Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1959, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1959, Blaðsíða 3
6 ÍíESBÓK MORGUNBLAÐSINS 571 voru þær ekki boðnar upp með öðru fé okkar. Nú lögðu Færey- ingar á stað og reru norður yfir Seyðisfjarðarflóa og inn á Loð- mundarfjörð. Þeir komu upp undir Miðlendingu niður af Neshjáleigu og ætluðu að taka þar land, en þá sýndist þeim ólendandi. Meðan þeir voru að bræða með sér hvað nú skyldi gera, stekkur önnur gamla sunnlenzka ærin út úr bátn- um hjá þeim og syndir í átt til lands. Úr því að rollan treystir sér til að ná landi, þá munu hinar kindurnar geta gert það líka, hafa Færeyingar víst hugsað því að nú bylta þeir öllum hinum kindunum útbyrðis, og svo skilaði allur hóp- urinn sér á land. Af mér er það að segja, að eg keypti gamlan tjargaðan feræring af Færeyingum. Kallaði eg bátinn „Gamla Svart“ og á honum fórum við Sigurður svo til Brúnavíkur og vorum 6 klukkustundir á leiðinni. NÚ VAR eg kominn til Brúnavík- ur og átti að byrja þar búskap á eigin spýtur, allslaus og heilsubil- aður. Konan var þá líka orðin las- in, svo ekki voru nú horfurnar góð- ar. Við áttum ekki eina krónu í peningum og jörðin var keypt í skuld. Bústofninn var 5 kind- ur og þrevetur kvíga, lítil og hor- uð, en pabbi gaf mér fallegan 5 vetra fola. En auk þessa tók eg 15 ær á leigu og hafði þá 16 ær í kvíum þetta sumar. Og fyrst eftir fráfærur fekk eg 15 lítra af mjólk á dag úr ánum og kvígunni. Eg fekk mér þegar kaupamann og kaupakonu. Það voru hjónaleysi og áttu nokkur börn, sem voru á fóstri hingað og þangað með sveitarstyrk. Þess vegna var for- eldrunum bannað að giftast, að þau höfðu þegið af sveit. Þannig voru lögin þá, og ekkert var verra en lenda á sveitinni; upp frá því voru menn algjörlega ósjálfbjarga. Eg ætlaði að láta hjónaleysin giftast og bauðst til að vera annar svaramaður þeirra. En þá leizt hreppsnefndinni ekki á blikuna. Eg fekk aðvörun frá hreppstjór- anum í Borgarfirði og sagði þar að þau væri í sveitaiskuld suður í Flóa. Þeim í hreppsnefndinni leizt víst ekki vel á Stefán þennan, sem hafði gerzt aðskotadýr í hreppn- um, sennilega berklaveikur og svo lasburða, að hann var varla fær um að bera Ijá í gras né binda bagga. Og svo ætlaði hann að taka að sér heila fjölskyldu fyrir Flóa- menn, óg koma henni á Borgar- fjörð, þar sem flestir voru svo fá- tækir, að þeir börðust í bökkum. (Eg skal geta þess, að þessi hjóna- leysi áttu stúlkubarn eftir að þau höfðu verið í Brúnavík, og létu hana heita í höfuðið á okkur hjón- unum; þessi stúlka fluttist suður með okkur þegar við brugðum búi og er enn á lífi). Við Jón Bjarnason mágur minn gerðum „Gamla Surt“ út um sum- arið og var á honum sinn kaupa- maðurinn frá hvorum okkar, en stundum rerum við til skiptis með þeim. Eg þoldi betur að vera á sjónum en við heyskap. Við öfluð- um svo vel, að eg gat greitt kaupa- fólkinu kaup sitt, er það fór um haustið, og gekk það kraftaverki næst. En heyin voru heldur lítil. Nú gerði harðan vetur og varð eg heylaus um síðir. Fekk eg þá fvo bagga lánaða hjá Jóni mági mínum, og það dugði. En þá hét eg því, að eg skyldi aldrei verða heylaus framar, hversu lengi sem eg lifði. Og það heit hefi eg efnt, aldrei varð eg framar heylaus í Brúnavík, þau 20 ár sem eg bjó þar, en varð þó tvö árin að gefa öllum fénaði inni þar til 8 vikur voru af sumri. EG KOM mér brátt upp nægum fjárstofni, hafði venjulega 5 í fjósi, 4—5 hross, en aldrei nema 100 kindur. Og svo gerði eg út bát öll árin sem eg var í Brúnavík. Tveir bæir voru í Brúnavík þeg- ar eg kom þangað ,en bærinn sem fell í minn hlut, var alveg kom- inn að hruni af fúa og hriplak ef nokkur dropi kom úr lofti. Það vildi svo einkennilega til, að tvær fyrstu nýársnæturnar, sem eg var þarna, fór eg ekki úr fötum, held- ur stóð við austur báðar nætur svo að vatn skyldi ekki renna inn í baðstofuna. Þetta líkaði mér ekki og á þriðja ári reif eg bæinn, en hrófaði upp baðstofu úr öllu drasl- inu og nokkru af rekaviði, sem eg fekk í viðbót. Veturinn eftir skall eitt sinn á ofsaveður með miklum byljum, og er einn bylurinn skall á baðstofuþekjunni, brotnuðu tvær sperrur, svo ég varð að setja þar stoðir undir. í þessu veðri fauk „Gamli Svartur“ og fór í spón. Eg sá eftir honum, en ef til vill var það heppilegt að hann fór, því að hann var orðinn manndrápsbolli. Við komum okkur fljótt upp stórum kartöflugörðum, en þá var enginn kartöflugarður til í Borg- arfirði öllum, og mjög óvíða á Hér- aði, ef nokkur hefir verið þar. Enginn kartöflugarður var á bún- aðarskólanum á Eiðum þegar við komum þar 1897, og hvergi sá eg kartöflugarð á Héraði og fór eg þó víða um það. Þegar Borgfirðingar sáu að við fengum góða uppskeru úr görðum okkar, vildu þeir líka koma sér upp görðum, en mis- tókst. Þá vildu þeir fá okkur í fé- lag við sig að koma upp samvinnu- kartöflugörðum, en við þóttumst ekki þurfa þess, því að við áttum nóga garða sjálf. Þá gerðu þeir sér stóran garð í samlögum. Þetta fyr- irtæki fór eins og ríkisrekstur, það var sáð í garðinn, en uppskeran varð engin og þeir gáfust upp. Býst eg við að náttúran sjálf hafi svo tekið að sér ræktunina og gert i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.