Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1960, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1960, Blaðsíða 12
600 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Dýr sem hverfa Hvítu trönurnar eru dauðadœmdar skáld og Laxness, hann er fremur „causeur“, en í „Thais“ ræðst hann eins og Laxness gegn þeim trúarlegu hugmyndum sem fara í bág við það, sem hann helt að væri sitt seinasta athvarf, en brást honum einnig. í elli sinni gerðist hann kommúnisti. „Það er betra að berast með straumnum en láta hann velta sér“, viður- kenndi hann þegar honum höfðu brugðist allar vonir um endur- heimta paradís í austri. Laxness er ekki eins, hann trúir enda þótt hann verði eftir meðferðina á Ungverjalandi, að biðja í leynd- um: „Herra, eg trúi, en hjálpa þú trúleysi mínu“. Paradísarheimt heitir hin nýa bók. Það er kaldhæðni en þó af hinum einstæða tvískinnung Lax- ness. Annars vegar eru mormón- arnir og sæla fjölkvænisins, en á hinn bóginn Steinar, sem að lok- um hverfur heim frá þessari vakn- ingu og tálmyndagerð, kemur að bæ sínum í eyði, leggur frá sér pokann með bæklingunum eftir Jón Pritt og tekur að hressa upp á túngarðinn: „Eg hef fundið sann- leikann og það land þar sem hann býr. Það er að vísu allmikilsvert. En nú skiftir mestu máli að reisa við aftur þennan vailargarð". Allt verður maður að finna tvisvar til þess að eignast það. Þetta á einnig við um paradís, bæði hér og hinum megin . . . Þetta vissi Anatole France líka þegar hann stóð tómhentur. Hann, sem í vantrú sinni hafði alltaf kappkostað að rífa niður þær hug- myndir um tilgang lífsins, er trú og vísindi vöktu, vai alltaf fjötr- aður af þeirri trú, er hann hafði kastað. Hér skal svo sleginn botn- inn í með þeim orðum er hann hefir sjálfur í formála fyrir ann- ari ljóðabók sinni: „Þessi bók fjallar um viðkvæmt mál, trúna. HVÍTA tranan í Norðurameríku er stór og fallegur fugl. Hún er um fimm fet á hæð og vænghafið er 6—8 fet. Hún átti sér upphaflega byggð austan við Missisippi, sunn- an frá Georgiu, norður í Nýa-Eng- land. Og varpstöðvar hennar voru alla ieið suður í Iowa. Þarna var álíka fjöldi af þeim eins og af vís- undum á sléttunum vestra. Svo kom hvíti maðurinn og nam land þeirra. Hann drap þær misk- unnarlaust sér til matar, því að það var búsílag í þeim. En hann rændi einnig bústöðum þeirra. Trönurn- ar hafast við þar sem eru víð mýr- Eg hefi látið mig dreyma aftur draum trúaraldarinnar og eg hefi talið sjálfum mér trú um að eg ætti lifandi trú . . Eg veit að ekkert er áreiðanlegt nema vís- indin. En eg veit líka að gildi vísindalegra sannana liggur í að- ferðunum að hagnýta þau, en að þessar aðferðir geta ekki orðið almenningseign. Það er vísinda- legt að trúa því, að vísindin muni einhvern tíma koma í stað trúar- bragða. En meðan heimur er uppi, er það ósk manna að fá að ganga inn í helgidóminn og kynnast leyndardómum. Mennirnir þrá að dreyma. Og hverju máli skiftir það þá þótt um draumskrök sé að ræða, aðeins ef draumurinn er fagur?“ lendi og fenjaflóar. Þar stika þær yfir á háum fótum og lifa á horn- sílum og vatnakröbbum. Menn- irnir fóru að ræsa fram þessi mýr- lendi og þá gátu trönurnar ekki verið þar lengur. Yfir varpstöðvar þeirra fóru mennirnir með plóg og flæmdu þær þaðan. Þær hrökkluð- ust lengra og lengra norður á bóg- inn, og þar tóku Indíánar og Eski- móar á móti þeim með skotum og veiðibrellum, og rændu eggjum þeirra. Fyrir einni öld mátti sjá þús- undir þessara stóru, hvítu fugla fljúga í hópum sunnan frá vetur- setustöðvunum, norður á bóginn til varpstöðvanna. En þessir hópar minnkuðu stöðugt og trönurnar urðu sjaldséðar. Árið 1940 voru þær að lökum al- friðaðar ef verða mætti til þess að þær yrði ekki aldauða. Háar sekt- ir voru lagðar við að drepa hvíta trönu, 500 dollarar, eða sex mán- aða refsivist, eða jafnvel hvort tveggja. Það voru líka seinustu forvöð. Þá voru ekki eftir nema 14 hvítar trönur í Norðurameríku, og það voru einu hvítu trönurnar, sem til voru í heiminum. Þessar trönur áttu sér friðland í Aransas-náttúru- verndarsvæðinu í Texas. Þegar hér var Komið vissu menn alls ekki hvar trónurnar ætti sér varpland. Þær höfðu flutt sig norð- ar og norðar, eftir því sem manna- byggð þrengdi að þeim. En nauð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.