Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1960, Blaðsíða 10
334
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
tslandshús i
Hull, reist fyrir
íslenzkt sam-
skotafé
ur, kosinn formaður Æskulýðssam-
bands íslands (5.)
Jón E. Ágústsson endurkosinn for-
maður Málarameistarafélags Reykja-
víkur (6.)
Lúðvík Hjálmtýsson éndurkosinn
formaður Sambands veitinga- og gisti-
húseigenda (10.)
Sveinn B. Valfells endurkosinn for-
maður Félags ísl. iðnrekenda (10.)
Langholtssöfnuður lagði 1 millj. kr.
í kirkjubyggingu á sl. ári. Helgi Þor-
láksson endurkosinn formaður safnað-
arnefndar (11.)
Gunnar Friðriksson, framkvæmda-
stjóri, var kosinn forseti Slysavarnar-
félags íslands (12.)
Tuttugu Lions-klúbbar eru starfandi
á íslandi. Umdæmisstj. er Árni Kristj-
jánsson, framkvæmdastjóri (14.)
Stefán Júlíusson kosinn formaður
Félags íslenzkra rithöfunda (18.)
Kjartan Thors endurkosinn formaður
Vinnuveitendasambands íslands (21).
Valdimar Ólafsson kosinn formaður
Félags flugumferðarstjóra (22.)
Richard Thors var kosinn formaður
Sambands íslenzkra fiskframleiðenda
(31.)
AFMÆLI
Ungmennasamband Skagafjarðar
50 ára (5.)
Helgi Hermann Eiríksson, fyrrv.
skólastjóri og bankastjóri, varð 70 ára
3. maí (6.)
Forseti íslands, herra Ásgeir As-
geirsson, varð 66 ára 13. maí.
Hjálpræðisherinn á íslandi 65 ára
(18.)
200 ár-frá stofnun fyrsta apóteks hér
á landi (19.)
Garðyrkjufélag íslands varð 75 ára
26. maí (26.)
30 ár eru síðan Austurbæarbarna-
skólinn tók til starfa (28.)
Tímaritið Eimreiðin 65 ára. Ingólfur
Kristjánsson tekur við ritstjórn ritsins
(28.)
ÝMISLEGT
Fyrsti brezki togarinn leitaði hafnar
hér á landi frá því fiskveiðitakmörkin
voru færð út í 12 mílur (1.)
Lélegur íslenzkur togarafiskur vek-
ur athygli í Hull og Grimsby (4.)
Samkvæmt sumaráætlun Flugfélags
íslands verður innanlandsflugið aukið
nokkuð (5.)
Kaupmenn óánægðir með lækkaða
álagningu (5.)
Niðurgreiðsla neyzluvara áætluð
287,4 millj. kr. á þessu ári (5.)
Útsvör í Hafnarfirði áætluð 17,3
millj. kr. (5.)
Hitaveitugjöld hækka í sama hlut-
falli og olía til upphitunar húsa (6.)
Þá hækka og strætisvagnagjöld vegna
hækkunar á reksturskostnaði (6.)
Ákveðið hefir verið að gamla „Hótel
Hekla“ skuli rifin (6.)
10. maí voru liðin 20 ár frá hernámi
íslands (10.)
Hagnaður varð af utanlandsflugi
Flugfélags íslands sl. ár, en tap af inn-
anlandsflugi (10.)
Björn Pálsson, flugmaður, hefir flutt
1000 sjúklinga í sjúkraflugvél sinni
(10.)
Lögreglan hefir óskað eftir því við
kennara, að þeir starfi í lögreglunni
yfir sumarmánuðina (11.)
Stærsta tjónið, sem Samvinnutrygg-
ingar greiddu sl. ár nam rúml. 14 millj.
kr. (12.)
Aðfaranótt 10. maí var Elíasi Hólm,
Bergstaðastræti 19, misþyrmt í svefni
(12.) t
Sparifjáraukning í bönkunum var
meiri í apríl-mánuði en nokkrum öðr-
um mánuði fram til þessa (13.)
Efnt var til fyrsta sjóstangaveiði-
mótsins hér á landi með þátttöku 50—
60 útlendinga. Gert var út frá Vest-
manneyum (14. og 20.
Hörgull er mikill á fólki til sveita-
starfa. Um 200 færri útlendingar koma
í ár en í fyrra (14.)
Smyglað áfengi fannst í Jökulfelli
(17.)
Vísitala framfærslukostnaðar reynd-
ist 105 stig (20.)
Uppvíst er orðið, að 80 þús. dollarar
af innstæðura Olíufélagsins hf. í