Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1959, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1959, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 471 Grúsk; íslenzk skáld í m. Bersi Skáld-Torfuson hvílir í Rómaborg. SKÁLD-TORFA bjó á Torfustöðum í Miðfirði í þann mund er Ásmundur hærulangur bjó á Bjargi. Sonur hennar hét Bersi og var jafnan kenndur við móður sína og kallaður Skáld-Torfuson. Hann var manna gjörvulegastur, skáld gott og mannkostamaður. Um þær mundir voru margir efnilegir ungir menn í Miðfirði og höfðu þeir knatt- leika með sér á Miðfjarðarvatni. Þá var það að þeir flugust á í illu Grettir Og Auðunn á Auðunnarstöðum. Hafði Auðunn betur og lét kné fylgja kviði. En þá hlupu þeir til Atli bróðir Grettis og Bersi og skildu þá, svo þetta varð óhappalaust að sinni. En það var ekki í seinasta sinn að Bersi bjargaði Gretti. Bersi fór utan og gerðist hirðskáld Sveins jarls Hákonarsonar og honurn handgenginn. Þá kom og Grettir til Noregs og varð honum það að vega þrjá bræður, sem voru vinir Sveiris jarls. Varð jarl mjög reiður og vildi ekki annað en Grettir væri drepinn. Þá gekk Bersi fram og bauð aleigu sína, ef hann vildi láta Gretti vin sinn ná sáttum. „Sýnir þú það jafnan, að þú ert góður drengur", mælti jarl þá, en ekki vildi hann sættast. Þá söfnuðu liði þeir Þorfinnur í Háramarsey og Þorsteinn drómundur bróðir Grettis til þess að verja hann, og gekk Bersi í lið með þeim gegn jarli, og mat þá meira vináttu þeirra Grettis en hylli jarlsins. Það fór nú svo að jarl leyíði Gretti að fara úr landi. En um þá, er veittu Gretti lið segir sagan, að „eng- inn þeirra komst í kærleika við jarl þaðan frá, nema Bersi einn“. Má nokk- uð af því marka hvílíkur maður hann hefir verið. I Nesjaorustu, sem háð var 25. marz 1016, var Bersi í fyrirrúmi á skipi Sveins jarls. „Hann var auðkenndur, hverjum manni vænni og búinn for- kunnar vel að vopnum og klæðurn". En er Sveinn jarl lét undan síga og skipið renndi hjá skipi Ólafs konungs, sá konungur Bersa og kallaði: „Farið heilir, Bersi!“ en hann svaraði: „Verið framandi mold heilir, konungur“. Mun hann þá hafa séð að skipt hafði giftu með þeim jarli og konungi. En að konungur skyldi ávarpa Bersa er til marks um það, að hann hafi borið mjög af öðrum mönnum. Seinna komst Bersi á vald Ólafs kon- ungs og var þá settur í fjötra. Talið er að hann hafi keypt sér grið með því að yrkja flokk um konunginn, en þó gat hann ekki á sér setið að segja í því kvæði, að hann mundi aldrei fylgja „dýrra manni“ en Sveinn jarl var. Gerðist Bersi nú hirðskáld Ólafs kon- ungs og mun honum hafa líkað það vel er fram í sótti og þótt Ólafur kon- ungur „dýr maður“. Þá var og með konungi Sighvatur skáld Þórðarson og tókst vinátta með þeim Bersa. Fór Bersi með Sighvati í kaupferð til Normandí og Englands sumarið 1026, og dvöldust þeir með Knúti ríka í Englandi næsta vetur. Orktu þeir þá báðir um konung, en hann launaði þeim misjafnlega, eins og kemur fram í vísu, er Sighvatur orkti við Bersa: Þér gaf hann mörk eða meira margvitur og hjör bitran gulls — ræður görva öllu goð sjálfur — en mér hálfa. Af þessu mætti ætla, að konungi hafi þótt betra kvæði Bersa, eða þá hitt, að hann hafi metið manninn meira. Kvæði Bersa er glatað. Sighvatur hefir verið dálitið öfundsjúkur, en ekki varð þetta til þess að spilla vinfengi þeirra skáldanna. Sighvatur var ekki með Ólafi kon- ungi þá er hann varð að flýa land, heldur var hann þá á íslandi og mun Bersi hafa farið með honum þangað. Og sumarið 1030 gengu þeir svo báðir suður til Rómaborgar. Segir ekki af för þeirra fyr en þeir voru á heimleið um haustið og voru komnir norður í Mundíufjöll (Alpafjöll). Þar mættu þeir Norðmönnum nokkrum, sem voru á suðurleið, og fréttu þá að Ólafur konungur hefði fallið á Stiklarstöðum þá um sumarið. Þóttu þeim þetta mik- il tíðindi og ill. Segir sagan að Bersi hafi þrútnað af harmi og orðið dreyr- rauður yfirlits. Skilst þetta betur ef menn athuga orð Gríss Sæmingssonar: „Þóttu mér þau mest tíðindi, er eg missti höfðingja míns. Er heit lánar- drottins ást“. Eftir þessi tíðindi vildi Bersi ekki fara til Norðurlanda. Sneri hann þá við og fór til Rómaborgar aftur. Segir sagan að þá er þangað kom, hafi hann gengið inn í Péturskirkjuna og sprung- ið þar af harmi, og sé hann grafina að þeirri kirkju. v

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.