Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1960, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1960, Síða 16
260 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE A A 7 6 V D 5 3 ♦ A 9 3 2 «D94 é KG2 ¥ G 9 7 6 2 ♦ 10 8 4 A A 2 A D 10 9 8 3 ¥ A K 4 ♦ K D 7 * 7 6 A 5 4 ¥ 10 8 ♦ G 6 5 * K G 10 8 5 3 S gaf og sagnir voru þessar: S V N A 1 sp. pass 2 t. pass 2 sp. pass 3 sp. pass 4 sp. pass pass pass V sló út LÁ og A fleygði gosa, svo V spilaði laufi aftur. Þá drap A með 10 og sló út kóng, S drap með S 8 og V drap með hærra trompi, þó ekki gosanum heldur kónginum. Ef hann hefði drepið með gosa gat S hæglega spilað kónginum af honum. En nú helt S að A ætti gosann, og næst er hann komst að, tekur hann slag á SÁ, slær svo út lágspaða og svínar S 9. En þá fær V slag á gos- ann og S tapar spilinu. Húsvitjun. Dreng nokkrum var komið fyrir til kennslu og undirbúnings fermingar ’á einum helzta bænum í sókninni hjá Rannveigu nokkurri. Þá presturinn húsvitjar, lætur hann bóndann spyrja dreng. Hann spyr: Hver hefir skapað þig, Mangi minn? — Svar: — Guð faðir, segir hún Rannveig. — Hver endurleysti þig, narrinn þinn? — Svar: — Jesús, Kristur, segir hún Rannveig. (Bóndi espast): — Hver hefir þá helg- að þig, fanturinn þinn? — Svar: — Heilagur andi, segir hún Rannveig. —. Þá Rannveig heyrir þetta, verður GRÁSLEPPUVERKUN. — Sennilegt er að vatn komi í munninn á mörgum, er þeir horfa á þessa mynd, raðir af þessari ágætu grásleppu vestur á Verbúðum. Þegar grásleppan er orðin hæfilega si gin, er hún seld, og fá hana sjálfsagt færri en vilja, því að vel verkuð grásleppa hefir jafnan þótt hunangsmatur. Og þetta er líka þjóðlegur réttur, því að hvergi í heimi, nema á íslandi, mun sigin grá- sleppa vera á boðstólum. (Ljósm.: Ól. K. Magnússon) hún smeyk og heldur frá sinni hálfu eitthvað feil í vera, gellur því við yfir frá í baðstofunni og segir: — Ekki að hafa mig fyrir því, Mangurinn minn, því hún Oddbjörg systir sagði mér. — Þegar Oddbjörg, sem var hús- freya, heyrir þessu dróttað að sér, kallar hún hátt upp og segir: — Ekki að hafa mig fyrir því, systir mín, því hún móðir mín sæl sagði mér, og mun þó satt vera, því aldrei kom hún, drottins fuglinn ,með neina stórlygi, sem ekki mátti standast. (Skrifarinn á Stapa). Bjamarbrunnur. Brunnur hét Bjarnarbrunnur í Grímsey, en það nafn var þó gleymt þar á eynni 1846—49. En brunnur sá var svo til orðinn, að eitt sinn var vatnslaust í eynni. Kom þá þar eða var þar bjarndýr og sló með hramm- inum upp stein. Kom þar þá upp vatn og var gerður brunnur úr og kallað- ur Bjarnarbrunnur. Sagði séra Páll Tómasson séra Jóni Norðmann 1862, að það væri brunnur sá hjá Sandvík, er síðan hefði verið kallaður Kaldi- brunnur. — (Allrahanda). Kirkjan í Odda stendur í útsuður frá bænum, vegna þess, að áður en kirkjan var byggð sáust par menn „sigla“ í loftinu. Köst- uðu þeir niður sverði, og stóð það á oddinum útsuður frá bænum. Bónd- inn í Odda vissi, að þar átti hann að setja kirkjuna, en honum þótti það óvánalegt og vildi setja hana suð- austur frá bænum, og á því byrjaði hann. En þá var hvert sinn fallið að morgni, það sem áður var búið að byggja að kvöldi. Var þá ráðið af að setja hana þar, sem hún nú er, og tókst það vel. (Brynjólfur frá Minnanúpi). Reykjavíkurtjörn. Einu sinni bjuggu tvær kerlingar sín hvoru megin við Reykjavíkurtjörn. Hittist svo á, að þær voru eitt sinn báðar að skola úr sokkunum sínum, og fóru þá að rífast út af veiðinni í tjörninni, sem báðar vildu eiga. End- aði það með heitingum, og því fór svo, að allur silungur í tjörninni varð að pöddum og hornsílum, og hefir aldrei verið veiði þar síðan. (Hndr. í Lbs.) Vatnagedda. Tvær eru tegundir af geddu, vatna- gedda og sjávargedda. Sá er munur á þeim ,að vatnageddan er það ban- eitraðasta kvikindi, sem til er á ís- landi, en sjávargeddan er aðeins eitr- uð á kviðnum. Vatnageddan er loga- gyllt á lit, flyðrumynduð að stærð og á stsáfi við flyðrulok. Hún sést helzt í þotum og þykkviðrum og á undan ofsaveðrum. Hún tekur ekki aðra beitu en gulL (Úr hndr. í Lbs.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.