Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1960, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1960, Blaðsíða 6
266 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Englandskonungar læknubu menn meb handaálagningu um 700 ár Á SEINNI árum hafa ýmsir menn orðið kunnir fyrir það að lækna sjúklinga með handaálagningu. Sumir telja þetta til kraftaverka- lækninga, en hinir vantrúuðu segja að þetta geti ekki átt sér stað. Og svo er deilt um þetta. Hitt virðist nú vera gleymt, að um nær sjö aldir læknuðu Englandskon- ungar með handaálagningu. Er fremur ólíklegt að sá siður skyldi haldast svo lengi, ef menn fengu ekki lækningu við það, að konung- arnir tóku á þeim. Það var Játvarður góði, er fyrst- ur hóf þessar lækningar, en hann sat að völdum 1042—1066. Virðist svo sem hann hafi læknað alls konar sjúkdóma. Sagt er að hann hafi einu sinni borið lamaðan sjúkling á bakinu til kirkjunnar í Westminster, og þegar þangað kom hafi sjúklingurinn verið al- bata. Margar fleiri sögur ganga af lækningum hans, og sagt er að hann hafi .arfleitt" eftirkomendur sína að lækningamætti sínum. Það var þó aðallega kirtlaveiki, sem þeir læknuðu og þess vegna var hún um langt skeið nefnd kon- ungsveiki" í Englandi. Þessara lækninga Játvarðs getur Shakes- peare í leikritinu Macbeth. Þeir Malcolm og Macduff eru staddir í konungshöllinni, og kemur þá læknir þar og Malcolm ávarpar hann. Malcolm: Mun konungurinn koma út í dag? Læknir: Já, herra, fjöldi veikra vesalinga aú. væntir hans, því sjúkleik þeirra græðir ei nokkur læknislist, en snerti hann þá fær hönd hans slíkan heilagleik frá guði að allt er óðar batnað. — (Fer). Macduff: Og hvaða meinsemd meinar hann? Malcolm: , Það kallast ei nema sýkin. Helgur hulins kraftur frá himnum veitist þessum góða kóngi; frá því eg kom eg sá það oft og einatt. En hann veit aleinn hvernig náð sú fæst; en mjög þjáð fólk, sem sært er allt og sollið, með kaun og kýli, hryggilegt að horf' á, og læknar örvænta um — það græðir hann.*) Og svo tók hver konungurinn við af öðrum og læknaði á þennan hátt. Til lækninganna voru valdir sérstakir dagar. Hófst athöfnin jafnan með guðræknisstund, og mun það hafa verið nokkuð breyti- legt hjá hinum ýmsu konungum. En til er enn siðbók þar að lútandi, gefin út af Hinrik VII. 1686, og má nokkuð af henni sjá hvernig at- höfnin hefir venð. Hún hófst með því, að konung- ur kraup á kné og mælti: „í nafni guðs föðurs, guðs sonar og heilags anda. Amen". Klerkur svaraði og sneri máli sínu til konungs: „Herrann sé í hjarta þínu og á vörum þínum, svo að þú viðurkennir syndir þínar. í nafni guðs föðurs guðs sonar og heiiags anda. Amen". Konungur skriftaði þá þannig: *) Macbeth, IV. þáttur, III. atr., þýð- ing Matthíasar Jochumssonar. „Eg viðurkenni fyrir guði, fyrir hinni blessuðu Maríu mey og öll- um heilögum og fyrir yður, að eg hefi syndgað í hugsunum, orðum og verkum, og það er mér að kenna. Eg bið hina heilögu Maríu og alla heilaga, og yður, að biðja fyrir mér". Klerkur las þá bæn og bað um náð og syndafyrirgefningu. Síðan var lesinn kafli úr biblíunni, venjulega eitthvað um það vald, er Kristur gaf lærisveinum sínum, eins og stendur í 16. kapítula hjá Markúsi guðspjallamanni: „Farið út um allan heiminn og prédikið gleðiboðskapinn allri skepnu. Sá, sem trúir og verður skírður, mun hólpinn verða, en sá sem ekki trúir, mun fordæmdur verða. En þessi tákn skulu fylgja þeim sem trúa: I mínu nafni munu þeir reka út illa anda, tala nýum tungum, taka upp högg- orma, og þó að þeir drekki eitthvað banvænt, þá mun það alls ekki saka þá; og þeir munu leggja hendur yíir sjúka og þeir munu verða heilir". Herbergisþjónn kraup frammi fyrir konungi og hafði sjúkling sér til hægri handai. Sjúklingurinn kraup einnig. Konungur rétti þá fram hönd sína og snart hinn veika blett. Að því búnu leiddi læknir sjúklinginn á brott, en annar sjúkl- ingur kom í hans stað og þannig koll af kolli, þar til konungur hafði snert alla. Að því búnu las klerkur bæn og bað guð þess, að þeir sjúkl- ingar, sem konungur hafði nú lagt hendur yfir í hans nafni, mættu heilir verða og um „alla ævi þakk- látir þér, æðsta lækni allra meina". Eins og á þessu má sjá, hafði öll

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.