Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1960, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1960, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 593 ingarverðu athæfi þeir hafi gert sig seka í og áminna þá um að láta slíkt ekki henda sig aftur. Stiftsyfirvöldin tóku þá rögg á sig og vísuðu nokkrum piltum úr skóla. En bæarfógeti fekk þau laun, að hann var sviftur embætti. Svo fór um það mál. Rektor gegndi embætti sínu næsta ár og í marz þann vetur (1851) segir hann í bréfi til Jóns Sigurðssonar: „Nú er ástand skól- ans hið bezta, svo að engan þarf að fæla, og frá því eg kom til skólans hefi eg aldrei reynt pilta eins auðsveipa og nú“. Við þá landhreinsun er stifts- yfirvöldin höfðu gert, hafði allt skólalífið breyzt. Það þarf ekki marga gikkina í hverri veiðistöð til þess að allt stefni á ógæfuhlið. Rektor fekk lausn frá embætti sumarið 1851, en varð ekki lang- lífur úr því. Hann andaðist 17. ágúst 1852, og með honum fell í valinn einn af beztu sonum ís- lands. Um þetta segir Benedikt Gröndal sonur hans: „Það var í rauninni pereatið sem varð hin fyrsta orsök til þeirrar veiki, sem gerði útaf við föður minn, því það fekk honum svo mikils, svo þeir herrar gátu hrósað happi yfir sigrinum“. —ooo— Þessi atburður, pereatið, gerðist á horni Austurstrætis og Veltu- sunds, fyrir framan húsið, sem upphaflega var kallað Petræusar- hús. Benedikt Gröndal var þar eitt sumar hjá foreldrum sínum. Hann segir að þetta hafi verið eitt af þeim stærstu íbúðarhúsum, sem þá voru í bænum, og álitið gott hús, þótt enginn myndi nú vilja gera sig ánægðan með það, vegna þess að það hafi verið illa gert að herbergjaskipan og fyrirkomulagi, lágt undir loft, og lítil sem engin lóð. Þarna átti Jón Árnason þjóð- sagnasafnari þá heima. „Jón bjó í austasta herberginu í húsinu og þar var eg á daginn, en við sváf- um uppi á lofti, og þá var Jón Þorleifsson (skáld) þar og hraut og fussaði í svefninum svo að eg varð oft andvaka af því. Seinna fekk eg herbergi við hliðina á Jóni, dimmt og laklegt“. Þarna orkti Gröndal Örvar Odds drápu, oft og tíðum undan prentaranum, og segist oft hafa iðrazt þess. —OOO— Eftir lát rektors fluttist ekkja hans í Gröndalsbæ (Skálann við Grjótagötu) þar sem faðir henn- ar, Benedikt Gröndal dómari, hafði verið seinustu æviár sín. En séra Sveinbjörn Hallgrímsson fluttist í húsið við Austurstræti og var þar um hríð meðan hann var ritstjóri Ingólfs. Húsið gekk kaupum og sölum. Árið 1861 keypti Einar Bjarnason nokkurn hluta þess og byrjaði að versla þar. Einar var Árnesingur og var kallaður Einar stutti. Hann hætti að versla 1871 og fór til Ameríku, en þá eignaðist C. F. Siemsen húsið. Um þessar mundir hafði Jón Guðmundsson ritstjóri Þjóðólfs komið á fót fyrsta kaupfélaginu hér á landi. Var þetta hlutafélag og stofnaði hann það með nokkr- um efnuðum bændum í nágrenni Reykjavíkur, en var sjálfur lífið og sálin í því. Þetta félag fekk nú inni í húsinu Austurstræti 1 og hóf verslun þar. En vegna þess að almenningur skildi ekki orðið „hlutafélag" lagaði hann það í hendi sér og kallaði „hlutaveltu- félag“, sennilega vegna þess að það hafði mikið í veltunni. Og svo var þetta stytt í Veltufélagið, og seinast varð úr því Velta, og festist það nafn við verslunina og húsið. Og nafngiftin náði lengra. Húsasundið þar á milli og Rand- ersku húsanna, fekk nú nafnið Veltusund, og hefir haldið því síð- an. Er það nafn auðvitað óskiljan- legt öllum, sem ekki þekkja þessa sögu. Þetta átti upphaflega að verða fyrirmyndar gata og ná alla leið suður að tjörn. En það hefir líklega gleymzt árið 1883, er Schierbeck landlækni var leyft að reisa íbúðarhús norðan við kirkju- garðinn. Þegar það hús var risið af grunni, kom í ljós að það var einmitt þar sem Veltusund átti að vera, og nú var loku fyrir skotið að það gæti nokkurn tíma náð suður að tjörn. Þess vegna hefir það aldrei náð lengra en suður í Vallarstræti. Jón Guðmundsson tók við stjórn félagsins 1873 og keypti félagið þá húsið Veltuna. Skömmu síðar seldi hann Matthíasi Jochumssyni skáldi blað sitt Þjóðólf, sem hann hafði stjórnað langa hríð með miklum skörungskap. En þá var Jón farinn að heilsu og andaðist hann 1875. Eftir lát hans tók fé- laginu að hnigna og seinast logn- aðist það út af. Og enn gekk Veltan kaupum og sölum. Seinast eignaðist Eyþór Felixson kaupmaður húsið. Hann lét rífa það 1890 og reisa á grunni þess tvílyft hús. Það helt lengi vel gamla nafninu og var kallað Veltan, en það var ekki rétt að öðru leyti en því, að það minnti menn á, að þarna hafði Veltufé- lagið einu sinni verið. Þetta hefir alltaf verið verslunarhús, en eng- in verslun í því hefir heitið Velta. Það er þetta hús, sem nú á að hverfa. Saga bess skal ekki rakin hér. Hitt er meira um vert, að rifjað sé upp, að á þessum stað gerðust tveir sögulegir atburðir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.