Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1959, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1959, Blaðsíða 16
584 LESBÓK MORGITNBLAÐSINS BRIDGE A K G 9 ¥ 9 8 6 4 2 ♦ D G 10 3 * 3 A A D 8 7 V A 10 ♦ 752 A K G 10 5 N V A S A 5 4 3 2 ¥ G 3 ♦ 98 A 9 8 7 6 2 A 10 6 ¥ K D 7 5 ♦ A K 6 4 * A D 4 Þetta spil var í keppni og komust flestir í 6 slaga grandsögn, en á einu borði voru sögð 7 gfönd. Og þau unn'- ust. V sló út TD og hún var drepin með kóng. Þá kom út S10 og drap V með gosa, en borðið með drottningu og hún stóð. Þar næst tók S fjóra slagi á lauf og fleygði af sér tigli. Nú átti V í vök að verjast með þrjá liti. Hann má ekki fleygja nema einum tigli og einu hjarta til þess að geta varið litina. En einu spili verður hann að fleygja í við- bót, og það er sama hvaða spil. hann velur, S slær þá út í þeim lit og aftur kemst V í kastþröng. Með þessu móti * er S alla slagina. SÓLHEIMAMÓRI Bær heitir Laxárdalur í Hrútafirði. Þar bjó sá maður er Jóhann hét, auð- ugur að gangandi fé. Stóð hann að fé sínu og taldi það jafnan um dag þann frá er ságt, en var þó vant lambs eins um kvöldið. En um nóttina dreymdi hann að Sólheimadraugur kæmi að sér og segði: „Jóhann, sástu ekki til mín í dag?“ — og vísaði honum svo til þar sem hann hafði troðið í ofan lambi hans, og fann Jóhann það síðan þar sem honum var til vísað. (Gísli Kon- ráðsson) MÁTTI EKKI Frú Þórunn Jónassen lét sauma sér GRÆN í SNJÓNUM. — Til skamms tíma átti ísland enga sígræna trjátegund nema einirinn, en hann var svo lágur í loftinu, að hann hvarf í fyrsta snjóum. Nú má víða sjá sígræn tré, furu og greni, teygja sig upp úr snjó og setja lifandi svip á áður líflaust iand. Þau eru taiantli tákn um þá viðleitni mannanna að fegra og bæta landið. Hér á myndinni má sjá röð af slikum trjám; þau eru að vísu ekki há í loftinu enn, en cftir nokkur ár verða þau farin að keppa við lauftrén, sem eru til beggja handa. (Ljósm.: Ól. K. Magnússon) peysuföt úr flaueli, líklega um árið 1880. Mikið var um það talað. Og það er eg viss um, að engin almúgastúlka hefði þorað að búa sér til sams konar föt, þótt hún hefði haft ráð eða efni á slíku. Svo mikið bil var þá á milli embættismanna og almúgans. Eg skal til dæmis að gamni mínu segja svo- lítið sýnishorn af því. Þegar Guðrún, fyrri kona Guðmundar landlæknis, var fyrir eða um fermingu, var hún sum- artíma hjá háttsettum embættismanni. Hún var fátækra manna og fór því fljótt til annarra að vinna fyrir sér. Frúin þar var ævinlega á íslenzkum búning, en hafði heldur lítið hár. Til þess að það skyldi sýnast meira, flétt- aði hún það vanalega reipafléttu sem svo var kölluð, en hvað skeður? Guð-^ rún kemur einn morgun og hefir flétt- að sig eins og frúin, sem varð svo vond, að Guðrún fléttaði sig ekki aftur eins og hún, á meðan hún var þar (Guðrún Borgfjörð) GREIHIR (JTSVAR ENN Ellefsen var stærsti útsvarsgreiðandi í hreppnum (meðan hann var á Sól- bakka). Við burtför sína 1904 gaf hann 10.000 kr. í sjóð og skyldi nokkuð af vöxtunum renna til Mosvallahrepps. „Hefur sjóður þessi vaxið allmikið á liðnum áratugum, svo að vextir hans nefha nú töluverðri upphæð, og veit eg ekki betur en að Hans Ellefsen sé, á þennan hátt, hæsti útsvarsgreiðandinn í Mosvallahreppi enn þann dag í dag“. (Frá yztu nesjum) HROGNKELSI Frá fornu fari hefir hrognkelsaveiði verið til mikilla hlunninda Önfirðing- um og oft bjargað þeim frá búsveltu á vorin. Nú eru þessi hlunnindi lítið stunduð. Bændur út með firðinum veiddu hrognkelsin í lagnet, svo sem venja er til, en í Vöðlunum, fast innan við Holtsós voru á hverju vori ógrynni af smárauðmaga. Hann er stunginn með löngum haka þegar fjara er. Þarna eru klakstöðvar hrognkelsa. Þær hafa aldrei brugðist í manna minnum, nema eftir frostaveturinn mikla. (Óskar Einarsson læknir) NÆSTA BLAÐ Lesbókar kemur um jólin.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.