Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1959, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1959, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 577 Bjarnl Benediktsson. Emil Jónsson. í stórviðrum sem gerði seinna í mán- uðinum varð nokkurt tjón á Skaga- strönd og reif þar 50—60 járnplötur af barnaskólahúsinu (22.) Hjá Haganes- vík braut brim stórt skarð í veginn og sópaði burt öllum kolabirgðum kaup- félagsins, er áttu að nægja til vetrarins. ÚTGERÐIN Afli togara á heimamiðum var treg-. ur, enda spilltu ógæftir veiðum. En sú var bót í máli, að góður markaður var fyrir fisk bæði í Englandi og Þýzka- landi. Voru farnar margar söluferðir þangað. Togarar sem fóru vestur til Nýfundnalands, komu þaðan með full- fermi. Mikil síld veiddist í Vestmannaeya- höfn í öndverðum mánuðinum, en var yfirleitt smá og lítt hæf til söltunar eða frystingar. Undir miðjan mánuð fór síld að veiðast við Reykjanes og Gunnar Thoroddsen. Guðm. í. Guðmundsson. var þá hafin söltun. En brátt spilltist tíð og gaf ekki á sjó í marga daga sam- fleytt. Þegar linaði hófust síldveiðar að nýu og var afli sæmilegur en fór batnaði eftir því sem lengra leið. Sér- staklega fengu bátar með hringnót góðan afla. Hinn 27, bárust á land um 15.000 tunnur síldar, en hún var mis- jöfn að gæðum. Óhemju síldarmagn var þá talið við Vestmanneyar rétt uppi í landsteinum. Um mánaðamót hafði alls verið saltað í 17.000 tunnur. Fiskaflinn í lok septembermónaðar nam rúmlega 487.300 tonnum, eða um 6300 tonnum meira en í fyrra (8.) AFMÆLI Vilhjálmur Stefánsson landkönnuður varð áttræður 3. nóv. Gaulverjabæarkirkja 50 ára (4., 25.) Hf. Egill Vilhjálmsson 30 ára og gaf þá 70.000 kr. til að styrkja efnilegan Ingólfur Jónsson. Gylfi Þ. Gíslason. mann til náms í viðskiftafræðum (5.) Barnablaðið Æskan 60 ára (10.) Kotstrandarkirkja 50 ára (21.) Starfsmannafélag ríkisstofnana 20 ára (18.) Regína Þórðardóttir átti 25 ára leik- araafmæli (19.) Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík 60 ára (19.) Félag íslenzkra hjúkrunarkvenna 40 ára, heitir nú Hjúkrunarfélag íslands (19.) Gamli stúdentagarðurinn 25 ára (19.) Aldarafmæli Jósefs J. Björnssonar búnaðarskólastjóra (26.) Hafnarfjarðarkirkja 45 ára (28.) Verslunin Brynja i Reykjavík 40 ára. SIYSFARIR Loft fell niður í húsi sem verið var að steypa í Reykjavík og með því þrír menn, en þeir slösuðust lítið (3.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.