Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1960, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1960, Blaðsíða 6
218 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Björnstjerne Björnson; Fjallið klœtt UPP á milli fiallanna lá djúpt gil og eftir gilinu rann á; hún var vatnsmikil og leið þyngslalega yfir grjótið og urðirnar. Báðumegin var hátt og bratt og öðrumegin öldungis gróðurlaust, en hinumeg- in í gilinu var skógivaxið og það svo fast niður að ánni, að hún flóði þar yfir vor og haust. En skógur- inn sá aðeins upp í himininn og niður í ána og gat ekkert breiðst út. „Ættum við ekki að klæða fjall- ið?“ sagði einirinn einu sinni við útlenda eik sem stóð nær honum en nokkurt annað tré 1 skóginum. Eikin leit niður fyrir sig, til þess að gá að hver þetta væri; svo leit hún upp aftur, en svaraði engu. Áin ruddist svo fast fram, að öld- urnar hvítfellu; norðanstormurinn var kominn inn í gilið og hvein í hamrakleifunum; berir fjall- drangarnir slúttu fram yfir gil- barmana og stóð af þeim kuldi. „Ættum við ekki að klæða fjall- ið?“ sagði einirinn og leit við til furutrésins, sem stóð hinumegin við hann. „Eigi það nokkurn tíma að verða gert, þá verðum við að gera það“, sagði furan, strauk kampinn og leit yfir til bjarkannnar; „hvað sýnist þér?“ Björkin leit upp eftir fjallinu; henni fannst hún varla geta dregið andann, svo þyngslalega slútti það fram yfir hana. „Við skulum klæða það, í guðs nafni“ sagði björkin, og ekki voru það fleiri en þau þrjú, og þó ásettu þau sér að klæða fjallið. Einirinn gekk á undan. Þá er þau komu spölkorn áleiðis mættu þau lynginu. Einirinn ætl- aði að láta sem hann sæi það ekki. „Nei, láttu lyngið koma með“, sagði furan. Svo slóst lyngið í för- ina. En ekki leið á löngu áður fór að hrapa undan eininum. „Haltu í mig“, sagði lyngið. Einirinn gerði það, og allstaðar fann lyngið smugu til þess að stinga fingrun- um í, en þar sem lyngið hafði fyrst náð fingrafestu, þar náði einirinn handfestu. Þau klifruðu og klifr- uðu, furan stritaðist á eftir, svo björkin. En svo fór fjallið að hugsa um, hvað það gæti verið, sem væri að klifrast upp eftir því. Og þegar það hafði brotið heilan um þetta nokkrar aldir, þá sendi það dálít- inn læk niður eftir til að gá að því. Það var í vorleysingum og lækur- inn hoppaði ofaneftir. þangað til hann mætti lynginu. „Góða, góða lyngið mitt, lofaðu mér að halda áfram, eg er svo lítill", sagði læk- urinn. Lyngið var í óða önn, létti sér ögn upp og tók svo aftur til óspiltra málanna. Lækurinn smaug undir og helt áfram. „Góði, góði einir, lofaðu mér að halda áfram, eg er svo Iítill“. Einirinn hvessti á hann augun; en þegar hann heyrði að lyngið hefði leyft honum að halda áfram, gat hann ekki verið að banna það. Lækur- inn smaug undir einirinn, helt svo áfram, þangað til hann kom þar sem furan stóð í brekkunni og blés mæðilega. „Góða, góða fura mín, viltu ekki lofa mér að halda áfram, eg er svo lítill“, sagði lækurinn, kyssti á fótinn á furunni og gerði sig svo blíðan, sem honum var unnt. Þá varð furan hálfsmeik og lofaði honum að fara. En björkin rýmdi til fyrir honum án þess hann bæði hana. „Hæ, hæ, hæ“, sagði lækurinn og belgdist upp. „Ha, ha ha!“ sagði lækurinn og belgdist upp. „Hó, hó, hó!“ sagði lækurinn og slengdi öllu um koll, lynginu, eininum, fur- unni og björkinni, og þau botnvelt- ust niður brekkurnar. En í mörg hundruð ár á eftir var fjallið hróðugt af þessu og hugsaði um, hve laglega það hefði brosað í kampinn þennan dag. Það var svo sem auðséð: Fjallið kærði sig ekkert um að þau klæddu það. Lynginu varð gramt í geði, en það varð grænt að nýu og þá fór það aftur á stað. „Áfram!“ sagði lyngið. Einirinn hafði risið upp á aln- bogann til þess að horfa á eftir lynginu; svo reis hann upp á hækjur sínar og horfði, og ekki vissi hann af fyr en hann stóð alveg uppréttur, Hann klóraði sér í höfðinu, fór á stað og beit sig svo fast niður í fjallið, að hann hugsaði að það hlyti að finna til. „Þó þú viljir ekki, þá vil eg“. Furan fór að hreyfa tærnar til þess að vita hvort þær væri ekki brotn- ar, svo lyfti hún upp öðrum fæt- inum og sá að hann var heill, svo hinum, hann var líka heill, og þá helt hún á stað. Fyrst gætti hún að, hvar hún hefði áður gengið, síðan hvar hún hafði oltið um koll og loks, hvar hún ætti að fara. Svo þrammaði hún áfram og lét sem hún hefði aldrei dottið. Björkin hafði skitið sig alla út; nú reis hún upp og fór í ný föt. Og nú var haldið áfram, alltaf á fleygiferð, upp eftir og til hliðanna, hvort sól- skin var eða regn. „Hvað á allt þetta að þýða?“ sagði fjallið, þegar sumarsólin stafaði geislum niður á það, en

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.