Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1960, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1960, Blaðsíða 10
598 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ig um menningarvandamál, eink- um í seinustu skáldsögum sínum. Laxness hallast helzt að komm- únistum, Hamsun að nazistum. Hvort tveggja er af sömu rót: skorti á hugsun, og þess vegna sefjun frá þessum tveimur kúg- unar-trúarbrögðum. (Vér erum nú um sinn lausir við önnur þeirra). Hamsun og Laxness eru fyrst og fremst ævintýraskáld og öfga- meistarar. í bókum Hamsuns finnst varla nokkur þekkjanlegur Norðmaður, og enginn íslendingur í bókum Laxness. Báðir manna þeir sína heima eftir eigin geð- þótta. Að vísu koma fyrir norsk og íslenzk einkenni hjá hugar- fóstrum þeirra. Hvorki Jón Hregg- viðsson né Steinar í hinni nýu bók, hafa verið til á íslandi, og hvorki Nagel né August hafa ver- ið til í Noregi. En þetta er ein- mitt gott og hressandi eftir hel- greipar raunsæisins. Þannig er Laxness, enda þótt hann taki gönuskeið vegna tví- skinnungsins og þykist þurfa að gera sér laukagarð í eyðimörk kommúnismans. Hann er með þeim ósköpum fæddur að vera skáld og listamaður. Hann skrifar ekki af innblæstri, heldur þegar innblásturinn er liðinn hjá — skrifar ekki fyr en hann hefir velt öllu vandlega fyrir sér. Þannig var H. C. Andersen Þótt hann væri barnalegur í sér, tókst hon- um betur en öðrum, með ígrund- an og málsnilld, að bera hið ein- falda og barnalega fram af skáld- legri list. Hamsun vann á sama hátt. Hér er um að ræða nokkurs- konar „kontrapunkt“ hámarkið í heimi listarinnar. Vals er auðvitað alltaf vals, en það er listarmunur á hvort hann er leikinn á drag- spil á píuballi, eða af Chopin. í þessari seinustu bók lýsir Lax- nes því sama, sem Hamsun lýsir í þriðja — og lélegasta — bindi August-sagna sinna, þar sem August lendir í klónum á endur- skírurum. En sá er þó munurinn, að það sem er einstakt atriði í bók Hamsuns, er grundvallarefnið í nýustu sögu Laxness. Þar flétt- ast einnig inn í áróðurshneigð hans og fordæming þjóðskipulags- ins, enda þótt ekki sé alltaf auð- velt að skera úr hvort hann talar í gamni eða alvöru. Auðvitað er fjölkvæni hér einn af máttarvið- unum, þar getur gaman og alvara farið saman: hann vill fletta ofan af yfirdrepskapnum um einkvæni, þar sem konan er lokuð inni í hjúskapnum en maðurinn hefir ótal leynidyr að skiótast út um til leynilegra athafna. og svo verð ur konan að borga brúsann. Tákn- mynd þessa er Björn á Leirum, sem á óskilgetin börn alls staðar. Brigham Young, lærisveinn spá- mannsins átti 24 konur og heimili handa hverri. Þjóðrekur biskup, sem var trúboði á íslandi, átti ekki nema fjórar konur, og þrjár þeirra voru komnar yfir þann aldur, er gerir fjötkvæni freist- andi: „Hafði drottinn innsett fjöl- kvæni með opinberun að engin kona skyldi úti liggja í skurðum með afkvæmi sín um jólin. Var það útþrykkilegt boð og lögmál kirkju heilagra manna af hinum næstum dögum að mormónar skyldu vernda sem flestar konur með eilífri innsiglun en eigi hrekja þær fyrst á merkur og gera síðan hróp að þeim. Með þeim formála býður Þjóðrekur biskup maddömu Colornay að ganga í hús sitt, og tekur hana sér til eiginkonu auk Járnönnu“. En jafnframt mælir hann þó ein- kvæninu bót, þar sem er aðalsögu- hetjan Steinar í Hlíðum. Þó slær hann úr og í á sinn einkennilega kaldhæðnislega hátt, svo að aHt verður sem í þoku. Hér er frá- sagnarstíllinn spenntur til hins ýtrasta, oft gneistar af honum, en svo höktir hann í málalengingum, vegna þess að penninn hefir feng- ið þann ávana að eltast við æ kyndugri setningar og atvik, sem ekki hæfa höfuðefninu. —OOO— Ævintýr sögunnar er í sjálfu sér næsta einfalt. Miðdepill þess er fámenn og fátæk fjölskylda undir Steinahlíðum. Bóndinn á gráan hest, sem börnin halda að sé ævintýrahestur, og Steinar vill ekki selja hann þótt gull sé í boði. En þegar konungur kemur til ís- lands á þúsund ára hátíðina 1874, gefur Steinar honum hestinn í þakklætisskyni fyrir stjórnar- skrána. Konungur býður honum þá að heimsækja sig í Danmörk. Þetta gengur ekki fram af hon- um, því að hann er sjálfur af konungum kominn og getur rakið ætt sína til Haralds konungs hildi- tannar „Margir voru til þings riðnir að sjá hvílíkir væru menn er fornir rithöfundar hafa gefið líf í bók- um. Voru þar eigi allfáir er töldu til frændsemi við meiri höfðingja en Kristján Vilhjálmsson. Og þó bændur mætu sem vert var tign er þessum útlendingi var af Dön- um gefin með konungsheiti, þá er óvíst að konungur sá hafi nokkru sinni meðan hann lifði komið í hóp manna sem töldu hann svo langt fyrir neðan sig að ætterni einsog þeir kræklóttir beinkram- armenn í bögluðum kýrhúðar- skóm sem hér tróðu marvaðann. Hefir því aldrei verið gleymt á íslandi að sproti þessi á kotungs- aðli þýskum, uppalmn sem töku- drengur í Danmörku, gat aðeins fyrir tilverknað íslenskra ættar- bóka komið saman ætt sinni við

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.