Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1960, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1960, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 451 verið ráðið til h'lunns þarna í vík- inni, og þar voru ráðin forlög þess. Handan við víkina eru háir hamrar, sem nefnast Skaft. Er það endinn á Kleppsskafti, en það er langur hólrani, sem nær suður fyr- ir gamla Kleppsbæinn. Undir Skaftinu var góð beitifjara, en hætt við að kindur gæti flætt þar. Hefir sagt mér kona, sem ólst upp á Kleppi, að alltaf hafi þurft að reka féð úr fjörunni áður en féll að. Yfir Skaftið og staðinn þar sem Kleppsspítalinn stendur nú, lá gamla Biskupsgatan. — 'k — Föstudaginn 12. ágúst lagði eg enn leið mína um þessar slóðir til þess að athuga Köllunarklett bet- ur, og gekk í gegnum Balbóbúðir. Þar stendur lítill snáði uppi á skúr eða stórum kassa, réttir fram hönd- ina og býður mér góðan dag. — Hvað ertu að gera þarna uppi? spyr eg. — Eg er hér með dúfu, segir hann og sýnir mér dálítinn kassa, sem vírnet er strengt yfir, en niðri í kassanum var svört dúfa. — Þú mátt ekki geyma dúfuna þarna, segi eg, því að Dýravernd- unarfélagið mundi lúskra þér fyrir það, ef það kæmist að því. — Þetta er aðeins til bráða- birgða, segir hann. Bróðir minn náði dúfunni og nú er hann að smíða hús handa henni. Nú ber þarna að litla stúlku og minni dreng. Þau eru sýnilega systkin þessi þrjú. — Getið þið ekki geymt dúfuna í þessum stóra kassa, segi eg. Þetta væri ágætt hús fyrir hana. — Ne-hei, segir telpan, þetta er húsið okkar. Og svo bauð hún mér inn. Þarna var þá snotrasti sumarbústaður, eldhús fyrst og stofa þar inn af með rúmi, borði og kistu, og tjald fyrir glugga. Það er líka tjald fyrir eldhúsglugganum, en rúðan er brotin. — Hún brotnaði hérna um dag- inn, segir telpan. — Eg braut hana, segir eldri drengurinn í einlægni, en eg gerði það óvart. — Ykkur vantar vatnsleiðslu, rafmagn og eldavél í eldhúsið. — Við eigum eldavél, sem við förum stundum með hingað út og sjóðum okkur hafragraut, svarar telpan. Og bróðir okkar er að út- búa raflýsingu í húsið. Það er auðheyrt að þau líta upp til stóra bróðurs sem fram- kvæmdamannsins. Og nú ber hann þarna að og segir: — Já, eg hefi fengið mér „batt- erí“ og svo fæ eg mér leiðslur og set lýsingu í húsið. Hann er 11 ára gamall. — Hefir þú smíðað húsið? — Nei, ekki alveg, en að mestu leyti. — Hér er talan 54 yfir dyrum, hvað þýðir hún? — Þetta hús er númer 54 í Balbókamp, segir hann. — Hvar er svo dúfnakofinn, sem þú ert að smíða? — Hann er hérna, og drengur- inn kemur með dálítið timburhús. Það er ljómandi fallegt og ber vott um smiðshæfileika drengsins, þótt efniviðurinn hafi ekki verið sem beztur. Skaftið, austustu klettarnir bjá Viðeyarsundi. Uér var íyrrum góð beitiíjara.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.