Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1959, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1959, Blaðsíða 12
580 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Verið að bjarga hestum eftir hríðar- bylinn mikla á Norðurlandi. Þýzkalandi og keppti (20.) Ríkarður Jónsson knattspyrnumaður kom heim eftir dvöl sína hjá „Arsenal" í Lundúnum (25.) fjármAl og viðskifti Tollur á freðfiski hefir lækkað í Bandaríkjunum (10.) Maður nokkur lét eftir sig erfðaskrá, en hún var hvorki staðfest né vottfest og dæmdi Hæstiréttur hana ógilda (13.) Flugfélag íslands hefir haft eins miklar tekjur af Grænlandsflugi í sum- ar og af innanlandsflugi (13.) Vísitalan er óbreytt — 100 stig (19.) Fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir 1960 var lögð fram. Heildarútgjöld eru 7,4 milj. kr. lægri en i ár, en heildar- upphæð útsvara lækkar um 10,2 milj. kr., og gert er ráð fyrir að útsvarsstig- inn muni lækka um 15% (20.) Fjárlagafrumvarp var lagt fram á Alþingi. Niðurstöðutölur á sjóðsyfirliti eru rúmlega 936 milj. kr., heldur lægri en í ár (25.) Vöruskiftajöfnuður óhagstæður unj 25,9 milj. kr. í okt., en frá áramótum um 307 milj. kr., en var á sama tíma í fyrra 223 milj. (27.) Atkvæðagreiðsla hófst meðal bænda um hvort hætta skyldi að selja mjólk, vegna þess ágreinings sem upp er kominn. Að tilhlutan landbúnaðarráð- herra hófust jafnframt viðræður milli neytenda og bænda um verð á land- búnaðarvörum (27.) Fengið var 250.000 dollara lán í Bandaríkjunum til kaupa á alls konar ávöxtum (29.) Boðið var út 30 miljóna skuldabréfa- lán handa Sogsvirkjun. Bréfin tryggð með vísitölu rafmagnsverðs (29.) FRAMKVÆMDIR Ný sjúkraflugvél kom til Akureyr- ar (3.) Drangur, nýi norðlenzki flóabátur- inn, kom til Akureyrar (3.) Nýr viti var reistur á Skarðsfjöru í Meðallandi (4.) Elzta nýsköpunartogaranum, Ingólfi Amarsyni, verður breytt í dieselskip (5.) Veðurstofan er farin að senda út tveggja daga veðurspár (6.) Strangari reglur hafa verið settar um meðferð karfa, sem flytja skal út (11.) Stofnaður hefir verið leikskóli á Ála- fossi (14.) Fimmtán ára piltur í Reykjavík hef- ir smíðað sér bíl, sem hann ekur í (15.) Islendingar eiga nú 72 skip í smíð- um erlendis. Á þessi skip þarf um 900 menn (21.) Dælur komu í nýu hitabrunnana í Reykjavík, og var heitu vatni hleypt í hitakerfi húsa í Laugarneshverfi (22.) Fiskiðnaðarnámskeið var haldið í Reykjavík og sóttu það 46 menn víðs vegar af landinu (22.) Miklar framkvæmdir hafa verið í Vestmanneyum við að hækka Eiðið svo sjór brjóti það ekki (22.) Nýtt félagsheimili, Þjórsárver, var vígt í Villingaholtshreppi (22.) Tekin upp ný strætisvagnaleið í austasta hluta Reykjavíkur (24.) Flugfélag íslands hefir tekið að sér að flytja 600 danska verkamenn frá Grænlandi til Kaupmannahafnar fyrir jól (25.) Kirkjusýning og samkomur í Skál- holti stóðu alla seinustu viku mánaðar- ins (25.) Gideon-félagið útbýtir biblíum handa öllum 12 ára nemendum í barna- skólum á Islandi (26.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.