Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1960, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1960, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 225 á íslandi sé hatur til Danmerkur. Ef eg gæti fengið nokkur af hinum mestu uppáhaldskvæðum þeim, sem sanna þetta, gerðuð þér mér mikinn greiða. Ef yður kæmi það illa, einhverra hluta vegna að láta mig fá þessar skýrslur, gætuð þér þá ekki falið það öðrum á hendur. Eg verð að fá þær, og svo fljótt sem hægt er. Enginn maður veit að eg hefi snúið mér til yðar, eða skal fá að vita það, ef yður sýnist svo. Því næst: Ef atkvæðagreiðsla væri látin fram fara á íslandi á atkvæðaskrám, og í þegnlegum orðum lýst yfir því, að forn saga og sameiginleg afrek og eðlileg af- staða landanna mundi tryggja betur framtíð íslands í sambandi við Noreg en við Danmörku — þá gæfu íslendingar okkur ákveðið verkefni til umræðu á þjóðfund- um og til athafna handa stórþing- inu. Ef íslendingar vilja, þá sleppa Norðmenn aldrei framar þessu máli úr hendi sér. En málið þolir enga bið. Noregur hefir tök til að koma íslandi áfram. Noregur getur, með föstum gufuskipaferðum og með símum milli veiðistöðvanna á íslandi og þaðan til Björgvinjar, þyrlað mönnum saman í fiskveið- arnar, eins og Björgvin hefir gert á Finnmörk, þar sem menn eru nú óháðir og hver bærinn á fætur öðr- um í skeriunum verður velmeg- andi. Ekkert land í heiminum get- ur gert þetta nema Noregur. Öll framtíð ís’ands er hér í Noregi, eða réttara sagt í Björgvin einni. Þar (og í Stafangri) er stórfé, áræðnir menn, ættjarðarást, mik- ill áhugi á nýum fyrirtækjum. Þeir reka. gróðafyrirtæki í Ástralíu og Brasilíu, svo að það er hægðar- leikur íyrir þá að reka fyrirtæki á íslandi, þeirra kæra íslandi. En fyrst gufuskip í hverri viku og síma (og í þeim tilgangi samband við Noreg; þetta fæst aldrei fyr). Hér er nú í Noregi allmikil íslands- hreyfing og hún deyr ekki framar. Ef þér viljið ekki sinna neinu af þessu, þá látið mig vita með sím- skeyti, því það liggur á.' Annað bréf ?0. marz 1870. Þakka yður fyrir! — Eg bjóst við þessu af yður, þó enn meiru. Skiljið þó þetta: Veiðar vorar á íslandi eru komnar undir því, að eimskip gangi í hverri viku til Björgvinjar (og Stafangurs) frá íslandi, og að sími sé frá Björgvin til íslands og líka á milli veiðistöðvanna á ís- landi. Allt annað eru smámunir hjá þessu! Þá er Noregur tók við Norðlandi og Finnmörk, lágu sveitir þessar í vanrækslu og fólkið í leti og drykkjuskap. Nú gengur þangað heill eimskipafloti, 6—8 stór skip, sími norður í Lófót, og er nú verið að leggja hann þaðan norður til Vaðseyar, ein af hinum lengstu símalínum, sem nokkurt einstakt land hefir látið leggja. Sveitir þessar rísa upp eins og lama mað- urinn í biblíunni, sem kastaði hækjum sínum. Vitið þér, að mest- öll selveiði vor nú á tímum er þjófnaður frá íslandi? Selurinn er veiddur uppi í landsteinunum. Það þarf mörg herskip til að stökkva selveiðiskipunum á brott; á hverju þeirra eru 40 menn, al- vopnaðir og þar á ofan heimsins mesti ribbaldalýður. En ef ísland væri nú Finnmörk vor nr. 2, þá væri skipshöfnin ráð- in þar, í staðinn fyrir skip hefðum vér eins báta og kofa fyrir skips- rúm; eða með öðrum orðum: fjár- hyggjuandi tæki sér bólfestu á ís- landi sjálfu, þessir sigurvegarar, sem hafa keypt veiðistöðvarnar á Finnmörk, myndu ala upp heilar sveitir — þar eins og hér — og gera úr þeim stóreflis fiskimenn og sjó- garpa. Koma nokkurn tíma dönsk lög, sem veita íslendingum rétt þeirra í öllum greinum? Koma nokkuru sinni eimskipaferðir vikulega frá Björgvin til íslands? Kemur nokk- uru sinni sími frá fiskiverum ís- lands, með símastöðvum þar, til Björgvinjar? Jú, sama ár sem ís- land verður norskt, en aldrei á meðan það er danskt. Þér megið ekki hafa vanið yður á það í baráttunni að líta á kröfur þær, er atvikin hafa kvatt fram og eru nú merki yðar — svo einhliða, að þér sjáið ekki lög landsins í hinu stærra, sjáið ekki hið eina, sem getur bjargað íslandi — nefni- lega að Norðmönnum sé hleypt þangað — sjáið það svo algerlega, svo hátt, svo frjálst, sem það á að sjást. Eins og vér munum misbjóða þjóðerni yðar og einkennum! Lítið aðeins á Lappa vora og Finna. Þeir fá allir prest sinn og sitt eigið mál, ef þeir aðeins vilja, og hvaða lýð- ur er það móti þjóð yðar með hin- um miklu bókmenntum sínum og sögu? Atkvæðagreiðsla verður að fara fram, ef ekki fyrir forgöngu yð- ar, þá annara. Eg veit \rel að þér eruð höfð- ingi alls íslands; en máttur kring- umstæðanna er ennþá meiri, og þetta verður íslandi að skiljast fyr eða seinna, að ástandið býður og skipar atkvæðagreiðslu. Þótt hún leiði fsland ekki til Noregs, skýtur hún þó Dönum skelk í bringu, og aldrei hefir Danmörk gert rétt, fyr en hún er ótta sleg- in. En rétt er: sími til Björgvinj- ar, eimskip til Björgvinjar — og útgerðarmenn vorir til íslands! — númer eitt —; og númer 2 allt það, sem þér berjist nú um, frá stjórn- arskrá yðar allt til fjármálanna. Eg veit, að ágóðinn af fiskveið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.