Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1960, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1960, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22? i^jömótjeme i3jömóon Sent með ávarpi Reykvíkinga á 70 ára afmæli Björnsons, 8. desember 1902. Þín hirö þekkist, Norömaður, hvar sem hún fer, þar herja svo margir og snjállir; þeir ganga nú fœrri með gildari her, og gullhjálminn þekkjum vér állir. Vér kenndum þér sönginn um sigur á Storð, þú sérð, að vér kunnum að geyma. í sjálfum oss finnum vér afl þitt og orð, og fsland er seint til að gleyma. Þú komst hér svo fríöur, og kvaddir svo snjállt, vér kenndum þig, sönginn og stálið; oss fannst sem vér vœrum í ætt við það allt, og eldgamla norræna málið. Þér fylgdi þar sannleikans frækleiki og traust, oss fannst, aö hann kœmi þar sjálfur, því hann getur einsamáll haft þessa raust, sem heyrist um gjörvallar álfur. Og víst hafa brotizt hér vestur um sæ. þeir voldugu glampandi hljómar, og kœrst vœri, að Norðurlönd œttu það œ, sem öflugast brennir og Ijómar. Vér orkum svo lítið aö stækka þann stig, sem stórmennið öldunum ryöur, en heyrðum vér Brandes, og heyrðum vér þig og herópið: Sannleiki og friður. Og þú veröur æ með þeim fremstu í för, sem finna sér aflið í höndum og láta ekki stöðvast hinn leiftrandi hjör, unz Loki er höggvinn úr böndum. Sú orustunótt verður háreyst og hörð. En hvernig er líka sá dagur: Úr œginum risin hin iðgræna jörð, og óbyggður himinn og fagur. ÞORST. ERLINGSSON. Æskuástir UNGUR að árum trúlofaðist Björn- son stúlku frá Larvik og hét hún Antonette Seemann. Hún var tveimur árum eldri en hann. Var hún þá kennslukona hjá föður hans, kenndi yngri systkinum hans. Hann sá fljótt eftir þessu, en ekki vildi hann bregða heiti við hana. Þegar hann var á 21. árinu, sleit hún sjalf trúlofunina. Um þær mundir var Björnson farinn að leggja hug á frænku sína, Augustu Mjöen. Hún var tveimur árum yngri en hann. Móðir hennar og faðir hans voru systkinabörn og var góð frændsemi milli heimil- anna og tíðar heimsóknir. Var heldur ekki mjög langt á milli Mjöen í Opdal og Nes-prestseturs, líklega eitthvað um 50 km. Aug- usta geðjaðist mjög vel að þessum frænda sínum. Veturinn 1851—52 voru þau bæði í Kristiania, og þar varð vinfengi þeirra nánara, enda þótt hvorugt þyrði að láta í ljós til- finningar sínar vegna trúlofunar hans. Svo lauk trúlofuninni og þá um sumarið (1853) kom Björnson í heimsókn til Mjöen og dvaldist þar nokkra daga. Foreldrum hennar var ekki um það að þau væri að draga sig saman, og var hún því höfuðsetin þessa daga. Daginn áður en Björnson skyldi fara, fór æsku- lýðurin þar úr grenndinni sér til gamans upp á hæsta fjallið sem þar er og heitir Almannafjall. Þar uppi á fjallinu trúlofuðust þau leyni- lega, og hétu að skrifa hvort öðru reglulega. Þá um haustið fór Björnson til Kristianiu með þeim ásetningi að skrifa til að lifa. Þau skrifuðu hvort öðru, en bréfin komust aldrei til skila. Móðir hennar sá um það. Hún mútaði póstafgreiðslumanninum til þess að hirða öll bréfin og koma þeim í sínar hendur. Og þegar þessu hafði farið fram lengi, heldu þau Augusta og Björnstieme, hvort um sig, að hitt hefði iðrast trú- lofunarinnar og vildi að henni væri lokið. Þar með fór trúlofunin út um þúfur, eins og móðir hennar hafði ætlast til. Ástæðan til þessa var sú, að móð- irin taldi — eins og fleiri — að Björnson væri landeyða. Hann tók ekki próf og þess vegna gat hann ekki gert sér neina von um að fá stöðu. Og það var ekki álitlegt að gefa dóttur sína þeim manni, sem ætlaði að lifa á því að skrifa í blöðin. Og svo var Augusta rekin í hjónaband, þvert á móti vilja

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.