Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1960, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1960, Síða 6
450 LESBÓK MORGUNBLiAÐSINS Séð yfir tjörnina yfir að Kleppsspítala. Hér er Köllunarklettur flýgur mér þegar í hug er eg stend hjá fuglaþúfunni. Hann er mestur allra kletta hér í nánd, og milli hans og uppsátursins í Viðey er þráðbein og hrein skipaleið, en sker til beggja handa. Og þá ætti Líka- varða að hafa staðið á innri klett- inum og þústin þar ætti að vera leifar hennar. Varðan var úr torfi og var enn uppi standandi fyrir 75 árum; þess vegna geta enn sést minjar hennar. Eg geng þangað og eg sé ekki betur en að þetta hrúg- ald sé af aðfluttum hnausum og mannaverk á þessu. Og sjónhend- ing frá Þrísteinum norður eftir endilöngu Langholtinu mundi ein- mitt lenda hér. En hvar var þá Líkabrekka? Eg geng niður í fjöru til þess að at- huga víkina betur og brekkuna þar upp af. En það er sjálfsagt ekki að marka að sjá hana nú, því að þar hefir verið linara berg en í klett- unum og sjórinn hefir alltaf verið að brjóta það. Seinast í fyrra braut stórflóð mikið þarna og liggja enn í fjörunni laus björg og steinar eftir þær hamfarir. Trúlegt er að þama hafi fyrrum verið grasi gró- in brekka sem nú er gapandi gjá upp í hólinn, sem Líkavarða hefir staðið á, og þessi brekka hafi heitið Líkabrekka, en sneiðingur hafi verið niður í víkina á bak við klett, er enn skagar þar fram, þótt brotinn sé. Og hér í víkinni hefir verið sæmileg lending. Kletturinn undir Líkavörðu slútir nú mjög mikið og inn í hann að framan er dálítill hvelfdur hellir, sem sjórinn hefir grafið. Má vel vera að hrynji framan af klettinum áður en langt um líður. Köllunarklettur er auðþekktur á því, að vegurinn upp úr grjót- námunni liggur rétt hjá honum. — k — Hér fyrir innan er aðeins eitt lágt klettanef og síðan opnast mal- arströnd, sem liggur í boga inn að Skaftinu. Þar liggur Flugskálaveg- ur niður og skammt fyrir utan hann gengur fram í sjóinn gömul steinbryggja, eða leifar af henni. Þessa bryggju lét Miljónarfélagið gera 1908, til þess að auðvelda flutninga milli Viðeyar og lands. Einu sinni var eg að sýna er- lendum menntamanni bæinn, og þegar hann sá yfir víkina, tjörnina og Skaftið, hrópaði hann upp í hrifningu: „Hér er fagurt, hér ( vildi eg eiga sumarbústað í brekk- unni handan við tjörnina“. En nú er hin fagra vík ekki fögur. Þar eru ljótir kumbaldar og skúrar og alls- konar rusl. Eg kem fyrst að skipsflaki í fjör- unni. Það er kolsvart, eins og skip- ið hafi brunnið. Eg sný mér að mönnum, sem eru skammt þaðan og spyr þá hvort skipið hafi brunn- ið. „Ójá, það gerðu einhverjir sér til gamans á gamlárskvöld að hella olíu yfir skipið og kveikja síðan í því. Þóttust þeir með því móti fá ódýra og stóra áramótabrennu“. Nafn skipsins, „Geir“, stendur enn á flakinu. Og þegar eg leit • seinna í skipaskrána, sá eg að það hafði áður heitið „Gerper“. Árin 1955—56 er skipið skráð í Gull- bringu- og Kjósarsýslu: Geir GK 272, en 1959 er það skráð í Reykja- vík: Geir RE 148, og Áki Jakobs- son lögfræðingur talinn eigandi þess. Eg hringdi því til hans að fá upplýsingar um skipið. Hann sagði mér að skipið mundi eiga langa og merkilega sögu. Það var smíðað 1886 og er því 74 ára gamalt. Það var mjög vandað og gríðar sterkt. Sameinuðu íslenzku verslanirnar munu hafa flutt það inn og skírt það „Gerpe“. Síðar eignaðist Jón Arnesen konsúll það, breytti um nafn á því og kallaði Geir. Friðrik Guðjónsson á Akur- eyri keypti skipið af Arnesen, en síðar lenti það hjá Áka Jakobs- ^ syni þannig, að hann tók það upp í sjóveðskröfu. Skipið var ekki hentugt til fiskveiða, miklu fremur til flutninga, en það gekk illa að ráða menn á það. Lenti það svo hér í Reykjavík og lá aðgerðalaust í höfninni. Hlóðust þá á það hafn- argjöld, og seinast afsalaði Áki skipinu til Reykjavíkurhafnar fyr- ir nær 8000 króna skuld við höfn- ina. í haust sem leið mun því hafa

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.