, og ska! hér færa nokkur rök að því. Eins og greinarhöfundur, Yngvi Jóhannesson, tekur fram, þá er það eitt höfuðafrek Freuds, sem talið var, að hann hafi komizt að hinu rétta um eðli draumanna. Kenndi hann það, að í svefni ætti sér stað nokkurs konar afturkast vökulífs- ins. Eins og kunnugt er, þá er kenning hans sú, að í vökunni væri maður sí og æ að berja og bæía niður hinar ósiðlegu kynhvatir sín- ar, en að í svefninum verði á þessu nokkurt hlé, svo að þá gægistþessar hvatir fram og veki eða búi mönn- Kalmanstjörn, föður Jóns á Járn- gerðarstöðum, föður Sæmundar, föður Bjarna fiskifræðings). Mundi nokkur steinn hafa verið settur á leiði Eyólfs Jónssonar lög- réttumanns í Kálfatjarnarkirkju- garði, ef sonur hans hefði ekki ver- ið leikinn í þeirri list að höggva stein? Á. Ó. um til drauma þeirra. En þó að ég ætli ekki að fara að neita því, að með athugun á draumum megi komast að ýmsu um sjálfan dreym- andann, þá er fyrst við þessa skýr- ingu að athuga, að hún sýnir ein- mitt ekki, hvernig draumar verða til. Að gera sér grein fyrir raun- veruleik draumanna, er að gera sér grein fyrir því, að þeir eru fyrst og fremst sýnir og atburðir, en ekki hugsanir um sýnir og atburði. Og þetta, hvernig hinar niðurbældu hvatir ásamt „óvitund" mannsins, sem Yngvi Jóhannesson nefnir svo fá skapað mönnum slíkt í svefnin- um, það hefir Freud ekki skýrt á neinn ljósan og raunverulegan hátt. Til þess að geta staðhæft, að draumar, og þá auðvitað fyrst og fremst sýnir og atburðir draum- anna, verði til af hinum niður- bældu hvötum, hefði Freud þurft að sýna fram á það fyrst, að mögu- leikar til slíkrar myndsköpunar væru til í mannsvitundinni. Til þess að geta staðhæft, að sofandi maður skapi sér sýnir og atburði á líkan hátt og fyrir hann ber í vöku, hefði Freud fyrst þurft að gera sér Ijóst, að slíkir möguleik- ar væru til hjá hinum vakandi manni. En það er nú einmitt nokk- uð, sem ekki er. Hvað sem hver segir, þá getur hinn vakandi mað- ur ekki látið sig sjá það, sem hann aðeins hugsar um eða reynir að kalla fram í endurminningu. Að hugsa um hlut getur aldrei orðið hið sama og að horfa á hann, og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.