Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1960, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1960, Blaðsíða 6
330 LESBÓK MORGUNBLAÐ SINS Sigurður J. Arness Dreymt i E G kynntist Árna Þórarinssyni f Vestmanneyum þegar hann var níræður að aldri, og þá orðinn blindur. En sæmilega heyrn hafði hann þá enn og var það hress, að hann fylgdi oftast fötum. Hann var þá hjá dóttur sinni, frú Sigríði Johnsen í Frydendal, og naut þar beztu umönnunar og atlætis. Einn var hann í herbergi og var þar alltaf hlýtt og notalegt enda þótt margur ætti við kulda að búa á stríðsárunum. Árni var maður ró- lyndur og orðljúfur við hvern sem hann talaði. Margar fallegar sögur sagði hann mér, þá fundum bar saman. Var unun að hlýða á frá- sögn hans, því að maðurinn var stálminnugur og vel greindur og hafði frábæra frásagnarhæfileika. Leið mér og að öðru vel í návist hans, því að hann var manna fallegastur, sléttur og bjartur á hörund, vel limaður og skýr og hlýr í máli. Marga stundina sat eg hjá Árna þegar eg var í Frydendal hjá dótt- ursyni hans, Árna Johnsen kaup- manni (1916—17). Eg hefi alla ævi tekið mikið mark á draumum, og þess vegna var það einu sinni að eg spurði Árna hvort hann gæti ekki látið sig dreyma fyrir ókomn- um atburðum, annað hvort þar eða annars staðar. Hann taldi mikil vandkvæði á því, því að hann hefði aldrei neinn draumamaður verið, og svo hefði sig aldrei dreymt neitt seinustu 30 árin. „Eg hefi aldrei lagt neinn trún- að á drauma“, sagði hann, „og þótt mig dreymdi stundum eitthvað 1 æsku ,þá voru þeir draumar oft- að bón ast stuttir og óskiljanlegir. Nei, draumum er ekki trúandi“. En eg gafst ekki upp að heldur, þótt hann tæki þessu svo fjarri. Fannst mér endilega að það mundi sízt markleysa, er slíkan mann dreymdi. Eg sagði því. að ef hann vildi lofa mér því að reyna að láta sig dreyma, þá skyldi eg leggja all- an hug á að það mætti takast. Og síðan gætum við svo rabbað saman um draumana og reynt að ráða þá. „Eg vil gjarna verða við bón þinni, ef mér er það unnt“, sagði hann þá, „og það því fremur sem eg má þá eiga von á þér á hverj- um degi og fæ að spjalla við þig um ýmis þau málefni, sem okkur eru geðfeldust“. Og svo gerðum við þarna þann einkennilega samning, að hann skyldi reyna að láta sig dreyma, en að þetta yrði ekki á annara vit- orði en okkar tveggja. Upp frá þessu dreymdi Árna marga drauma, og stundum dreymdi hann margar nætur í röð Sumir þessir draumar voru mér viðvíkjandi, en aðrir^ viðvíkjandi öðrum mönnum, bæði fjær og nær. Yrði oflangt mál að segja frá því öllu hér. En einn draum hans ætla eg þó að segja hér. ~ik~ Draum þenna dreymdi hann að- faranótt 23. janúar 1917. Þóttist hann vera kominn upp á Helga- fell og horfa til austurs til Elliða- eyar og Bjarnareyar. Þá sér hann að tveir vélbátar eru austan við eyar. Sá hann þá svo greinilega, að hann gat talið mennina á hvor- um báti. Voru 5 á öðrum bátnum en 4 á hinum, en ekki bar hann kennsl á þá né bátana. Veður fannst horium dimmt í fyrstu, þykkir og dökkir skýabólstrar á lofti. En allt í einu brýzt sólin í gegnum kolsvört skýin og stafar geislum beint á báða bátana. Við það hófu allir mennirnir hendur sínar upp í sólargeislana og sungu hátt og skýrt: Faðir andanna. End- urtóku þeir lagið nokkrum sinn- um, þar til ský dró aftur fyrir ;ól og myrkur fell yfir. Varð draum- urinn svo ekki lengri. Ekki lifði Árni það að sjá draum- inn rætast, því að hann andaðist þennan vetur En draumurinn kom fram 3. marz 1918. Þá fórust tveir vélbátar austur við eyar. Annar þeirra hét „Adolf“ og voru 5 menn á honum: Björn Erlendsson, Þing- holti í Vestmanneyum, formaður, Bergsteinn Erlendsson vélstjóri bróðir hans, Árni Ólafsson á Lönd- um í Vestmanneyum, Páll Einars- son, Löndum og Jóhannes Olsen i Vatnsdal, Vestmanneyum. — Hinn báturinn hét „Frí“ og með honum fórust 4 menn: Ólafur Eyólfsson frá Hrútafelli undir Eyafjöllum, formaður, Karl Vigfússon vélstjóri frá Seyðisfirði, Karel Jónsson frá Selsundi í Rangárvallasýslu og Sigurður Brynjólfsson í Nýhöfn á Eyrarbakka. í bókinni „Formannsævi í Ey- um“ lýsir Þorsteinn Jónsson í Laufási veðrinu þennan dag og hvernig hann og fleiri björguðust þá með naumindum (bls. 243— 247). Það er athyglisvert, að þegar Þorsteinn var hættast kominn, sá hann ljós, er aðrir sáu ekki, og það bjargaði þeim. „Það var vissu- lega að þakka handleiðslu æðri máttar, en ekki mínum verðleik- um“, segir Þorsteinn um það hvernig þeir björguðust.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.