Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1960, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1960, Blaðsíða 11
LESBÖK MORG'jNBLAÐSINS 599 Gorm hinn gamla danakonung, sem sumir segja að aldrei hafi verið til. Af hinu verður ljóst hví- líkur maður Kristján Vilhjálms- son hefir verið, að þrátt fyrir lág- an uppruna sinn, hafa íslendingar metið hann ofar flestum dana- konungum“. Þetta er sýnishorn af stíl bók- arinnar og sýnir ættjarðarvininn sem leynist undir gæru kommún- ismans. Steinar fer til Danmerkur og heimsækir kónginn og eru þar þá fyrir kóngar og keisarar með fjöl- skyldur sínar. Steinar heilsar upp á Grána sinn og gefur konungi skrín, sem enginn af hinum vold- ugu getur opnað vegna þess að fara verður eftir kvæði til þess að geta lokið kistlinum upp. Hér leikur Laxness sér að líkingum: Þetta forláta skrín með launhólf- um fyrir gull og gimsteina, er auðvitað ísland, enda þótt hann gefi í skyn á listrænan hátt að í þessu felist enn dýpri merking. Hjá Pílkirstínarölkeldu rekst Steinar á Þjóðrek mormónabisk- up, og kenning biskupsins um hina endurfundnu paradís í Ameríku, heillar Steinar svo að hann fer til Ameríku í stað þess að fara til íslands. Honum gefst aðeins tóm til að senda fjölskyldu sinni kveðju og eitt nálabréf. En það er vegna fjölskyldunnar að hann fer vestur; í guðs paradís á jörð sem þar er, er máske meiri gæfu að finna og betra líf en basl- ið undir Steinahlíðum. Endur- minningin um börnin sækir þó á hann: „Þegar eg horfði á þau sofa í barnæsku sinni, þá var sæla þeirra svo fögur að mér fannst hálfsyrgilegt til þess að hugsa að þau skyldu eiga eftir að vakna. Einusinni helt eg að eg mundi geta keypt þeim kóngsríki fyrir hest“. — Slík gullkorn eru mörg í bókinni, þar sem líking og raun- veruleiki haldast blítt í hendur. Oft vegur hið sennilega og ósennilega salt hjá honum, t. d. þar sem segir frá Steinbjörgu, dótturinni í Hlíðum. í barnslegu sakleysi fer hún í rúm hjá Birni á Leirum. Það gerðist ekkert, seg- ir hún, eg svaf. Kannski kom hann óvart við mig í svefni, annað man eg ekki. Öllum til undrunar á hún barn um vorið, og Steinbjörg skilur ekkert í þessu. Með ísmeygilegri kaldhæðni höfðar Laxness hér til meyarfæðingarinnar. Frásögnin er vefur af fjarstæðum, þar sem tvinnast helgisögn og ramur veru- leiki. En þó lýsir innri maður hennar hreinleik, sakleysi og blygðunarsemi — en það er líka undrið . . . Vestur í mormónaríkinu kepp- ist Steinar við að reisa hús handa þeim, og nú kemur ófögur lýsing á ástandinu þarna, engin dulin samúð lengur með fólkinu í þess- ari endurheimtu paradís, sem verður að breyta sæluvonum sín- um í sigg í lófum til þess að sjá sér farborða. Heima á íslandi fer jörð hans í eyði og fjölskyldan fer á hreppinn. Að lokum getur hann þó sent þeim fargjald, og Þjóðrekur biskup fer með þau öll til Ameríku. Á leiðinni deyr þó konan og líki hennar er sökkt í Atlantshafið. Steinbjörg kemst í kast við nokkra Finna og nú er ekki framar um að ræða synd í svefni. Þau skilja ekki hvort annað, en: „Á einum degi höfðu þau ausið hvort yfir annað á máli fiskanna því sannleiksljósi sem daglegt sendibréf árlangt, með þrástöguðu loforði um eilífa trygð, fær eigi skapað, ekki einu sinni þó þar fylgi bæði heimspeki og ljóðalestur eða jafnvel saungur". í sakleysi sínu verður Stein- björg hrædd á eftir. Þjóðrekur biskup huggar hana og vígist henni sem fjórðu konu . . . Svo hittast börnin og faðirinn: „Þau hlustuðu undrandi á sig sjálf tala aftur saman — þrír menn sem allir voru upphaflega sama hjartað, þannig voru þá endurfundir í himnaríki. Þau flýttu sér að þagna“. Sögunni lýkur með því að Steinar fer heim sem trúboði. En þá er hætt að ofsækja prédikara hinnar endurheimtu paradísar. „Er mormóninn hefur upp boð- skap sinn taka menn því af blíð- legu tómlæti eins og var í móð hjá ossum löndum í fornsögunum er þeir tóku trú ókunna, árið þús- und, og tóku þó ekki, af því þeir nentu ekki að þræta — eða settust niður og bundu skóþvengi sína, af því þeir nentu ekki að flýa, ef þeir voru ofurliði bornir í orust- um. Var nú gerhorfin úr frónbú- um aftur sú ögn af trúarþreki er bólað hafði á fyrir nokkrum ár- um þá er þeir bundu niður mor- móni við steina. Framfarir eða afturför? hafði og sá biskup spurt sem ágætastur hefir farið um ís- land á seinni öldum; það er annað en gaman að glíma við mikið af ull ef hún er ekki einusinni í pok- um“. Með þessari setningu opinberar Laxness tilgang bókarinnar. Alveg eins og í „Gerplu“, þar sem hann veittist að fornsögunum, veitist hann hér að kristindóminum, án þess að íhuga mismuninn á mor- mónismanum og þeim Hallgrími Péturssyni og Jóni Vídalín, sem eru ímynd íslands ekki síður en Edda og Saga. —OOO— Þegar eg las þessa bók, minnti hún mig alltaf á Anatole France. Að vísu er hann ekki jafn mikið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.