Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1959, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1959, Side 12
468 LESBÓK MORGTJNBLAÐSINS átt sér stað á þessari jörð. Má þar einkum nefna það, þegar menn vita sig í svefninum hafa séð önn- ur stjörnumerki á himni en séð verða héðan, eða þá sól og tungl með óvanalegum hætti. Og birta samræmisins er falin í því, hve hvort tveggja ber hér að sama brunni. Hinar síðast töldu stað- reyndir draumanna og svefnmögn- unin þurfa nokkurn veginn jafnt á því að halda, að sambandið sé út fyrir jörðina og þá auðvitað við lífheima annarra hnatta. Þetta, sem með lífssambandinu veitist, svefn- hvíldin og hafningin, sem forðum átti sér stað frá ólífi til lífs, kemst ekki af með minna, en að það sam- band sé heimssamband. Og enn kemur hér eitt, sem alls ekki verð- ur skýrt út frá kenningu Freuds eða nokkurs annars fyrir daga Helga Pjturss. Vitnist manni eitt- hvað, sem hann sjálfur gat ekki hafa aflað sér vitneskju um og eng- inn á þessari jörð, vitnist honum það í svefni, og reyndar hvort sem hann var sofandi eða vakandi, þá bendir það ákveðið til sambanda út fyrir jörðina. Þar getur ekki verið um að villast, að vitneskja hlýtur annað hvort að vera fund- in af sjálfum manni eða hún er þegin af öðrum, og meira en mann- leg vitneskja getur þá naumast verið komin nema frá íbúum ann- ara hnatta. Á öðrum hnöttum eru hinir einu staðir, hinir einu tilveru- möguleikar, sem vitað er af fyrir utan jörðina. V. Eins og ég gat um hér í upphafi, þá taldi Yngvi Jóhannesson Sig- mund Freud sem vísindamann koma næst á eftir þeim Kopernik- usi og Darwin, og býst ég við, að íslenzkum menntamönnum þyki slíkt nær sanni en ef sagt væri á sama hátt um Helga Pjeturss Einskis hafa íslenzkir lærdóms menn gætt eins vel og þess að ganga þegjandi fram hjá þessum kenningum dr. Helga, sem lesa má um í Nýalsritum hans. Að vísu er ekki alveg lokað fyrir það, að einn eða annar minnist þess, að Helgi hafi verið góður námsmaður í skóla, að hann hafi gert merkilegar athuganir varðandi íslenzka jarð- fræði og að hann hafi skrifað gott mál. En þegar minnst er á heim- speki hans eða niðurstöður um eðli svefns og drauma, þá er engu lík- ara en að þessir miklu menn fari hjá sér og verði hræddir. En þó er raunverleikinn sannarlega sá, að þar er sízt ástæða til að hræðast. Það sem Helgi Pjturss er að boða í Nýal sínum, miðar alls ekki að því að niðra eða gera lítið úr mönn- um. Það sem þar er verið að boða. er framar öllu leiðin til sátta og samræmis. Hvergi er fremur en i ritum Helga Pjeturss boðuð góð- vild og mildi, hvergi fremur en þar boðuð trúin á að leita sannleiks og fegurðar. Og horfi maður nú á þessar kenningar hans út frá þvi sem bezt hefir verið hugsað og skilið í vísindum, þá koma þær þar sem hið eðlilegasta framhald. — Kenning Freuds leitar ekki út fyrir jörðina og jafnvel ekki, nema þá óbeinlínis, út fyrir einstakling- inn sjálfan. Freud gerði ekki nem- ar nýar sambandsuppgötvanir, og kenning hans byggist engan veginr. á því, sem bezt hefir verið skilið í heimsfræði. Ég efast jafnvel um að hún byggist að nokkru sann- verulegu leyti á því, sem bezt hef- ir verið skilið varðandi líffræði. En á þessu hvort tveggja byggist hin nýalska kenning alveg sérstak- lega. Uppgötvun draumsambands- ins er þar að vísu höfuðundirstaða En án hins hefði hún þó ekki get- að komið fram. Til þess, að kenn- ing Nýals gæti komið fram, varð Kopernikus að hafa áttað sig á sól- hverfinu, Brúnó á mikiUeik heims- ins, Newton á sambandi hnattanna og Lamark og Darwin á lífsþró uninni. Og enn mætti hér nefna hina mjög merkilegu uppgötvun þess, að t. d. mannlegir einstakl- ingar eru byggðir upp af enn öðr- um einstaklingum, frumunum. Og nú vil ég að endingu biðja þá, sem þetta lesa, að prófa raunveruleik þess, sem hér var haldið fram um draumana. Gætið að draumsýnum ykkar. Gætið að því, hvort ekki var í rauninni eitthvað með ó- vanalegum hætti, þegar ykkur dreymdi heimili ykkar eða annað, sem þið þekkið. Og enn vil ég biðja ykkur að gæta að ýmsu, sem ekki hefir hér verið vikið að. Þannig vil ég biðja ykkur að gæta að því, hvort þið verðið aldrei vör við, að þið í svefninum áttuð minn- ingar um eitthvað, sem þið engar minningar eigið um í vökunni, því að þar væri enn ein sönnunin fyr- ir sambandseðli svefnsins. — Freud kenndi það, að í vitundinni, eða undir henni, væri djúp ómeðvit- aðra hugrenninga og minninga, og mun þó hitt vera sönnu nær, að flestir geti gert sér ljóst, hvaða minningar gætu þar verið geymd- ar. Raunveruleikinn er, að fyrir flestum er ekki um það að villast, hvað eru hvers eigin minningar og hvað ekki. Og svo að ég víki enn að því, sem varðar byrjun þess að komist varð á þessa skilnings- braut lifsambandsins, þá má það heita mikil sönnun fyrir raunveru- leik draumskynjananna, að stund- um á sér stað, að menn muna ekki fyrir víst, hvort þá dreymdi eitt- hvað eða það átti sér stað í vöku Um það, sem maður hefði aðeins hugsað sér, mundi slíkt naumast eiga sér stað. Því blandar held ég enginn saman við það, sem raun- verulega hefir gerzt. Þorsteinn Jónsson á Úlfsstööum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.