Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1960, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1960, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 221 Veizla á Aulestad. að auka tekiurnar. Og í þeim til- gangi tók Björnson boði um að fara til Vesturheims 1880 og halda fyrirlestra í byggðum Norðmanna þar. En meðan hann var burtu, lét Karolina gjörbreyta íbúðarhúsinu og endurbæta það á allan hátt. Slík breyting gat ekki farið fram meðan hann var heima, því að þá hefði hann ekki haft neinn vinnu- frið. Hún sagði honum ekki frá þessu, gat þess aðeins í bréfum sín- um, að nóg væri að gera heima. Björnson brá heldur í brún þegar heim kom, og í bréfi til Georg Brandes segir hann þá: „Meðan eg var að heiman hefir konan breytt heimili okkar í paradís. Nú er þetta skemmtilegasta húsið í öll- um Noregi“. Ameríkuferðin hafði misheppn- ast. Björnson líkaði ekki vel við landa sína vestra. Hann varð hríð- tepptur, hann kvefaðist og heim- þráin kvaldi hann. Og svo hætti hann við ferðalagið í miðju kafi og þar með var loku fyrir það skot- ið, að hann rétti við fjárhag sinn. Og nú virtist ekki um annað að gera en selja Aulestad. Jörðin var auglýst, og einn kaupandi gaf sig fram. Björnson sýndi honum eign- ina, en til þess að vera öruggur um að kaupandinn teldi sig ekki seinna svikinn, lagði hann aðaláhersluna á að sýna allt sem aflaga fór og draga fram ókostina. Það varð til þess, að maðurinn hætti við kaup- in. Þau sátu því uppi með Aule- stad, en með aðstoð góðra vina tókst að bjarga öllu. Björnson átti konu sinni margt að þakka. Hún sá um að hann hefði vinnufrið. Hún létti af honum öllu umstangi og truflunum. Hún tók á sig að vera húsbóndinn á heim- ilinu. Hún sá um allt reiknings- hald, hún skrifaði öll viðskiftabréf og ráðsmaðurinn ráðgaðist um allt við hana. Heimilisstjórnin kom og öll á hennar herðar. Ef þau ætluðu að ferðast, sá hún um allan undir- búning, Björnson þurfti ekkert um það að hugsa. Það kom einnig í hennar hlut að mestu leyti að sinna gestum, og þeir voru margir. En auk þessa endurritaði hún öll handrit hans, áður en þau voru send til prentunar. Skáldsöguna „Pá Guds veie“ endurritaði hún sex sinnum og suma kafla hennar níu sinnum, eftir því sem hann stryk- aði út og breytti Hún taldi þetta ekki eftir sér, því að það var hennar æðsta unun að lifa fyrir hann og skáldskap

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.