Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1960, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1960, Blaðsíða 1
40. tbl. Sunnudagur 20. nóvember 1960 béh XXXV árg. Hús sem hverfur bráðum Elzta verslunarlóð Reykjavíkur breytir um svip REYKJAVlK er sem óöaxt að fella hinar gömlu fjaörir. Stundum hjalp- ar eldurinn til þess, og stundum mennirnir. Gömlu húsin í Miðbœn- um týna tölunni, og í hvert skipti sem eitthvert hús hverfur, verbur svipbreyting á bœnum. Á þeim staö hefst svo ný saga, en skóhljóö fym alda þagnar og gleymist, nema bví aðeins að hið liðna sé rifjað upp. Hver staður á sína sögu og saga hvers staðar er brot úr sögu 'íslenzku höfuðborgarinnar. Röðin er nú komin að húsinu Austurstrœti 1, og á það að hverfa innan skamms. Þetta hús á sér máske ekki merkilega sögu, fremur en mörg önnur hús í bœnum, en staðurinn á sína sógu. Og þar sem staðurinn mun nú skipta algjörlega um svip, eftir að húsið er horfið, og aldrei framar verða neitt líkur því sem hann hefir verið, þá er nú tími til þess að rifja upp sögu hans. FÁLKAHÚSIÐ var flutt til Reykjavíkur um 1760 og endui- reist á malarkambinum vestan /íð Kaðlaspunabrautina (Rebslager- banen, er svo nefndist á beira •V'" 4 ~ ''vém „»'¦«¦«; Veltan var mikið hús á sinni tíð. '-***.-'.¦ ''v* dögum). Ber sögnum ekki saman um hvar það hafi verið áður, seg.ia sumir að það hafi verið úti i Ör- firisey, en eg hygg að réttast sé það sem dr. Jón biskup Helgason segir, að það hafi komið vestan af Seltjarnarnesi og staðið þai í Valhúshæð, sem við það sé kennd. Um líkt leyti, eða 1758, gafst Hörmangarafélagið upp á einok- unarversluninni, en konungur tók við. Var þá verslunarstjórinn í Hólmi jafnframt gerður að toí- stjóra verksmiðjanna í Reykjavik. Hann hét Marcus Pahl og hafði áður verið verslunarstjóri á Eyr- arbakka. Settist hann að í íbúö- arhúsi verksmiðjustjórans, þar sem nú er Aðalstræti 9. Eftir þaö voru verslunarstjórarnir í Hólmi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.