Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1960, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1960, Side 1
16. tbl. Sunnudagur 8. maí 1960’ XXXV árg. Birgir Kjaran: Svipast Brimar fyrir Stað VIÐ göngum upp á hæð fyrir ofan bæinn og horfum til hafs. Það brimar fyrir Stað þótt logn sé undan Grindavík. — Við okkur blasir nokkurra kílómetra löng strandlengja, suðurströnd Reykja- nesskagans. Enginn jafn skamm- ur spölur íslandsstranda getur sagt sögu jafn margra skipsskaða og geymir slíkan ógnafjölda minn- inga átakanlegra atburða, og þó sem betur fer einnig frábærra af- reka við björgun úr sjávarháska. Þarna innst er Selvogurinn og Strandarkirkja, nær er Herdísar- víkin, Krýsuvíkurbergið, Hrauns- víkin, Þorkötlustaðahverfið, Hópið við Grindavík, Gerðistangar, Stað- armalir og svo út með Staðarberg- ið, Víkurnar, Háleyjar, Hrafnkels- staðabergið og Skarfasetur yzt á suðurtánni. Allt sjáum við þetta nú, að vísu ekki í sömu andránni, en við érum að leggja upp í leiðangur eftir tröllaveginum út að vita, og á leiðinni kemur þetta smám sam- an í Ijós. Áður en við höldum af Stað, verður okkur enn skrafdrjúgt, því Manni kann frá mörgu forvitni- legu að segja og hefur ákveðnar meiningar um hlutina. — Ég varpa t. d. fram spurningu um það, hvað hald hans sé um göngin hans Egg- erts Ólafssonar, göngin undir Reykjanesið. — Vegna þeirra, sem ekki þekkja það mál, felli ég hér inn í, það sem Eggert segir í Ferða- bók sinni um Reykjanesgöngin: „Annars er það algeng sögn, að undir skaga þann hinn mikla, sem er meginhluti Gullbringusýslu, liggi göng, og sérstaklega séu göngin víð milli Grindavíkur og Vogastapa, og á fiskur að ganga í gegnum þau. — Sögn þessi er í sjálfu sér alls ekki fráleit, því að vér vitum, að landið er hér allt umbylt af jarðeldi bæði á yfirborði og niðri í djúpinu og hvarvetna í því gjár. Þar hljóta einnig að vera neðanjarðarvatnsföll, sem falla út í Reykjanesröst.“ — Þannig fórust Eggerti orð fyrir um það bil tvö hundruð árum, og nú legg ég spursmálið fyrir Staðarbóndann og honum verður hvergi svarafátt. um á Suðurnesjum lll. Gamaliel bóndi á Stað horfir til hafs. Hann segist trúa því, að á renn! neðanjarðar undir nesið. — „Það er alveg víst eftir gömlum sögn- um og meira að segja veit ég það eftir pabba sáluga, að þegar þeir reru í Höfnum, þá sögðust þeir hafa náð í ósalt vatn, eitthvað blandað náttúrlega, en daufara en sjó, út af Skarfasetri. — Pabbi sagði, að það væri alveg sjúrt, að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.