Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1960, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1960, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 331 Þetta gerðist í maimánudi SJÁLFKJÖRINN forseti Framboðsfrestur til forsetakjörs rann úr 22. maí. Hafði þá aðeins borizt framboð núverandi forseta, Asgeirs Ásgeirssonar, og er hann því sjálfkjörinn (26.) INNFLUTNINGS OG GJALDEYRISMÁL Alþingi samþykkti nýtt frum- varp um gjaldeyris- og innflutn- ingsmál. Er með lögunum veitt mjög aukið frelsi til viðskipta og framkvæmda. (21.) TOLLVÖRUGEYMSLUR Ríkisstjórnin leggur fram á al- þingi frumvarp um tollvörugeymsl- ur, þ. e. a. s. geymslur þar sem heimilt er að hafa vörur, án þess að greiða þurfi af þeim aðflutn- ingsgjöld fyrr en jafnóðum og vör- urnar eru seldar eða teknar í notk- un (18.) VEÐRIÐ Fyrstu daga mánaðarins var af- bragðsgott veður hér á landi, en svo kólnaði tvo til þrjá daga og var hiti undir frostmarki nyrðra. Eftir það hlýnaði aftur og veðurblíða var hér slík um allt land að menn muna vart annað eins í maí-mánuði. Hiti komst upp í 20 stig á Egilsstöðum og hér í Reykjavík komst hitinn upp í 19,3 stig, sem er methiti í þessum mánuði frá því að menn fóru að fylgjast með hita- stiginu. Upp úr 20. maí hólnaði og snjóaði fyrir vestan og norðan. A norðanverðum Vestfjörðum kom á- hlaupaveður og mun eitthvað af kind- um hafa farizt. Spillti kuldinn mjög gróðri, sem var vel á veg kominn, þó ekki að ráði sunnanlands. Síðast í mánuðinum hlýnaði aftur og rigndi þá nokkuð víða um land. UTGERÐIN Togarafnir voru dreifðir á heima- miðum, við Austur-Grænland og á Ný- fundnalandsmiðum. Afli var sæmileg- ur, en þó heldur tregur á Nýfundna- landsmiðum. ísrek hefir verið þar > Asgeir Ásgeirsson forseti íslands. — Höggmynd eftir Nínu Sæmundsson. nokkuð svo og við Austur-Grænland. Nokkuð fór að draga úr afla bát- anna í maí og fækkaði þeim stöðugt þar til flestir eða allir voru hættir um miðjan mánuðinn. Þetta var með beztu vertíðum Faxaflóa-, Snæfellsness- og Vestfjarðabáta, en í Vestmannaeyjum var hún ekki jafngóð. Aflahæsti bátur vertíðarinnar var Stapafell frá Ólafs- vík með 1227 lestir og Arnfirðingur í Grindavík næstur með rúmar 1200 lestir. — Undirbúningur fyrir síldarvertíðina hófst síðari hluta mánaðarins. Samkomulag náðist milli LÍÚ og SH um fiskverð (7. og 8.) Hinum árlegu síldarmerkingum við

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.