Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1960, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1960, Síða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 457 Nýa orkuverið hjá Efra-Sogi tók til starfa. Ferðaskrifstofa ríkisins mun efna til 20 daga skemmtiferðar til Norður- landa og Rússlands (13.) Ekkja dr. Rögnvalds Péturssonar í Winnipeg og Hólmfríður dóttir hans færðu Háskóla íslands 7500 dollara g]öf. Skal stofnaður sjóður, er ber nafn dr. Rögnvalds. Sjóðurinn verður aukinn um helming um næstu ára- mót (14.) Matsalnum á Keflavíkurflugvelli lok að að næturlagi flugfarþegum til mik- iila óþæginda (17.) Síðan dragnótaveiði bátanna hófst hefir Fiskideild Atvinnudeildar há- skólans borizt mikið af merktum fiski (17.) Hafinn er útflutningur á heilfrystum kola til Bretlands (17.) Um 5500 lestir af hraðfrystu refa- fóðri hefir verið selt til Svíþjóðar og Horegs á végum Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna (17.) Utsvör í Reykjavík lækka að meðal- tali um 24% (19.) Rúmum 6 millj. kr. jafriað niður á Siglfirðinga (20.) Ferðaskrifstofa ríkisins efndi til Grænlandsferðar fyrir ferðamenn (21.) 220 milljón kr. jafnað niður í Reykjavík í ár. Er það 16 millj. kr. minna en í fyrra. (23.) Sex Vestmannaeyabátar sviptir íeyfum til humarveiða (23.) Kirkjan að Hesteyri í Sléttuhreppi, sem kominn er í eyði, flutt til Súða- víkur (24.) Ákveðið hefir verið að æfingasvæði kennsluflugvélanna verði flutt af Reykjavíkurflugvelli upp í Mosfells- sveit (25.) Skálþoltskirkju gefin fögur Biblía og ennfremur vandaðar útihurðir (25.) Jafnað var niður rúmlega 1,6 millj. kr. í Ólafsfirði á 303 gjaldendur (27.) Sýning á framleiðsluvörum Zeiss- verksmiðjanna í Þýzkalandi haldin hér (28.) Mikil laxagengd hefir verið í flest- um laxveiðiám í sumar (30.) Ölóður maður ræðst á vegfarend- ur í Austurstræti og slær fjóra niður (30.) IÞRÓTTIR Island tapaði landsleik í knatt- spyrnu við Vestur-Þjóðverja með 5:0. Er það mesti ósigur íslenzka lands- liðsins á heimavelli (4.) Sjö íslenzkir íþróttamenn valdir til þátttöku í Olympíuleikunum í Róm: Valbjöm Þorláksson, Vilhjálmur Ein- arsson, Svavar Markússon, Björgvin Hólm og Pétur Rögnvaldsson, sem keppa í frjálsíþróttum og Ágústa Þor- steinsdóttir og Guðmundur Gíslason, sem keppa í sundi (4.) Eyólfur Jónsson, suridkappi, hugðist synda frá Keflavík til Reykjavíkur, en hætti við eftir alllangt sund vegna meiðsla, sem tóku sig upp (4.) 65 ára sundkappi, Erlingur Pálsson, yfirlögregluþjónn, synti frá Viðey til lands (5.) Islandsmeistaramótið í frjálsíþrótt- um fró fram í Reykjavík. Fææreyskt knattspyrnufélag, B 36, heimsækir Island (11.) Islandsmótið í knattspymu í I. deild. Valur vann Akureyri 2:1 (14.) — Keflavík vann Fram 4:2 (16.) — Akra- nes vann Akureyri 7:1 (16.). — KR vann Val 7:0 (19.) Akureyri vann KR 5:3 (23.) — Valur vann Keflavík 1:0 (23.) — Akranes vann Fram 5:1 (23.) — KR og Fram gerðu jafntefli 0:0. (26.) — KR vann Keflavík 8:1. — Akranes vann Fram, 6:3. — Akranes og Valur gerðu jafntefli 1:1 (30.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.