Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1960, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1960, Blaðsíða 6
594 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Smásagan Kau pstaöarferð fyrir hálfri öld R É T T eftir sláturtíð haustið 1907, barst bréf til húsbónda míns, Jóns Stefánssonar bónda á Hreiðarsstöðum í Fellum. Það var frá Þórarni Guð- mundssyni kaupmanni á Seyðisfirði, út af viðskiftum þeirra. Ekki veit eg hvað í þessu bréfi stóð. En fáum dög- um seinna biður Jón mig um að reka fyrir sig nokkrar kindur til Seyðis- fjarðar, þær eigi að leggjast inn í reikning sinn hjá Þórarni Guðmunds- syni kaupmanni. Veðrátta var mjög góð, alveg autt í byggð. Við smölum svo heimalandið og Jón tekur úr 15 kindur, þar á meðal tvævetra á, mósmokkótta, sem hafði misst undan sér um vorið. Hún var undan ágætri forusturollu og þóttist eg hafa séð deili til þess að hún mundi hafa tek- ið forustugáfuna í arf. Eg hafði eitt- hvað orð á því að mér þætti fyrir að hann skyldi ætla að lóga þessari kind, en hann tók lítið undir það, en segir eitthvað á þá leið, að hún ætti að létta mér reksturinn yfir heiðina. Eg lagði af stað síðari hluta dags og var mér fylgt út að Lagarfljóts- brú. Smokka var alltaf á undan, og fór eg að Miðhúsum til gistingar. Árla næsta dags lagði eg svo upp á Fjarðarheiði, gekk mér mjög greið- lega því Smokka fór alltaf á undan og hinar kindurnar fylgdu henni fast eftir. Þegar upp á heiðina kom var þar allt hvítt af snjó, en hann var grunnur og ekki til mikils trafala, pereatið og stofnun fyrsta kaup- félags á landinu. Minningar þeirra eru bundnar við þennan stað, brot úr sögu Reykjavíkur, og geymast ef til vill meðan Veltu- sund fær að halda nafni sínu. A. ó. nema hvað sumarvegurinn var að mestu i kafi og því þurfti að hafa alla aðgæzlu til að fylgja réttri leið. Nú gekk Smokka mikið greiðara en hinar kindurnar og var því ögn erf- iðara fyrir mig að stjórna henni. En alltaf stanzaði hún öðru hverju og beið og horfði eftir bendingum frá mér, hvert hún ætti að stefna. Þannig gekk það alla leið yfir heiðina, eg þurfti aldrei að fara af baki því þó smálækir yrðu á leiðinni þó fór hún Viðstöðulaust yfir þá. Þegar eg kom niður á Stafi þá mætti mér þoka og var hún um tíma svo dimm að eg sá ekki forustuána með köflum, en hún þræddi veginn, sem nú var orðinn snjólaus. Þegar eg kom niður undir Fjarðarsel fóru að verða á leið minni kindahópar og þó Smokka skifti sér lítið af þeim þá var mun verra að eiga við þær kindur, sem áttu að fylgja henni eftir, þær voru farnar að þreytast og vildu gjarnan hlaupa út af veginum þegar þær sáu aðrar kindur skammt frá sér. Eg fór þá af baki og lét hestinn rölta á eftir hópnum en var sjálfur til taks að hlaupa fyrir, eftir því sem með.þurfti. Þegar eg kom út undir kaupstaðinn var að mestu orðið full- dimmt, en ljósadýrðin sem við mér blasti frá húsunum í kaupstaðnum hálfblindaði mig. Við það bættist að nú fór eg að mæta ýmsum sem þarna fóru um og þá hljóp Smokka út af veginum og allur hópurinn á eftir, en strax hlýddi hún mér með að fara aftur inn á veginn þegar eg fór fyrir hana og benti henni hvert hún ætti að fara. Þannig gekk þetta alla leið út á Ölduna, þá kom krakka- hópur á móti mér með hávaða og látum. Hrökk Smokka þá til baka og inn í miðjan hópinn. Þar tók eg í hornið á henni og dró hana fram úr hópnum en bað börnin að reka hinar kindurnar á eftir mér, var Smokka svo auðsveip að eg þurfti ekkert fyrir því að hafa að teyma hana. Eg kom svo kindunum í geymslu á túni rétt hjá Firði. Daginn eftir var eg snemma á fót- um og sá að kindurnar voru kyrrar. Þegar búðir voru opnaðar fór eg til Þórarins Guðmundssonar kaupmanns og tilkynnti honum um erindi mitt. Var mér strax fenginn maður til að sækja með mér féð og reka það í réttina hjá slátur-plássinu (þá var ekki um neitt sláturhús að ræða). Eg bað manninn sem átti að slátra að fría mig við að koma nærri slíku, en hann tók því mjög dauflega, það væri einna helzt ef eg gæti fengið einhvem úr fiskbreiðslunni til að skifta við mig. Svo sendi hann dreng með skilaboð til einhvers ákveðins manns og bað hann að skifta við mig. Það leið einhver stund meðan við biðum og slátrarinn gerðist órólegur, sagðist verða að byrja. Eg hafði staðið þarna við réttina og horft á þennan litla hóp, sem nú átti að aflífa þarna, þetta voru allt vinir mínir sem eg hafði umgengist í heimahögum. Kannski hjálpað sum- um þeirra inn í þennan heim með því að draga lambið frá móðurinni við mjög erfiða fæðingu, eða að bera það hráblautt utan úr hríð og kulda inn í eldhús og dreypa þar á það spenvolgri mjólk, til að halda líftór- unni í því. Og nú var eg kominn með það hér á aftökustaðinn. Æviskeið þeirra var senn á enda, engin misk- unn lengur. Augu mín staðnæmdust hjá Smokku, hún starði á mig sinum móbrúnu augum. Enga ásökun eða hræðslu var þar að sjá. Helzt virtust mér þau vilja segja: „Eg veit hvað min bíður hér, eg finn blóðlyktina og ódauninn af þessum stað, það eina sem eg bið um er að þurfa ekki að bíða lengi hér“. Eg opnaði grindina gekk til Smokku tók í hornið og dró hana út. Hún skyldi ekki þurfa að horfa á hinar kindurnar teknar og bútaðar sundur fyrir augum sér. Eg bað slátr- arann að vera nú fljótur að aflífa þessa kind, því eg gæti ekki hugsað til að láta hana kveljast. Hann tók við henni og lagði hana niður við trogið. Eg greip um fæt-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.