Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1959, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1959, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGTTNBLAÐSINS 583 Síldveiði í Vestmann- eyahöfn. entafélagsins. Félagið veitti námsstúlk- um 12,500 kr. námsstyrki á þessu ári. Stofnað var Skattstjórafélag íslands (25.) Þorvaldur Garðar Kristjánsson end- urkosinn formaður Varðarfélagsins í Reykjavík (27.) ÝMISLEGT Vb. Bragi frá Siglufirði var tekinn að ólöglegum veiðum í landhelgi (1.) Tólf bílstjórar í Reykjavík voru kærðir fyrir ölvun við akstur um fyrstu helgi í mánuðinum (3.) Lögreglan í Reykjavík handtók tvo unglinga, sem stolið höfðu 180 flöskum af sherry frá Áfengisversluninni. CÍÍið var upp drukkið (3.) Sláturfé reyndist rýrt í haust sunnan og vestan (7.) Ungur maður gabbaði Slökkvilið Reykjavíkur og fekk rúmlega 700 króna sekt fyrir tiltækið (10.) Niðurskurður fór fram á öllu sauðfé á næstu bæum við Múla í ísafirði, Gerfidal og Laugabóli (18.) 350 grindahvalir voru reknir á land í Dalvík (20.) Samkomulag varð um að kirkjan þar skyldi njóta alls arðs af þessu happi. En vegna mistaka var allt hvalkjöt dæmt óhæft sem skepnu- fóður (28.) Nokkuð af því hafði verið flutt til Reykjavíkur og byrjað að selja það til manneldis, en salan var stöðvuð (28.) Maður, sem sviftur hafði verið öku- leyfi ævilangt, stýrði bíl í sumar, lenti í árekstri og var fyrii það dæmdur í 30 daga varðhald (21.) Fjögur ný frímerki gefin út (27.) Fjórir bandarískir hermenn gerðu aðsúg að tveimur íslendingum á Kefla- víkurflugvelli og rændu þá. Ofbeldis- mennirnir náðust (28.) Flogið var með þjáðan kikhóstasjúkl- ing upp í 14000 feta hæð en við það batnaði sjúkdómurinn (29.) —oOo—• AV. Frásögn um Byggi h/f á Kefla- víkurflugvelli í seinasta annál var ekki allskostar rétt, og á því að falla niður. Æ ttarriki MAÐUR er nefndur William Marsters og var bóndasonur frá Gloucestershire í Englandi. Ungur að árum fór hann til Nýa Sjálands og kvæntist þar stúlku af Maori-þjóðflokknum. Hún hét Esther. Árið 1862 fluttust þau til eyðieyar langt úti í Kyrrahafi. Heitir hún Palmerstone. Með þeim var systir konunnar, er Adeline hét. Ekki höfðu þau verið lengi þarna er Adelina fannst lífið óþolandi. Þá tók Masters hana sér fyrir konu líka, með góðu samþykki Esthers. Þegar Esther átti von á fyrsta bami sínu, sótti Mast- ers frænku hennar, er Naomi hét, til Nýa Sjálands, og skyldi hún sitja yfir henni. Naomi settist svo að á Palmer- stone og varð þriðja kona Marsters. Allar konurnar þrjár voru ]afn réttháar og samkomulagið var ágætt. Þær fóru svo að hlaða niður börnum, og eftir 18 ár hafði Marsters eignazt 60 börn með þeim. Hann var sjálfur kennari þeirra og prestur og hann setti lög. Tvær helztu greinar laga hans voru þær, að altaf skyldi töluð enska á Palmerstone, og að alsystkini mætti ekki ganga í hjónaband. En hálfsyst- kin máttu eigast. Samkvæmt opinberum skýrslum, sem birtar voru í Nýa Sjálandi 1946, voru afkomendur Marsters þá orðnir um 5500, og voru þeir dreifðir víðs vegar um Kyrrahafseyar. Nú fyrir skömmu fór Cobham lávarður, land- stjóri í Nýa Sjálandi, til Palmerstone. Segir hann svo frá að þar sé nú 87 íbúar og allir komnir út af Marsters landnema. Og ekki var að sjá neina úrkynjun í þeim, þrátt fyrir það að þeir eru allir afkomendur systkina. Lítið lífgunartœki CHEMETRON Corporation í Banda- ríkjunum hefir nýlega búið til hið minnsta lífgunartæki, sem þekkist. — Það vegur ekki nema tæplega Vi pund. Því er aðallega ætlað að lífga ný- fædd börn, með því að dæla lífslofti niður í lungnu þeirra. Það er alvana- legt að slím sé í öndunarfærum ný- fæddra barna, eða þau eru hálflöm- uð, máske vegna þess að móðurinni hafi verið gefið mikið af kvalastill- andi meðulum meðan á fæðingu stóð. Tæki þetta er svo nákvæmt, að engin hætta er á því að það ofbjóði lungum barnanna. KULDABLÓÐ Að undanförnu hafa læknar haft það ráð, að lækka líkamshita sjúkl- inga áður en hjartaskurður er gerður á þeim. Hefir það verið gert á þann hátt að láta sjúklinginn liggja í ísköldu vatni nokkurn tíma áður en uppskurð- ur hefst. Hægir þá hjartað á sér, blóð- rásin verður ekki jafn ör og eðlilegt er, og læknirinn hefir 6—8 mínútur til umráða, áður en blóðrásin verður fyrir sjúklinginn. Nú hefir bandarískur læknir, dr. Frank Collan í Nashville, fundið upp annað ráð, sem betra þykir. Hann lætur dæla Köldu blóði, blönduðu súr- efni, í æðar sjúklinganna. Þetta kalda blóð dreifist um allan líkamann, en kælir þó fyrst hin innri líffæri. Og vegna súrefnisins er engin hætta á að blóðrásin truflist eða verði ófullnægj- andi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.