Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1959, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1959, Blaðsíða 6
574 LESBÓK MORGUN BLAÐSLN S ast við að leggja dýrin að velli niður í totunni. Eg beindi nú kvik- myndavélinni þangað. Mönnunum hafði fjölgað, því að þeir sem áttu að vera við sagotínsluna hinum megin við fljótið, þoldu ekki við, er þeir sáu aðfarirnar. Þeir voru æðisgengnir af blóðþorsta. Þeir réðust á kengúrurnar með berum höndum og bitu þær á barkann. En aðrir skutu svo ótt og títt, að það var mesta mildi að menn skyldu ekki verða fyrir örvunum. Svo þétt var bendan þarna af villigöltum og kengúrum, að ekki var annað hægt en hæfa. Nú 6treymdu fleiri skepnur að. Þar voru cassowari, sem eru svip- aðir strútum, en hálfu minni. Þeir æddu áfram og börðu um sig með jaðralausum vængjunum, en spörkuðu með fótunum. Og það er ekki gott að verða fyrir slíku sparki, því að stórar og sterkar klær eru á fótunum. Eg sá hvar einn maður hneig niður og var nær rifinn sundur í tvennt af þess- um ógurlegu klóm. Frumbyggjarn- ir sækjast eftir að veiða cassowari, ekki aðeins vegna þess að kjötið af þeim er gott, heldur eru klærn- ar líka hinir ákjósanlegustu spjóts- oddar. Nú réðust menn mínir á fuglana með bareflum og sátu um að berja á langa og viðkvæma hálsana. Og brátt hrúguðust þarna upp valkestir af cassowari og vilh- göltum. En á eftir cassowari komu þeir fuglarnir, sem mest er sótzt eftir á Nýu Gíneu. Það voru krónudúf- ur, mjög sjaldgæfur fugl, en hefir þraukað þarna síðan í grárri forn- eskju. Þær líkjast mjög dúfum og hafa því fangið dúfunafn, en þær eru á stærð við kalkúna. Þær eru stuttfættar eins og dúdú-fugl- ínn og þær geta ekki flogið frem- ur en hann. Upp úr höfðinu er gríðarmikill sljúfur sem flaksast þegar þær hlaupa. Þarna voru þær brytjaðar niður. Skógarrottur, á stærð við meðal- hunda, miðlungs stórar kengúrur og jafnvel snákar komu í stórhóp- um út úr grasinu. Eg var að velta því fyrir mér hvort eg ætti að kvikmynda þennan hóp, en i sama bili dundi neistaregn yfir mig £g hrökk við og tók nú fyrst eftir því að eg var kófsveittur og að hitinn var óþolandi. Mér varð hverft við, því að eg hafði verið svo sokkinn ofan í myndatökuna, eg hafði gleymt eldinum. Þegar eldurinn blossaði upp undir pallinum, sem eg stóð á, flýði eg af hólmi og fór í loftköstum. Eg hélt á myndavélinni undir hend- inni og stefndi að ánni. Tvívegis lá við að skriður af skepnum felldi mig um koll. Eg barðist um á báða bóga eins og vitstola, og komst út úr þrönginni. Wasbus og félagar hans biðu mín á báti við fljótsbakkann, eins og eg hafði skipað þeim. Frumbyggj- arnir eru mjög tryggir, einkum ef tryggðin byggist á ótta við þúsund djöíla. Nokkrir menn, ærðir af blóð- þorsta, voru enn að brytja niður skepnur, en aðrir höfðu gengið á báta og voru komnir út á miðja á. Bátarnir voru drekkhlaðnir af alls konar veiði. Úti á fljótinu var grúi dýra á sundi og var því hættulegt að vera þar á bátum. Rétt um það bil, er eldtungurnar náðu niður að fljótinu urðu mennirnir í landi hræddir, ráku upp skelfingarösk- ur og æddu út á bakkann. Eg hleypti af skoti og kallaði til þeirra á bátunum og nokkrir reru í land til að bjarga þessum mönnum, og mátti ekki seinna vera. Þeir hefði heldur brunnið þarna en árætt að steypa sér í fljótið til krókódílanna. Við rerum yfir fljótið undan hita strokunni. Svækjan var ógurleg, en þó var verst sviðalyktin af brunnu hári, fiðri og kjöti. Mig langaði til þess að ná kvikmynd af því, sem við augum blasti, fljótinu iðandi af kengúrum, landfuglum sem börðust um með fjaðralausum vængjum, og spriklandi snákum og eiturslöngum. En reykurinn var svo mikill, að þetta var ekki hægt. Fjarst hafði eldurinn gjörsópað grasi af sléttunni, en er niður að fljótinu kom, var þar mikið af grænu grasi, og af þvi lagði reyk- inn — og af brennandi dýrum. Skyndilega blossaði eldurinn 30 fet í loft upp á árbakkanum, með hvin og hvæsi, en slokknaði svo skyndilega. Það var engu líkara en hann hefði' steypt sér í fljótið. Þar sem áður hafði verið eldhaf, lá nú sléttan kolsvört og sviðin, og upp úr öskunni mátti greina leif- arnar af kvínni, sem við gerðum. En eldurinn hélt áfram í aðra átt, niður með ánni, því að þangað teygðist gresjan. Þetta var stór- kostleg eyðilegging á hinu frjóv- sama landi eyjarinnar, og mundi hverjum jarðyrkjumanni hafa of- boðið. En slík eyðilegging hafði alltaf farið fram á Nýu Gíneu síð- an eyan brotnaði úr Asíu og sigldi sinn sjó til suðurs. í hvert sinn sem meiriháttar veiðiferð er farin þar, er aðferðin sú sama. Eg efast um að frumbyggjarnir hugsi nokkuð um þetta, en ef þeim skyldi verða það, þá munu þeir hugsa sem svo, að nógar gresjur séu eftir þótt ein brenni. Og það er rétt. Maharaja var að sýna gesti höll sína. — Hvernig stendur á því að hér eru þrjár sundlaugar? spurði gesturinn. — Það er auðskýrt, í einni er heitt vatn, í annarri kalt vatn. — En sú þriðja sem er tóm? — Hún er fyrir þá vini mína, sem ekki kunna að synda. — o — Ef konan þín er ekki við þig eins og hún ætti að vera, máttu vera þakk- látur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.