Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1960, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1960, Side 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 459 Heilbrigðistíðindi HJARTVEIKIR MENN í tímaritinu ,Circulation“ sem gefið er út af The American Heart Association, segir að það sé miklu hollara fyrir menn, sem hafa feng- ið aðkenningu af slagi að reyna nokkuð á sig, heldur en sitja iðju- lausir með hendur í skauti. Vinna og áreynsla sé sterkur þáttur í lífi hvers manns og stuðli að andlegri og líkamlegri vellíðan. Oft komi það fyrir, að nánustu vandamenn sjúklingsins haldi að hann megi e^kert reyna á sig, og vinir og kunningjar prédiki það fyrir hon- um að fara nú vel með sig. í biöðum útvarpi og sjónvarpi sé líka hamrað á því hve hættulegt geti verið að reyna á sig, ef hjart- að er bilað. Sjúklingarnir verði því íyrir óhollum áhrifum frá um- liverfi sínu, og verði þeim það oft iil falls. S! ÁVARGRÓÐUR SLM FÆÐA Mikið hefir verið talað um, að begar fólki hafi fjölgað svo mjög hér á jörð, að hún geti ekki fram- fleyt+ öllum þeim fjölda að ó- breyttum lifnaðarháttum, þá verði menn að leita til sjávarins og fá þar fæðu úr þangi og svifi. Líka hefir verið talað um, að þetta muni heppilegasta fæða fyrir geim- fira. Og fyrir skömmu var svo gerð tilraun um þetta á fjórum sialfboðaliðum í Bandaríkjunum. í þrjá daga voru þeir aldir á þör- ungafæðu, en hún var blönduð ýmsu til bragðbætis. Ekki voru sjálfboðaliðarnir þó ánægðir með fæðið. Þeim þótti litur og bragð ankannalegt og svo varð þeim óglatt af því og fengu jafnvel magaverki og höfuðverk. — Þrátt fyrir þetta segja vísindamenn að þörungar geti orðið afbragðs fæða, þegar menn hafi lært að matbúa þá. í þeim sé mikið af eggjahvítu- efnum, aminosýrum og fjörefnum. MARGIR ERU VEIKIR Um 12 ára skeið hafa farið fram rannsóknir í Tulane háskóla í Bandaríkjunum á heilbrigði fólks á aldrinum 30—50 ára. Alls voru 10.709 skoðaðir, og allt þetta fólk Jjóttist vera við beztu heilsu, og enginn hafði leitað læknis í hálft ár áður en skoðun fór fram. Allt betta fólk hafði einhverja atvinnu, sem bað stundaði daglega. En það undarlega skeði, að 92% voru með einhvern kvilla, venjulegast á byrj- unarstigi. Krabbamein fannst í 77, en 444 voru með byrjandi mein semd, sem vel hefði getað orðið að krabbameini. Og 65.3% af kon- unum voru með einhvern kvenleg- an sjúkdóm. SKÖLLÓTTAR KONl'R Leiðinlegur faraldur gerir nú vart við sig meðal menningarþjóða heimsins: Konurnar eru að missa hárið og verða sköllóttar. Læknar segja, að hér sé um sjálfskaparvíti að ræða. Konurnar noti harða nælon-hárbursta, strengi á sér hár- ið með gormum og klemmum og noti óholla vökva í hárið. En þeir segja líka að hægt sé að bæta úr þessu með því að leggja niður þessar aðferðir, þvo hárið í þess stað úr hreinni sápu og lofa því að liðast eða falla sem eðlilegast. Með því móti muni smám saman vaxa ný hár í stað þeirra, sem eyði- lögð hafa verið með strengingu og óhollum hármeðulum. Ef konur fari vel með hár sitt, sé mjög litl- ar líkur til þess að þær geti orðið sköllóttar. ANDARTEPPA Dr. George V. LeRoy, prófessor í læknisfræði við háskólann í Chicago, ráðleggur andarteppu (asthma) sjúklingum að hætta við öll meðul, þeir skuli þrauka og reyna að bera kvalaköstin, og þá muni þau hætta af sjálfu sér. Hann segist hafa farið að hugsa um það hvernig andarteppa hefði verið læknuð fyr á tímum þegar menn sé í vandræðum með hana nú, með öllum þeim ágætu undralyfj- um, sem fundin hafa verið upp á seinustu árum. Hann leitaði til gamalla lækningabóka, sem menn eru nú of lærðir til þess að meta, og þar fann hann, að andarteppa læknaðist vanalega af sjálfu sér. Þessu hafi menn gleymt og á seinni árum hafi sjúklingum verið fengin í hendur „til sjálfshiálpar“ hvert undralyfið á fætur öðru: epine- phrine, antihistamines, amino- phyllin og hormónalyf. Sjúklingar grípi óðar til þessara lyfja, ef þeir fá kast og haldi að þeir muni deya ef þeir séu ekki nógu fljótir að grípa til meðalanna. — Eftir langa reynslu segist hann nú ekki hika við að ráðleggja langflestum sjúkl- ingum að hætta alveg við meðul, og þeir muni komast betur af. Einihver Leitis-Gróa sá að bill Mr. Jones stóð utan við knæpu. Hún rauk þá í alla sem hún gat náð í til þess að segja þeim að Mr. Jornes sæti að drykkju í knæpunni. — Hann svaraði með því að láta bíl sinn standa heila nótt utan við dyrnar hjá henni. — • — Gallinn á að vera stundvís er sá, að enginn er fyrir til að meta það? t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.