Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1960, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGIJNBLAÐSINS
327
Smásagan:
Niagara-fossinn hvarf
VORIÐ var komið eftir hinn langa
og harða vetur 1847-48. Það lifnaði
yfir náttúrunni og fólkinu, því að nú
spáðu allir því að gott sumar færi í
hönd.
Rétt hjá Niagara-fossinum var þá
þúsund manna þorp, en á sumrin var
þar oft miklu fleira um manninn, því
að ferðamenn voru þá þegar farnir að
leggja leiðir sínar þangað til þess að
sjá fossinn. Og.yrði nú gott sumar,
mátti búast við auknum ferðamanna-
straumi og auknum tekjum.
Það eitt skyggði á, að þangað höfðu
komið trúboðar, sem predikuðu hart
gegn ágirnd og öðrum löstum og skor-
uðu á menn að gera iðrun og yfir-
bót. Þeir predikuðu að dagur dóms-
ins væri í nánd og glataður væri
hver sá, sem ekki iðraðist synda
sinna. Þetta hafði vakið nokkurn
kvíða hjá fólkinu. Trúboðarnir spör-
uðu heldur ekki stór orð. Og nú
fyrir skemmstu hafði einn þeirra
þrumað: „Ef þér hverfið ekki frá
syndum yðar, mun Niagara-foss-
inn hverfa. Hafið það til marks".
Sennilega hefir hann ekki verið mjög
trúaður á þetta sjálfur, og fæstir
lögðu trúnað á þetta.
En svo var það að kvöldi hins 29.
marz þegar fólk hafði snætt kvöld-
verð, konurnar voru farnar að þvo
upp diskana og karlamir sestir við
arininn með pípur sínar, að einhver
óhugnanleiki greip fólkið. Það var
eins og einhver snögg breyting hefði
orðið á. Það vantaði eitthvað. Fólkið
skimaði í kring um sig, en allt innan
húss var eins og það átti að vera. Svo
litu menn undrandi hver á annan.
Hvað var að?
Þeir bræður, Jóhann og Gunnar,
fóru til Ameríku á ungum aldri, og
reyndist Jóhann þar vel. Þeir urðu
vel efnaðir og sendu Loðmundar-
firði og Seyðisfirði fjárgjafir, sem
átti að verja til styrktar ekkjum
sjódrukknaðra manna í þessum
byggðarlögum. (H. P. skráði).
Það var þögnin. Aldrei þessu vant
heyrðust ekki drunurnar í fossinum.
Hann var þagnaður, og það var þögn-
in sem fyllti húsin.
Þegar mönnum varð þetta ljóst,
þustu þeir út hópum saman. Úr öllum
áttum komu hópar manna með blys í
höndum. Það var eins og komið væri
gamlárskvöld. Menn skeyttu ekkert
um þótt vegurinn væri blautur og ill-
fær. AUir stefndu til fossins. Þannig
dreif fólk að langt fram á nótt. Og
menn stóðu sem steini lostnir. Foss-
inn var horfinn.
Daginn eftir var sólskin og gott
veður. En þarna var enginn foss. Það
var óskiljanlegt. Nú mátti ganga þurr-
um fótum um gljúfrið þar sem belj-
andi elfurin hafði áður farið, og tína
þar silungslontur í spápollum.
Fréttin barst fljótt og fólk fór að
streyma að úr öllum áttum til þess
að sjá þessa furðu. Um miðjan dag
voru komnar þangað 5000 manna og
allir gláptu á þetta furðulega fyrir-
bæri, þurran hamarinn þar sem foss-
inn hafði áður steypzt fram af. Nú
voru aðeins smásitrur í berginu þar
sem hálf miljón lesta af vatni hafði
áður fallið á hverri mínútu. »
Þegar tók að skyggja um kvöldið
hélt fólkið heim til sín. Menn voru í
þungum þönkum, því að allir minntust
orða trúboðans nokkrum dögum áður.
Menn fóru að pískra um, að dóms-
dagur væri að koma. Jafnvel Indíán-
arnir voru ótta slegnir. „Þetta er
tákn fyrir trúlausa kynslóð", sagði trú
boðinn.
Menn fylltust ótta og skelfingu. Og
þá um kvöldið voru allar kirkjur í
nágrenninu fullar af fólki. Menn fundu
að eina vonin var að biðja. Prestarnir
voru sjálfir ótta slegnir. Þeir reyndu
að útskýra þetta fyrirbæri á eðlilegan
hátt en þeim tókst það ekki. Og fólk-
ið fór heim í daufu skapi. Alla nótt-
ina létu menn kertaljós brenna. Eng-
um kom dúr á auga. Allir sátu og
hlustuðu. Börnin spurðu ótal spurn-
inga, en eldra fólkið var afundið og
svaraði út í hött. Tíminn leið og eng-
ir" heyrðist fossniðurinn.
—Fossinn hlýtur að koma aftur,
sagði hver við sjálfan sig, en það var
ekki meir en svo að þeir tryðu því.
Snemma um morguninn heyrðu
menn einhvern dyn og héldu fyrst að
komið væri steypiregn. En það kom
fljótt í ljós, að þessi dynur kom úr
fjarska og færðist nær. Hann varð
greinilegri og greinilegri og seinast
eins og þruma. Jörðin titraði og hús-
in skulfu eins og í jarðskjálfta. Það
brakaði og brast í hverju bandi og
múrhúðun sprakk og féll niður. t
einhverju ofboði þusti fólk út og
niður að fossi. Og þar sá það hvar
holskeflan kom niður farveginn, drynj
andi, öskrandi.
Menn höfðu fengið bænheyrslu. Elf-
urin var komin aftur og steyptist að
nýu fram af bjarginu. Það komu tár
í augu fólksins. „Guði sé lof, guði sé
lof“ sögðu konurnar og vöfðu bömin
þéttar að sér.
Og svo brauzt fögnuðurinn út í háðs
glósum yfir höfuð trúboðans: „Ekki
nema það þó! Að heimsendir sé að
koma! Heimska!" Þungu fargi var af
létt og nú voru menn brosandi aftur.
Hvílíkur fögnuður að fá að hlusta
á drunurnar í fossinum.
— o —
Seinna vitnaðist hvernig á þessu
fyrirbæri stóð.
Svc sem fyr er sagt hafði veturinn
verið óvenjulega harður og frostmik-
ill. Þykkur ís hafði myndast á Erie-
vatni og ánni. Þegar hlýindin komu,
leysti ísinn frá löndum og vakir urðu
á vetninu. Að kvöldi hins 29. marz
gerði ofsaveður og rak þá allan ísinn
ínn í vatnsbotninn, þar sem áin fellur
úr því. Þarna hlóðust svo upp háir ís-
garðar, sem stífluðu algerlega út-
rennslið. Áin hvarf og vatnig náði
ekki útrás fyr en eftir þrjú dægur.
En þrátt íyrir það þótt orsökin yrði
kunn, töldu menn þetta illan fyrir-
burð einkum þeir, sem næstir bjuggu
lossinum. Hér höfðu náttúruöflin leik-
ið sér að því að hræða fólk, og það var
ekki góðs viti. ímyndunaraflið iék laus
um hala, enda þótt fossinn væri leyst-
ur úr læðingi.
— Lánstraust mitt er að aukast Eg
fór í bankann í morgun til þess að fa
10 þús. kr. víxillán og bankastjórinn
tók mér mjög alúðlega.
— Gaztu þá selt víxilinn?
— Nei, en bankastjórinn hugsaði sig
ofurlítið um áður en hann neitaði mér.
i