Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1959, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1959, Blaðsíða 14
582 LESBÓK MORGU N BLAÐSIN S Nýa sjúkraflugvéli. á Akureyri. formaður Sambands ungmennafélaga í Snæfellsness- og Hpappadalssýslu (14.) íslenzka myndlistarsýningin, sem fór um Rússland í sumar, er nú komin til Póllands (14.) H. C. Branner rithöfundur kom hingað í boði dansk-íslenzka félagsins (15.) Birt var skrá um íslenzka stúdenta, er notið hafa erlendra námsstyrkja hjá ýmsum þjóðum (17.) Högni Bjömsson var skipaður hér- aðslæknir í Siglufirði (17.) Menntamálaráð efnir til samkeppni um sámning leikrits (17.) Ríkisstjórnin hefir komið á fót efna- hagsmálaráðuneyti (17.) Mikojan varaforsætisráðherra Sovét- ríkjanna, kom hér við á leið til Mexiko og hafði nokkra viðdvöl á Keflavíkurflugvelli (18.) Kvenfélag var stofnað í Geiradals- hreppi í A.-Barðastrandarsýslu (19.) Guðmundur Þórðarson var settur héraðslæknir í Djúpavíkurhéraði (19.) Sverrir Haraldsson var settur hér- aðslæknir í Vopnafirði (19.) Þing landsambands hestamanna var háð í Reykjavik (20., 25.) Gunnar Thoroddsen borgarstjóri í Reykjavík fekk lausn frá því starfi um sinn, en við tóku tveir borgarstjórar: frú Auður Auðuns og Geir Hallgríms- son (20.) Bjarni Benediktsson lét af ritstjórn Morgunblaðsins (21.) Tímaritið Vikan efndi til smásagna- samkeppni. Fyrstu og önnur verðlaun hlutu starfsmenn hjá Morgunblaðinu (21.) Henry Swoboda hljómsveitarstjóri kom hingað og stjórnaði hljómleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar (22.) Páll Diðriksson, Búrfelli í Grímsnesi, kosinn formaður Búnaðarsambands Suðurlands (22.) Söngflokkurinn „Deep River Boys“ kom hingað á vegum hjálparsveitar skáta og skemmti með tónleikum (22.) Geir Hallgrímsson kosinn formaður bæjarráðs Reykjavíkur (22.) Magnús Jóhannesson endurkjörinn formaður Óðins, félags Sjálfstæðis- verkamanna (24.) Á þingmannafundi NATO í Washing ton flutti Jóhann Hafstein skörulega ræðu til að mótmæla ofbeldi Breta héi við land (24.) Þrír guðfræðingar prestvígðir: Hjalti Guðmundsson til safnaðar vestan hafs, Sigurjón Einarsson til Brjánslækjar og Skarphéðinn Pétursson til Bjarnaness (24.) Þriburar fæddust í Fæðingardeild Landspítalans, þeir fyrstu sem þar fæðast. Móðirin ung kona frá Laugar- dælum í Flóa (24.) Séra Eiríkur J. Eiríksson á Núpi var ráðinn þjóðgarðsvörður á Þingvöllum (25.) Ragnheiður Guðmundsdóttir læknir var endurkjörin formaður Kvenstúd Flóabáturinn Drangur. l

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.