Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1960, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1960, Blaðsíða 4
216 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Haustið 1853 fór hann aftur til höfuðborgarinnar, ekki til þess að læra, heldur ætlaði hann nú „að skrifa til að lifa“. Hann gerðist blaðamaður, og hann tók upp þann einkennilega sið þegar honum þótti sem greinar sínar vekti eigi nóga athygli, þá skrifaði hann sjálfur svargreinar, tætti niður fyrri grein sína, skrifaði nýtt svar og var þá hvassyrtur. Það var eins og hann hefði brennandi löngun til þess að standa í stríði — og hann fekk seinna nóg af stríði á lífsleiðinni. En hér getur líka hafa ráðið sú skoðun hans, að hvert mál skyldi túlkað frá öllum hliðum og að allir ætti að hafa málfrelsi og jafnvel skyldu til að láta skoð- anir sínar í ljós. Þá væri hægt að velja og hafna, og með því mundi sannleikurinn vinna sigur. Sumarið 1856 var hann í hóp- ferð stúdenta til Uppsala. Sú ferð varð honum ný opinberun og var sem hún leysti krafta hans úr læðingi Að henni lokinni fór hann heim til föður síns, og á hálfum mánuði skrifaði hann þar leikritið „Mellem slagene“ og fór svo með það til Kaupmannahafnar. Tening- unum var kastað. „Nú hafði eg ákveðið að verða skáld“, sagði hann sjálfur. Sumarið 1858 hitti hann ungfrú Karolinu Reimers af tilviljun, og það var ást við fyrstu sýn. Þau trúlofuðust þegar og dvöldust svo í tilhugalífinu á bænum Reitan á Mæri. Þar samdi hann skáldsög- una Árna og gekk ágætlega vegna hinnar „dýrlegu trúlofunar“ eins og hann sagði sjálfur frá. Eitt er- indi, sem hann leg^tir söguhetj- unni í munn, virðist þá talað frá hans eigin brjósti: Eg ætlaði að gera úr mér afbragðs- mann, eg ætlaði langt burt, en veg ei fann, um alheimsins undur mig dreymdi og öllu í svip eg gleymdi. Þá leit mér kona í augað inn svo aftur eg varð að snúa, og eftir það sælu ei fegurri finn en í friði með henni að búa. Hann þykist kominn í örugga höfn eftir ólgu og óróleika æsku- áranna og lofar sjálfum sér því, að nú skuli hann vera stiltari eft- irleiðis En svo varð ekki. Hjóna- bandið varð honum að vísu til ævilangrar gleði, og þess vegna fekk hann sína óbifanlegu trú á heilagleik hjónabandsins. En heimilið varð honum ekki kastali. Hann varð að brjótast út í hið iðandi þjóðlíf og hina margbreyti- legu baráttu þess. Það var köllun hans. Cg konan var því ekki mót- hverf, hún var honum samhend alla ævi. Haustið 1858 giftust þau og fluttust til Björgvinjar. Þar fengu þau fagran bústað sem Hóp hét, í dásamlegu umhverfi, milli blárra sunda og hárra, skógi vaxinna fjallahlíða. Þarna lauk Björnson við skáldsöguna Árna og skrifaði þar innganginn að henni, dæmi- söguna um þegar fjallið var klætt. Segja menn að hann hafi fengið hugmyndina frá hinum skógvöxnu hlíðum fjallanna hjá Björgvin. Nú verður breyting á lífsvið- horfi og skáldskap Björnsons. Honum verður það ljóst að fortíð og nútíð eru samtvinnaðar. Þótt mikill ljómi sé yfir fortíðinni, er einnig ljómi yfir nútíðinni vegna þeirra framfara, sem orðið hafa, og þó eigi sízt vegna þeirra fram- fara í hugsunarhætti að vilja ekki lengur hafa sitt fram með ofbeldi. „Eg trúi á þetta land og þann þrótt sem í þjóðinni býr“ segir hann. En til þess að sú trú geti ræzt, verða menn að vera drenglyndir, sáttfúsir og fúsir á að fyrirgefa. Úlfúð og undirferli valda ætið tjóni, eins og leysingavatnið, sem laumast niður fjallshlíðarnar. Menn eiga að skapa betri heim með bróðurlegri samvinnu. Þess vegna vildi hann að Norðurlönd mynduðu sambandsríki, þar sem öll löndin væri jafn rétthá, Svi- þjóð, Noregur, Danmörk og ís- land. Þess vegna barðist hann einnig fyrir því, að undirokaðar þjóðir fengi frelsi, því að frelsið er grundvöllur farsældar. En til þess á ekki að beita valdi. „Með bróðurþeli eiga hinar kristnu þjóð- ir Norðurlanda að vinna Slésvík aftur, en ekki með stríði. Vér verðum að draga niður merki hat- ursins og hefja merki bróðurþels- ins. Eg segi mig úr félagsskap hat- ursins“, sagði hann í ræðu í Kaup- mannahöfn, og sætti ofsafullum árásum í staðinn. Hann boðaði óeigingirni, fómfýsi og föðurlandsást í verki. í ,,Sig- urði Jórsalafara" lætur hann skáld- ið ívar Ingimundarson fara lofsorð- um um þá, sem vinna hörðum hönd um, og að það sé göfugra hlutverk að erja landið og göfga þjóðina, heldur en að hlaða valköstum. Og til þess að vera sjalfum sér sam- kvæmur, keypti hann svo búgarð- inn Aulestad og bjó þar síðan. Hann vildi telja sig bónda og taka þátt í kjörum og lífsviðhorfi þeirra manna, sem unnu hörðum höndum. En hann hafði ekki mikinn frið til þess, því að hann stóð í stærra stríði en þeir. Á honum stóðu mörg spjót og hann var viðkvæmur og hörundsár. Þegar á því gekk, varð heimilið honum griðastaður, „þar sem eg gat orðið barn með börnun- um“, eins og hann segir sjálfur, og þar sem hún var som lo, naar min baad blev krænget, og blev ej bleg under uvejrshænget. Konan stóð altaf örugg við hlið hans, hún var hans góði andi og færði sál hans jafnan frið. Og því gat hann sagt:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.