Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1960, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1960, Qupperneq 1
31. tbl. Sunnudagur 18. september 1960 (rólt XXXV árg. Frá Sjávarhólum að Skafti og nokkur órnefni sem nu eru að glatast Köllunarklettur. LAUGARNES er gamall kirkju- staður. í kirknatali Páls biskups Jónssonar er getið kirkju þar, og hefir hún því verið komin fyrir 1200, og stóð þar svo í sex aldir. Má enn sjá kirkjugarðinn fyrir fram- an baearhúsið. Hann er friðaður. Kirkjan var lögð niður með kon- unglegri tilskipan 4. apríl 1794 og sóknin þá sameinuð Reykjavíkur- sókn. Hannes biskup Finnsson átti þá Laugames. Að honum látnum gift- ist ekkja hans séra Steingrími Jónssyni, og eignaðist hann jörð- ina með konunni. Steingrímur var kjörinn biskup 1824 og vígður á jóladaginn. Kom hann svo út næsta ár og hafði þá fengið styrk hjá konungi til þess að reisa biskups- setur í Laugarnesi. Var það múr- hús og fluttist hann í það 1826. En 1838 keypti konungur jörðina og ákvað um leið, að þar skyldi vera ævarandi biskupssetur. Steingrímur biskup andaðist 1835 og tók þá við Helgi Thorder- sen og bjó í biskupsstofunni í Laugarnesi fram til ársins 1856. En þá lagðist hið „ævarandi" biskups- setur niður eftir aðeins 30 ár. Og það var vegna þess hve samgöngur voru þar erfiðar. Áður en Elliðaárnar væri brúað- ar, var farið yfir þær á vaði hjá Ártúnum. Þaðan lá vegurinn til Reykjavíkur suður á Bústaðaholt og eftir því norður á Öskjuhlíð og þaðan yfir Breiðamýri, norður fyr-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.