Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1960, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1960, Blaðsíða 12
224 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS um nánari fréttir um það, helzt frá honum sjálfum. Síðar segir hann í sama bréfi: „Það sem prentað hefir verið um ástandið á íslandi, ber að líkindum vitni um að umboðsstjórn Dana hafi verið mjög ábótavant, en það ber líka vitni um svo mikinn ís- lenzkan mótþróa og heimskulega þverúð, að það er gott að íslend- ingar á svo frábæran hátt eiga sjálfa sig fyrir vini, því nú eiga þeir víst enga aðra, hafi þeir átt þá.*) Auk þess hlýtur hver mað- ur að undrast, hve íslendingar hafa haft lítinn skilning á að vinna fyrir sjálfa sig, bæði fyrrum og nú. Hina sömu blindu eigingirni, sem þeir sýna nú Danmörku, hljóta þeir að hafa sýnt fyr, og sýna nú hver gagnvart öðrum og allir gegn öllu. Hefðu þeir sanna ættjarðarást, þá hefðu þeir nú staðið betur að vígi, og þá ynnu þeir nú sjálfir að sáttum og end- urbótum. Þér eigið erfitt verk fyr- ir höndum, af því þér þurfið að eiga við harða og eigingjarna menn. Eg verð að vita hvernig málunum er varið; eg skal þegja yfir því sem þér viljið. Eða segið mér, ef hér er nokkur, sem eg get farið til, til þess að fá að vita hjartans meiningu yðar.“----- 10. nóv. meðan Björnson er enn í Kaupmannahöfn, fekk hann bréf frá Finsen. Björnson svaraði því daginn eftir og má sjá á svari hans að bréf Finsens hefir fært honum góð tíðindi og sagt að framfarir væri byrjaðar á íslandi. Síðan segir hann: „Land endurfæðist ekki á einum degi. En komið á endurreisnarveg, gengur það vissulega ávalt hrað- ara en sjálfir endurbótamennirnir *) Björnson hafði geðjast illa að þeim fslendingum sem hann kynntist á fyrstu árum sínum í Kaupmanna- höfn. — geta ímyndað sér. Þér munuð ein- hvern tíma lifa þetta á íslandi. Sé landið verulega í framför, mún það taka stakkaskiptum fyr en varir, og í einu í öllum greinum. En liggur ekki hinn eðlilegasti verslunarvegur íslands um Noreg? Eiga menn ekki ávalt að láta hið eðlilegasta þroskast? Það er líka hið fljótasta. Hvað er hér til fyr- irstöðu? Hvers vegna leitar ís- land ekki til Björgvinjar, sem er útbúin til þess að birgja upp Norð- urlöndin, sem hefir frá alda öðli rekið alla þess konar verslun, og er öguð til þess að fara vel með viðskiptamenn sína? Hvað er til fyrirstöðu? Tollfyrirkomulag? Þá verður að bæta það. Leifar af einkaréttindum og verslunar- ánauð? Þá burtu með það. Hleypi- dómar, danskir hleypidómar? Þá verður að eyða þéim, brenna þá til kaldra kola. Hræðsla um að vér munum ná íslandi aftur? Gildir einu fyrir hlutaðeigendur. Hinn sanni hagur íslands er líka hagur Norðurlanda, hann er ekki undir því kominn, hverju það til- heyrir, en hann er grundvallaður að miklu leyti á sjónum, innan- lands framförum, siglingum og verslun. Eg er viss um að hið danska ríkisþing og blöðin (hvort tveggja þetta myndar stjórnina) muni hafa vit á að láta ísland eiga sig sjálft og láta þá auðs- uppsprettur þess ryðja sér sjálfar vegi sína.“ ÁRIÐ 1870 ritaði Björnson grein í blað sitt „Norsk Folkeblad", er hann kallar ísland og Noreg. Hún hefst svo: „Vér (og margir með oss) höf- um lengi hugsað, að mismuriur sá á menntun, hugsunarhætti, at- vinnuvegum, sem veldur því að Danmörk getur ekki lynt við ís- land, og ísland ekki við Dan- mörku, ætti að lokum að koma Noregi til þess að bera upp opin- bera tillögu til Danmerkur um að láta spyrja ísland ráða, hvort það vildi snúa heim til vor, sem það er runnið frá, sem það á sameigin- lega sögu með og líkist mjög, bæði land og fólk og atvinnuvegir. Sú góðvild, sem báðar þjóðir bera hvor til annarar, mundi gera samninginn (um þetta) hægan og sambúðina framvegis þolanlega. Þá er einn af samverkamönnum vorum kom með tillögu um þetta, tóku dönsk blöð því með nokkurri þykkju. Hér er engin ástæða til neins slíks. Danmörk getur jafn lítið gert að því, að hún fyr eða seinna verður að sleppa'íslandi — sem að því, að ísland er frábrugð- ið henni að menntun, eða lifnaðar- hættir fjallaeyunnar eru öðru vísi en hagur hins frjóvsama flata lands.“ Bréf til Jóns Sigurðssonar Sama árið ritar Björnson fyrsta bréf sitt til Jóns Sigurðssonar til þess að leita upplýsinga hjá hon- um. Þrjú bréf frá honum til Jóns hafa fundizt, og er eins líklegt að þau hafi aldrei verið fleiri og að Jón hafi ekki svarað þriðja bréfi hans. Fyrsta bréf 23. marz 1870. Með því að sameiginlegur kær- leikur tengir okkur saman, mis- virðið þér ekki við mig, að eg bið yður um að útvega mér tímarit, skjöl, uppskriftir og blaðagreinar, sem gætu í hinu útbreidda blaði mínu skýrt fyrir Norðmönnum af- stöðu íslands til Danmerkur. eins og hún er í raun réttri. Einkum óska eg að fá hagfræðilega sann- aða afturförina, hina illu meðferð, einkaleyfistíðina og afleiðingar hennar, stjórnskipunarbaráttuna og auk þess þau ummæli og önnur atvik, sem geri öllum augljóst, að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.