Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1960, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1960, Side 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 249 Oddur V. Gíslason. lína hefði brugðizt. — Eitt árið strandaði færeysk skúta á Ræn- ingjaskeri framan við endann á Staðarhrauni og öll áhöfnin fórst. Þá var það Clamslysið Það var hinum megin á nesinu, rétt inn- an við litla vitann. Ég kom með þeim fyrstu þarna að. Skipið hefur ekki verið nema svona 30 faðma frá landi. Hann var suðlægur, nokkurt brim. Þeir fóru í bátana, svo liggur hann niðri og svo slepptu þeir og ætluðu sér að róa upp að landinu, en þá er straum- ur þama í röstinni svo mikill, að hann kastaði þeim og bara hvolfdi bátunum strax. Við sáum það, þeg- ar við vorum að koma að, við Björn heitinn, sem var skipstjóri á Grindvíking, 'hann fór með mér. Það var komið Ujótlega með tvo skipbrotsmenn á jeppa. Ég fór að Reykjanesi til þess að hjálpa konu vitavarðarins með þá. Bar þá inn og skar utan af þeim fötin. Það var svo mikil bakkerolía í þeim, að þau voru alveg límd við skrokk- inn. Þetta voru Kínverjar, Þegar ég kom með hnífinn og risti utan af, greip hann ofsahræðsla, og hann veinaði' upp, því að hann hefur víst haldið, að eg ætlaði að gera á sér kviðristu. Frúin helt, að Kínverjinn væri að geispa gol- unni, enda hafði hann ekki meiri mátt en svo, að eg gat haldið hon- um með annarri hendi í klofinu, á meðan eg risti utan af honum tuskurnar. Þeir lifnuðu svo við.“ Og Gamaliel Jónsson bóndi á Stað lýkur máli sínu með að segja: „Ég tel það hreinan glæp, að ekki skuli vera lagður þarna góður vegur. Hvert eitt mannslíf, sem bjargast, borgar þann veg að fullu.“ Þetta sagði hann bóndinn á Stað, sem í áratugi hefur skimað til hafs, þegar stormarnir æða fyrir suð- urströndinni og jötuneflt brimrót- ið molar björgin á Reykjanesi. Hann, sem hefur ótal sinnum séð strönduð skip í brimgarðinum, bíðandi menn á hvalbak og í reiða, línu skotið til hafs og menn dregna á land. Og þegar storminn hefur lægt, hefur það fallið í hans hlut Reykjanesvitlnib að kanna valinn. Hann hefur gengið á fjöru og fundið líkin. Suma þekkti hann, aðra ekki. Það var hann, sem bar heim lík ó- þekkta sjómannsins, sem fannst undir Háleyjarbjargi, og nú hvíl- ir undir merki vitans í Fossvogs- kirkjugarði. Hann sagði, að það væri glæpur að leggja ekki þenna veg, því að á liðnum 30 árum hefðu að minnsta kosti 20 skip- tapar orðið á ströndinni frá Staf- nesi til Krýsuvíkurbergs og í þeim hefðu um sextíu menn farizt. Við skulum nefna þenna veg, sem lagður verður frá Oddsvita að Reykjanesvita, og fyrst og fremst á að hafa þann tilgang að bjarga mönnum úr sjávarháska: „Odds- braut“, í minningu hins mikla brautryðjanda slysavarnanna á ís- landi, séra Odds Gíslasonar að Stað í Grindavík. LOFTEITRUN HJA National Spectrographic Labora- tories í Cleveland (Ohio) í Bandaríkj- unum, hefir nýlega verið fundið upp áhald til þess að mæla mjög skjót- lega hvort eitruð efni eru í andrúms- lofti. Er búist við að þetta tæki muni þykja nauðsynlegt í öllum verksmiðj- um, þar sem mikið er notað af blýi, beryllium, silicon, mercury o. s. frv. Tekið er sýnishorn af andrúmslofti með því að soga nokkuð af því inn í tækið. Þar fer það í gegn um pappírs- síu og verða eiturefnin eftir í henni. Síðan er sían brennd við 6000 stiga hita á Celcius, en birtan, sem af þessu leggur, segir til um hvaða eiturefni eru í loftinu, og er það fundið með sér- stökum ljósmæli. Þetta tekur aðeins 70 sekúndur, en áður hefir slík mæling tekið klukkustund í rannsóknarstofum. Ef svo mikið er af eiturefnum í loftinu að þau geti orðið mönnum hættuleg, gefur áhaldið það sjálft til kynna með rauðu Ijósi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.