Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1960, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1960, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 255 Helgi Valtýsson: u or Frjómoldin ilmar, og grasið grær. GróBur í hverju blaði og strái! Svellandi lif, þar sem svart vár í gær. Sólskm og vor og lömb og œr. — Lífið er vaknað úr vetrarins dái! — Leikandi börn klappa lófunum saman, broseyg og brún t framan! Hér sit eg að völdum. Hver dagur er dœll og dásemdarfagur t mínu rtki! Eg strita og vinn, eg er sveittur og sœll, er sjálfur kóngur, herra og þrœll! — Og moldin ris hæst t móður-Uki! Nú drýpur hunang af hverju strdi. Hér finn eg állt, sem eg þrái! Frá morgni til kvölds, langan dýrlegan dag, Drottinn og eg göngum báðir að verki. Við syngjum báðir vorn sólar-brag við sama fagnandi hjartaslag. — Ög starfsgleðin er okkar aöalsmerki! En hve það er yndislegt erfiði og gaman að unna og starfa saman! Ouð blessi þig, Itfþrungna feðrafold með faðminn þinn grœna l sólarmildi! Guð blessi þig, frjósama móðurmold, sem mettar þin börn og gleður allt hold, — og „ylhýru máli“ gafst eilifðargildi! — Eg beygi kné min t bœn og lotning: Guð blessi þig, móðir og drottning! Stóra stökkið Heimsmet í fallhlífarstökki MAÐUR er nefndur Joe Kittinger og er nú rúmlega þrítugur að aldri. Snemma fekk hann mikinn áhuga fyrir allskonar hraðferðum, og 18 ára gamall hafði hann fengið kappsiglingabát. ekki einn af þess- um gömlu seglbátum, heldur vél- bát, sem fer svo hratt að hann fleytir kerlingum á vatninu. Með þennan bát var hann í tvö ár, en var þá kvaddur í flugher Banda- ríkjanna. Þar var hann fljótt sett- ur til þess að reyna hinar hrað- fleygustu þotur, og um nokkurra ára skeið var hann í Danmörk, Noregi, Belgíu og Hollandi til þess að kenna mönnum að fara með þotur þær, er þessi lönd fengu hjá Bandaríkjunum. Hann var einnig þaulvanur því að stökkva með fall- hlíf, og lét sér fátt fyrir brjósti brenna. Þess vegna varð hann fyr- ir valinu, þegai senda átti mann upp í háloftin og stökkva þar út úr farartækinu og láta sig falla til jarðar. Þótti það að vonum hin mesta dirfskuför Kittinger hafði að vísu komizt í kynni við háloftin áður, því að 1957 hafði hann verið í flugbelg, sem komst í 96.000 feta hæð. Það var í nóvembermánuði sL að tilraunin átti að fara fram á Hvítusöndum, þar sem er ein af eldílaugastöðvum Bandaríkjanna. Klukkan þrjú að nóttu lagði hann á stað frá Alamogordo út á flug- völlinn, því að mikil leynd var yfir þessari tilraun. Aðallega var það þrennt, sem rannsaka skyldi. í fyrsta lagi hve hátt væri hægt að komast í flugbelg. I öðru lagi hvort menn gæti komist lífs af ef þeir fleygðu sér út í geiminn á yztu mörkum gufuhvelsins. Og í þriðja lagi að reyna geimferðabúning, sem ætlaður er þeim flugmönnum, er seinna eiga að fljúga hnatta á milli. Úti á flugvellinum beið hinn mikli loftbelgur með lítilli körfu og í henni allskonar mælitæki, Byrjað var á því að láta Kittinger anda að sér súrefni í tvær klukku- stundir, til þess að útrýma öllu köfnunarefni úr blóðinu, þvi að ella var hætta á því að hann fengi krampa í háloítunum. Því næst var farið að klæðp hann í búning- inn. Fyrst voru það tvenn nærföt úr ull, þar utan yfir flugbúningur eins og menn uota í pólflugi, því- næst hlý samfella þar utan yfir. Á hendur hans voru settir rafhitaðir hanzkar og á fætuma fekk hann skó, með sérstökum sólum. En ut- an yfir allt þetta var hann svo klæddur í nokkurskonar kafara- búning og hjálmur settur á höfuð hans, til þess að hann skyldi ekki

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.