Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1959, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1959, Síða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 469 Smásagan; BROTNAR í SUÐVESTUR Afríku, sem einu sinni var þýzk nýlenda, er lítið þorp, sem heitir Maltahohe. Þar er aðeins ein krá, og í hyllunum þar standa fimm brotnar flöskur og rykugar. En á spjaldi fyrir ofan þær er letrað bæði á ensku og þýzku: „Til minningar um Hansheinrich von Wolf barún“. Hver gestur, sem kemur þarna, spyr auðvitað gestgjafann: „Hver var Wolf barún? Og til hvers eru þessar brotnu flöskur?“ „Hefirðu séð Duwisib höllina?“ spyr gestgjafinn þá. Nei, ferðamaðurinn hefir ekki far- ið víða hér um nágrennið, honum finnst landið óviðfeldið og hitinn óþolandi. „Það er merkileg saga um höllina, barúninn og brotnu flöskurnar", segir gestgjafinn þá, en gerir sig ekki líkleg- an til að segja þá sögu. Ferðamaðurirm kaupir þá annan drykk handa sér og veitir gestgjafanum líka, og þá segir hann söguna, þessa einu sögu sem nokkuru sinni hefir gerzt í Maita- hohe.------- Það var árið 1904. Þjóðverjar áttu pá í brösum við Hereroa og Hottentotta. Þá var Wolf barún stórskotaliðsforingi í þýzka setuliðinu. Hann var drykk- feldur og þrætugjarn, og þess vegna var hann sendur hingað til þess að berjast við Hottentottana. Þjóðverjar höfðu þá gott vígi hér, og í því voru tvær fallbyssur og margra mánaða vistir. Vígið mátti því kallast óvinnandi, en barúninum varð á sú yfirsjón, að gera of lítið úr hyggjuviti Hottentotta. Undirforingi hans varaði hann við, sagði að Hott- entotta-þjónar foringjans væri ótryggir og njósnuðu fyrir þjóðflokk sinn. En barúninn varð reiður og sagði að Hott- entottar hefði ekkert vit í kollinum. Viku seinna réðust Hottentottar á vígið. Þjónarnir opnuðu það fyrir þeim, og þarna brytjuðu þeir niður flesta setuliðsmennina. Barún Wulf komst þó undan og nokkrir menn með hon- um. Barúninn var nú tekinn fastur og honum mundi hafa verið stefnt fyrir herrétt, eí hann hefði ekki átt að vold- FLÖSKUR uga ættingja. En hann var sendur heim, sviftur tign og heiðursmerkjurn og mannorði. Settist hann þá að hjá konu sinni, Yeta, í ættarhöll sinni í Dresden. Yeta var dóttir miljónamærings i Bandaríkjunum, sem einu sinni hafði verið konsúll í Dresden. í hennar aug- um var Hansheinrich hetja, og hún var honum trú, hvað sem á gekk. Næstu árin fóru engar sögur af þeim, nema hvað hann drakk og drabbaði og var kominn vel á veg að verða ólæknandi áfengissjúklingur. En svo var það seint á árinu 190(3, að þau hjónin komu til Maltahohe, öll- um að óvörum. Barúninn keypti þá bóndabýli skammt frá víginu, þar sern hann hafði beðið ósigur sinn. Nú var uppreisn Hottentotta lokið, og hann þurfti ekki að óttast þá. Eitthvað mánuði seinna brá íbúum Maltahohe í brún, er þar fóru um tuttugu og sex vagnar.hlaðnir bygg- ingarefni og verkfærum, og heldu rak- leitt til bóndabýlisins. Og ekki varð undrunin minni, er ítalskur steinsmið- ur og sænskur byggingameistari komu þangað nokkrum dögum seinna. Brátt varð mönnum þó Ijóst, að bar- úninn ætlaði að reisa þarna höll, í líkingu við gömlu hallirnar hjá Rín, víggirta og með turnum. Nú var unnið að byggingunni í tvó ár, og þessir tuttugu og sex flutninga- vagnar fóru margar ferðir þar á milli og strandarinnar, en sú vegarlengd ar um 300 km. Þeir fluttu ekki aðeins byggingarefni, heldur einnig dýrindis húsgögn, málverk og ótal listmuni. Menn brutu heilann mikið um það, hvað barúninn mundi ætlast fyrir, að reisa höll hér inni i auðnum Afríku. Nokkrir kunningjar hans komu líka að heimsækja hann, og þeir spurðu hvort hann væri að reisa minnismerki um ósigur sinn. En engar skýringar feng- ust hjá barúninum, nema hvað hann sagðist vera að endurreisa hér höll ætt- ar sinnar. Allir vissu hvaðan hann fekk pen- inga til þessa. Það var frúin, sem sá um fjármálin. Hún átti mikið lausaíé, en auk þess fékk hún 15.000 sterlings- pund á hverju ári hjá föður sínum. En barúninn átti ekki neitt, nema hvað hann fékk ofurlítil eftirlaun. Nú segja menn að höllin muni hafa kostað um 50.000 sterlingspund, en húsgögn og skrautmunir varla minna en 100.000 sterlingspund. Það getur skeð að þetta sé orðum aukið. Þau barúnshjónin fluttust í höllina á öndverðu árinu 1909, og fengu þá sex þjóna frá Þýzkalandi, en auk þess höfðu þau margt innlent verkafólk, þó enga Hottentotta. Það hefir verið ævintýralegt að búa í slíkri höll, lengst inni í auðnum Afríku. Barúninn hugsaði mest um að afla sér nægra vinfanga og af beztu tegundum. Þó var hann ekki iðjulaus. Fyrir fé konu sinnar keypti hann marg- ar sauðkindur, kýr og hesta. Og árið 1912 var sagt að hann ætti bezta fjár- stofninn af merinókyni, sem til væri I Afríku. Það brást aldrei, að hinn 27. hvers mánaðar, kom barúninn ríðandi til Maltahohe og helt rakleitt til knæp- unnar. Þar drakk hann nokkur glös af sterkum drykkjum, og síðan þreif hann upp marghleypu sína og skaut í mjöl fimm flöskur í hyllunum. En með sjötta skotinu molaði hann lampann í veitingakránni. Þarna var þá þýzkur veitingamaður, sem Schenk hét. Hann var vanur að bæta þessum brotnu flöskum og lamp- anum á reikning barúnsins. Ef barún- inn helt þá að vinið úr brotnu flösk- unum væri reiknað hærra verði en sanngjamt var, hlóð hann marghleypu sína að nýu og hótaði að skjóta væit- ingamanninn. En ef honum sýndist reikningurinn réttur, borgaði hann út í hönd og reið svo heim til hallar- innar. Svo var það einu sinni, er hann hafðl skotið fimm flöskur, að hann bað veit- ingamanninn að rétta sér brotin. Svo deif hann fingri í löggina, sem eftir var og brá á tungu sér. Svo umturn- aðist hann af bræði og sagði að veit- ingamaður hefði aðeins haft litað vatn á flöskunum. Svo þreif hann til marg- hleypu sinnar og skaut annað eyrað af veitingamanni. Eftir það var hann kall- aður „eineyrði Schenk“. Hann kippti sér ekki upp við þetta, og það var hann sem setti upp spjaldið, sem enn er 1 kránni. Barúninn var fjárhættuspilari, en honum tókst það ekki betur en her-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.