Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1960, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1960, Blaðsíða 12
336 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Litskygni og litblinda í AUGUM mannsins er umhverfið marglitt, en ekki eru allar skepn- ur þeim gáfum gæddar að geta séð liti. Sumum kann að þykja þetta undarlegt, en satt er það samt. Litir eru fyrirbrigði, sem torvelt er að útskýra. í myrkri eru allir kettir gráir, segir máltækið, og í. raun og veru er allt efni litlaust. Litirnir eru í liósrofinu og þeir koma fram vegna þess að hlutirmr hafa mismunandi hæfileika til að veita þeim viðtöku. Græni liturinn á grasinu kemur fram við það, að grasið endurkastar aðeins þessum eina lit ljósrofsins, og verður því sjálft grænt í augum okkar. Reynið að útskýra fyrir manni. sem hefir verið blindui frá fæð- ingu, hvernig rauður litur er, eða blár litur. Það er ekki hægt, vegna þess að ekkert er við að miða. Og litir eru hvorki áþreifanlegir ne ilmandi. Talað er um frumliti. í málara- listinni er rautt, gult og blátt frumlitir, en vísindin telja rautt, grænt og blátt (eða fjólublátt) frumliti. Eftir því sem þessir litir blandast saman á margfaldan hátt, koma fram þau 160 litbrigði, sem vísindin tala um, en þau koma að- eins fram í ljósgeislum ekki með blöndun alls konar málaralita. Sumir menn eru litblindir, sem kallað er, og stafar það af galla á sjóninni. — o — Margs konar tilraunir hafa ver- ið gerðar til þess að fá úr því skor- ið hvort dýrin sjái liti eins og mennirnir. En það er vandasamt og ef til vill óvinnandi verk. Reynt hefir verið að láta skepnur velja milli lita, en menn geta þó ekki verið alveg vissir um að dýrin geti aðgreint litina, ef til vill er birtan aðeins mismunandi skær á hlutun- um í þeirra augum, eftir því hvað litirnir eru skærir. En með öllum þessum tilraunum þykjast menn þó hafa komizt að þeirri niður- stöðu, að engin spendýi sjái liti. nema apar og menn. Mynd af um- hverfinu er í augum dýranna að- eins „svart á hvítu,“ hið dökkva mismunandi dökkt og hið hvita mismunandi hvítt, og svo mikið af gráum lit þar inn á milli. Dýrin sakna ekki litanna, sem þau hafa aldrei séð, og myndirnar eru í aug- um þeirra svipaðastar prentuðum myndum í blöðum og bókum, sem mennirnir láta sér nægja, sem ímynd náttúrunnar. Meðan kvik- myndir voru ólitaðar fannst okk- ur þær vera fullnægjandi, en þar höfðum vér þó fyrir augum hinn litlausa heim dýranna. Sumir halda því fram, að hund- ar og kettir sjái liti, og margir full- yrða að hundar þekki lit á fötum. Þess vegna villist þeir stundum á fólki á götu, vegna þess að fatalit- urinn er hinn sami. En þetta er ekki rétt. Vísindin fullyrða að hundar, kettir, kanínur, rottur, hestar, kindur og nautgripir sjái enga liti, eða sjái þá að minnsta kosti allt öðru vísi en vér sjáum þá. Gömul trú er það, að mannýgir tarfar megi ekki rauðan lit sjá, því að þá tryllist þeir. Þess vegna eru nautabanar í rauðum búningum og veifa rauðum dulum til nautanna, þar sem nautaat fer fram. Nú heíir komið upp úr kafinu að tarfarmr sjá ekki rauða litinn, eða geta ekki greint hann frá öðrum litum. Þessi litur tryllir þá því ekki. En það er hreyfingin, þegar rauðu klæðunum er veifað og sveiflað, sem æsir nautin upp og gerir þau tryllt. Þau myndu tryllast jafnt þótt klæðin væri með einhverjum öðrum lit. Fræg er orðin sagan um ráð- snilli piltsins, sem setti græn gler- augu á kýrnar, þegar jörð var orð- in svo sölnuð ,að þær vildu ekki bíta, en eftir það sýndist kúnum grasið vera grænt og bitu það í óða önn. Sagan hefir tapað gildi sínu eftir að það varð kunnugt, að kýr sjá ekki liti. Þær mundu sjá ver með grænum gleraugum, en þær mundu ekki sjá grænan lit að heldur. — o — Venjulegasta aðferðin til þess að komast að því hvort einhver skepna sér liti, er sú, að tengja lit- inn við fæðuna, hafa mat þeirra í íláti með sérstökum lit, en svo tóm ílát með öðrum litum þar um kring. Tilraunadýrin rata fljótt á rétta ílátið, en ekki er víst að þar ráði litskynjun þeirra, þefskynjan gæti átt sinn þátt í því. Og svo þarf að skipta um lit á ílátum nokkrum sinnum til þess að vita hvort tilraunadýrið skynjar aðra liti, og aldrei má matarílátið vera á sama stað deg’ lengur. Þetta er því mjög tímafrekt og vandasamt starf, en það hefir sem sagt leitt í ljós, að engin spendýr sjá liti nema apar og menn. Um fugla er allt öðru máli að gegna. Þeir hafa mjög næma lit- skynjan, enda væri litskrúð fjaðr- anna gagnslaust ef þeir gæti ekki séð liti. En mismunandi er það nokkuð hvaða liti þeir sjá bezt. Rauða liti, gula og græna sjá þeir bezt, en bláa liti miklu síðpr, og má vera að sú sé orsök þess hve fáir fuglar eru bláir. Hörpufuglinn * Ástralíu safnar þó bláum og fjólu- bláum blómum til þess að skrevta með laufið við bústað sinn og sýn- ir með því að harm ber skyn á þessa litL

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.