Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1960, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1960, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 447 Þústin uppi á bjarginu mun vera leiíar Likavörðu „hinnar gömlu“. Takið eftir andlitinu framan í klettinum. tJti sundinu sést Skarfaklettur. rölta milli Laugarness og Klepps- spítala, til þess að athuga staðhætti og örnefni. Voru það þó einkum staðirnir Vatnagarður og Köllunar- klettur, sem mig langaði til að hafa upp á, því að mér lék grunur á, að þessi örnefni hefði færzt til og væri rangt sett á kortum af Reykjavík. Og svo voru tvö ör- nefni önnur, Líkavarða og Líka- brekka. Þau örnefni eru frá kaþólskum sið. Meðan klaustrið var í Viðey, keyptu menn sér þar legstað sér til sáluhjálpar, og guldu jarðir sínar fyrir. Meðal annars var það vegna þessa, að klaustrið eign- aðist svo margar jgrðir suður með s]ó. Þegar nú þessir forsjálu menn önduðust, voru lík þeirra flutt á kviktrjám svo langt sem kostur var á. En það var að Viðeyarsundi, þar sem stóð landamerkjavarða Laugarness og Klepps. Af því mun hún svo hafa fengið nafnið iuka- varða. Frá þessum stað var kölluð ferja frá Viðey, og þá hefir sjálf- sagt fyrst komið upp nafnið Köll- unarklettur. Skammt hlaut því að vera milli Líkavörðu og Köllunar- kletts, því að varðan hafði ekki neina þýðingu fyrir þessa flutn- inga, heldur hitt að þar var auð- veldast að kalla á ferju í Viðey. Þarna kom líka upp örnefnið Líka- brekka, þar sem líkin voru geymd meðan beðið var eftir báti frá Við- ey. Austan við sjávargötuna í Við- ey hét þá Þvotthóll og Líkaflöt, þar sem líkin voru þvegin, áður en þau væri borin upp í klaustrið. Þessi örnefni kallast því á yfir sundið. Til þess að geta staðsett ömefn- in sunnan við sundið, var nauðsyn- legt að finna fyrst hvar landa- merkjavarðan hefir verið. En um hana segir svo í vitnisburði Þór- halls Oddssonar 23. febr. 1605 um landamerki milli Laugarness og Klepps: Úr Þrísteinum „og svo fram eftir Laugarásnum og í Líka- vörðu þá gömlu kölluð er, skammt fyrir sunnan Vatnagarð“. Þessi landamerkjalýsing er tekin upp orðrétt í lögfestu 1747 (er Guðrún Einarsdóttir ekkja Jóns biskups Árnasonar lögfesti sér eignina Laugarnes) og 1785 (er Jarðþrúður Sæmundsdóttir, ekkja Torfa Gísla- sonar lögfesti sér sömu jörð). En í bréfi til bæarstjórnar 14. júlí 1884, lýsa eigendur Laugarness þannig landamerkjum: „Úr Bústaðaborg sjónhending í Þrísteina og svo fram eftir Lauear- ásnum í Líkavörðu (torf) þá gömlu, skammt fyrir sunnan Vatnagarð". Árið 1889 bar Guðni Einarsson í Guðnabæ í Reykjavík fyrir rétti, „að Þrísteinar væri rétt fyrir norðan mjóu Sogin í endan- um á Langholti". Þessir Þrísteinar voru hornmark milli landa Laug- Grjótnáma bæarins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.