Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1960, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1960, Page 2
446 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ir Arnarhólsholt að Arnarhóls- tröðum. Annar vegur lá frá Ár- túnsvaði niður með ánum og Ell- iðavogi að Kleppi, sem stóð drjúg- um spöl sunnar en nú er spítalinn. Frá Kleppi lá svo vegurinn eftir fjörunni, yfir Skaftið, um grand- enn fyrir framan tjörnina og svo niður sjávarbakkann að Laugar- nesi. Eftir að biskupssetur kom í Laugamesi, fekk þessi vegur nýtt nafn og var kallaður Biskupsgata. Frá Laugarnesi lá svo vegur til Reykjavíkur, fyrst um Kirkju- sand og yfir Fúlutjarnarlæk og síð- an niður sjávarbakkann að Rauð- ará, yfir Hlemm og niður holtið og kom á hinn veginn þar sem hétu Vegamót og voru um það bil sem nú mætast Laugavegur og Klapp- arstígur. Um aðrar leiðir að Laug- arnesi var ekki að ræða. Helgi biskup taldi veginn til Reykjavík- ur oft ófæran í votviðrum þegar vöxtur var í Fúlutjarnarlæk og ótræði niður mýrarnar þar fyrir vestan. Þess vegna fekk hann leyfi til að flytjast til Reykjavíkur. Menn geta brosað að þessu nú, þegar allt er breytt, en á hans dög- um var öðru máli að gegna. Þá voru margar leiðir ófærar þar sem bílar bruna nú eftir hörðum og góðum vegum. Laugardalurinn mátti allur kallast eitt foræði og eins var um svæðið milli Laugar- ness og tjarnarinnar hjá Klepps- spítala. Varð því að þræða brúnir sjávarklettanna milli Laugarness og Klepps. Norðan við Laugarás- inn var stórgrýti á stóru svæði, ófært með öllu og oft kafhlaup á milli steinanna. Það sögðu mér gamlir menn skömmu eftir alda- mótin, að þegar þeir voru drengir og sátu um þá atvinnu að fá að sækja hesta fyrir ferðamenn, þá hefði þeir heldur viljað fara upp að Árbæ, en að fara í Laugardal- inn, Sog eða Langholtið, enda þótt um sömu borgun væri að ræða og leiðin miklu lengri að Árbæ. Það var vegna ótræðisins sem var í landi jarðanna Klepps og Laugar- ness. Þar lá alls staðar í og víða voru beinlínis hættuleg dý og keldur, meðal annars á sjálfu Langholtinu. Löngu seinna sagði Knud Zim- sen borgarstjóri mér frá því, að þegar stofnað hefði verið til at- vinnubóta í Reykjavík meðan fyrri heimsstyrjöldin geisaði, hefði sér verið í mun að láta vinna þau verk, er síðar kæmi að gagni. Hann hefði þá verið sannfærður um, að ein- hvern tíma þyrfti að koma vegur eftir endilöngu Langholtinu. Þess vegna lét hann byrja á því að und- irbúa þann veg. En á einum stað á Langholtinu var keldudrag, þar sem vatn seitlaði ofan úr hæðinni þar sem „heimarnir“ eru nú. Hann kvaðst hafa látið flytja grjót þang- að til þess að brúa dragið, en það sökk jafnharðan. Þá lét hann flytja þangað stórgrýti, en það fór á sömu leið, allt hvarf niður í keld- una. Sagðist hann hafa orðið alveg forviða á því hve mikið af stórgrýti keldan gat gleypt, engu líkar en hún væri botnlaus. Að lokum tókst þó að fylla hana. „Hérna var hún“, sagði hann við mig, er við ókum eftir glerhörðum Langholtsvegin- um. Skömmu seinna sagði Ingimund- ur Hallgrímsson í Litla-Hvammi mér frá því, að um það leyti er hann nam land og reisti byggð í sunnanverðu Langholti 1919, þá hefði nokkur hluti af Langholtinu kallast Dragháls. Það nafn er nú gleymt, en líklegt finnst mér að það hafi verið dregið af keldudrag- inu, sem Knud Zimsen lét brúa. Símamaður hefir sagt mér, að er hann var fyrir mörgum árum að koma síma inn að Kleppi, hefði verið ótræðismýri á leiðinni frá Laugarnesi inn eftir öllu, og jarð- vegur þar gjörfúinn, líkt og í rot- um eða milli rústa á heiðum uppi, svo illt hefði verið að festa síma- staurana. Þetta svæði er nú allt þurrt og að miklu leyti vallgróið, en á milli þúfnanna má enn finna hófblöðku og hún vex ekki á harð- velli. — ★ — í Laugarnesi voru fyrrum 3 hjá- leigur. Hét ein þeirra Suðurkot og var niður hjá víkinni, um það bil sem nú er Afurðasalan. Önnur hjáleigan hét Sjávarhólar, en var oftast kölluð Norðurkot. Stóð hún úti á Laugarnesstöngum, þar sem nú er braggahverfið. Nú sjást eng- ar minjar þessara býla. Þriðja hjá- leigan hét Barnhóll og stóð hjá samnefndum hóli fyrir ofan túnið í Laugarnesi. Þegar íbúðarhúsið Hólar var reíst, var það í Barnhólstúninu gamla. Þetta hús reistu þeir synir Bjarna heitins Jenssonar læknis, Jens bókhaldari og Ingólfur kaup- maður. Hefir Ingólfur skýrt mér svo frá, að þar sem húsið stendur hafi ekki verið nein gömul mann- virki. En vestar í lóðinni sem þeir fengu, og sunnan undir Barnhóln- um, þar sem nú er kartöflugarður, voru gamlar húsarústir, og þegar farið var að stinga þær upp, var komið niður á flórað gólf. Það var látið óhreyft, en mold úr rústun- um sett þar yfir. Var þessi mold svo frjó, að ekki þurfti að bera í garðinn fyrstu árin. Er sennilegt að flóraða gólfið hafi verið úr fjósi og þar hafi gamall áburðiír verið bæði úti og inni, og blandast saman við moldina. Barnhóll stendur enn óhaggaður í túni Hóla og geymist þar eitt af fáum örnefnum á þessum slóðum. — ★ — Nokkra sólskinsdaga í sumar gerði eg það að gamni mínu að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.