Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1960, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1960, Blaðsíða 14
226 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS unum mun í byrjuninni renna beint til Noregs; — en innan skamms munu þeir, sem hafa ver- ið sendir til íslands, losa sig og byrja upp á eigin spýtur meðal ís- lendinga, og upp frá þeim degi skiptir ísland ágóðanum, og jafn- vel sá hluti, sem Noregur fær, hef- ir fyrst komið til skipta við íslend- inga! Eg dreg þessa ályktun af Finnmörk. Nú búa tveir af hinum mestu kaupmönnum, sem hér eru í landi — ’ Finnmörk. Kaupmenn sem eiga 100.000 spd. eru ekki fá- ir, þegar talin er öll strandlengjan frá Hálogalandi og alveg norður úr. Og þar sem bændur eru enn fátækir, þar vantar rétt búskapar- lag (einkum kúarækt); það er ávalt fremur vitskorti að kenna en bjargarleysi landsins, að einhver sókn þar norður frá er fátæk. Innilega bökk fyrir sendinguna! Innilega, innilega þökk! Gefi nú hinn algóði Guð að vér getum hjálpað yður! Eg hef hinn bezta vilj-a; en áður en atkvæðagreiðsl- an hjá yður kveður oss upp til þjóðfunda, fyr getur það ekki orð- ið, eg veit það — einmitt af því að eg er skáld. Skrifið mér til, fræðið mig, leið- beinið mér, skammið mig, dragið mig, alveg eins og yður sýnist. Eg vildi feginn vera yður þægur drengur. Þriðja bréf 6. apríl 1870. Eftir bréfi yðar er eg ekki al- veg viss um. hvort þér beitið mig klókindum eða þér skiljið mig og stefnu mína í raun og veru eigi til fulls í þessu máli. Mér stendur á sama hvort heldur er. Eg skil nauðsyn þess, að þér gerið hrein fjárhagsskipti við Dani. Eg skil, að það er rangt hjá mér, er eg notaði orðið „tillag“ (í Norsk Folkeblad 5. marz); eg vissi hvað hér lá undir steini, en eg valdi þetta orð af því það var svo stutt — og það var rangt. Eg skil kröfu yðar og rétt til sjálfstjórnar; eg skil að yður verður að vera tryggð sjálfstjórn, áður en þér far- ið að eiga við oss. En hið þýðingarmesta er hvor- ugt þetta, hið þýðingarmesta er það, sem getur breytt íslandi úr aumu vesældarlandi í mikið og framtíðarríkt land — og mér er óskiljanlegt að nokkur — um fram allt nokkur íslendingur — geti sagt: Láttu það bíða! Fyr en atkvæðagreiðsla hefir farið fram, fáið þér ekki Norð- menn til þess að líta svo fullt og rétt í þá átt. að þeir hætti sér út í stórframkvæmdir á ströndum íslands. Atkvæðagreiðslan mun koma mönnum hér til að halda þjóðfundi, mun rafmagna hugi manna! Þá má búast við öllu, einnig eldmóði í kaupmennina; hér eru logar í landinu, en þeir blossa ekki upp nema í súgi eða blástri. í atkvæðagreiðslunni má áskilja sér hvað sem vill. Hún getur sagt það blátt áfram, að krafizt sé ís- lenzkrar sjálfstjórnar og að áður sé útkljáðir reikningar við Dan- mörk. Ennfremur: Niðurstaða at- kvæðagreiðslunnar þarf ekki að vera skilnaður íslands við Dan- mörk; aðeins ef ísland fær fiski- veiða (og verslunar?) samband við oss og reikningslok við Danmörk, má það gjarna fyrir oss vera fram- vegis í sambandi við Danmörk. Takmarkið er hvort sem er heill íslands, ísland endurnumið handa Norðurlöndum, ísland fyr- ir velmegun og framtaksemi gert að öflugum þætti í menningarlífi Norðurlanda, sem það mun veita nýu þjóðlegu lofti yfir og vera sem aðdráttarafl hins þróttmikla andá fortíðarinnar, m uadir drott- invald hans eigum vér aftur að ganga. Atkvæðagreiðslan er hyggileg aðferð, hið eina sem dugar. Þurfi fé til að framkvæma hana (ferðakostnaður handa þeim mönnum, sem verða að fara um landið) þá hlýtur það að fást hér í landi. Látið yður skiljast þetta, að það er atkvæðagreiðslan, sem hefir áhrif á umræðurnar, kveikir í kaupmönnum í Björgvin og Staf- angri, stefnir mönnum á þjóð- fundi, gerir málið að norsk-ís- lenzku máli; nú er það aðeins dansk íslenzkt. í náinni framtíð kemur síminn frá Ameríku yfir ísland, Noreg, Rússland, þá verður lítill vandi að koma honum í fiskiverin á íslandi. Eimskipagöngur koma varla af sjálfu sér öðruvísi en fáeinar til- raunir. Hér verður ríkið vissulega að byrja, og það er víst að norska ríkið byrjar ekki á slíku nú sem stendur fyr en norskt fjármagn á íslandi neyðir það til þess. Eftir atkvæðagreiðslu er það annað mál. Þá geta gerzt furðuverk. Eg er óbifanlegur í trú minni á atkvæðagreiðsluna, eg rita þegar til ýmsra .um það og það manna, sem hafa mikil áhrif. Blað mitt er hins vegar alveg reiðubúið til að greiða fyrir mál- efni yðar, iafnvel þótt að því ræki að einstök tölublöð flyttu ekkert annað en greinar um ísland, eða að því að Danir formæltu því. Húsið á Aulestad var reist um 1800, Raunar var það tvö hús, sem höfðu verið færð saman. Björnson mun hafa ætlast til þess, að þetta yrði ættaróðal. „Einhvers staðar verður fjölskyldan að koma saman eft:r að við erum fallin frá, og þá er bezt að það sé á Aulestad.“ er haft eftir honunv

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.